| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool heimsækir Fulham á Craven Cottage á sunnudaginn. Leikurinn hefur litla þýðingu, en verður vonandi skemmtilegur. Það er í sjálfu sér ekki mikið um þennan leik að segja. Liverpool gjörsigraði Fulham í fyrri leiknum, 4-0, með mörkum frá Skrtel, Downing, Gerrard og Suarez. Það breytir því ekki að Liverpool hefur oft átt í basli með Fulham, til dæmis vann Lundúnaliðið báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð 1-0.
Hvorugt liðið hefur að miklu að keppa. Fulham siglir tiltölulega lygnan sjó um miðja deild, í 12. sæti með 40 stig. Liverpool mun enda í annaðhvort 6. eða 7. sæti. Liðið er sem stendur í 7. sæti með 55 stig, þremur stigum meira en liðið endaði með á síðasta tímabili. Everton er í 6. sætinu með 60 stig og má ekki fá nema eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til þess að okkar menn eigi fræðilega möguleika á að hirða 6. sætið.
Liverpool mun verða án fyrirliðans Steven Gerrard í tveimur síðustu leikjum tímabilsins þar sem ákveðið hefur verið að flýta aðgerð á öxl sem hann þarf að komast í.
Liverpool mun verða án fyrirliðans Steven Gerrard í tveimur síðustu leikjum tímabilsins þar sem ákveðið hefur verið að flýta aðgerð á öxl sem hann þarf að komast í.
Nú þegar þetta tímabil er að klárast velta menn því óhjákvæmilega fyrir sér hvort Brendan Rodgers sé rétti maðurinn fyrir Liverpool. Ljóst er að liðið mun ekki enda mikið ofar en það gerði á síðustu leiktíð þegar niðurstaðan varð 8. sæti. Lang líklegast er að 7. sætið verði raunin, nema að nágrannar okkar í Everton hrynji til grunna nú þegar David Moyes er farinn til annarra starfa.
Liðið hefur að vísu náð í aðeins fleiri stig en á síðasta tímabili og enn eru reyndar sex stig í pottinum. Það sem er kannski mest um vert er að liðið hefur skorað talsvert meira af mörkum, eða 67 og getur þess vegna farið yfir 70 marka múrinn sem liðið hefur einungis rofið tvisvar á þessari öld.
Ef frá er talin afleit byrjun liðsins í haust þá er ekki hægt að segja annað en liðið hafi gert nokkuð gott mót. Með heldur þunnskipuðum hóp. Ég er allavega jákvæður í garð Rodgers og finnst hann vera á réttri leið.
Það er þó ekki þar með sagt að ég hafi mikla trú á að okkar menn geri einhverjar rósir í Lundúnum á sunnudaginn. Mín spá er að leikurinn endi 1-1 og verði afar bragðdaufur.
Liðið hefur að vísu náð í aðeins fleiri stig en á síðasta tímabili og enn eru reyndar sex stig í pottinum. Það sem er kannski mest um vert er að liðið hefur skorað talsvert meira af mörkum, eða 67 og getur þess vegna farið yfir 70 marka múrinn sem liðið hefur einungis rofið tvisvar á þessari öld.
Ef frá er talin afleit byrjun liðsins í haust þá er ekki hægt að segja annað en liðið hafi gert nokkuð gott mót. Með heldur þunnskipuðum hóp. Ég er allavega jákvæður í garð Rodgers og finnst hann vera á réttri leið.
Það er þó ekki þar með sagt að ég hafi mikla trú á að okkar menn geri einhverjar rósir í Lundúnum á sunnudaginn. Mín spá er að leikurinn endi 1-1 og verði afar bragðdaufur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan