| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Það sem ég lærði af Drogba
Daniel Sturridge var maður helgarinnar hjá félaginu er hann skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum. Hann segist hafa lært að andlegur styrkur er ekki síður mikilvægur þegar kemur að því að spila knattspyrnu.
Sturridge segist hafa lært mikið af Didier Drogba þegar þeir voru saman hjá Chelsea, þá aðallega hvernig á að undirbúa sig andlega. ,,Að vera andlega sterkur er það eina sem aðskilur mann frá öðrum leikmönnum," sagði Sturridge.
,,Þegar ég var samherji Drogba hjá Chelsea var hans andlegi styrkur það sem hann hafði fram yfir aðra leikmenn. Ég lærði mikið af honum og hvað þarf til þess að verða heimsklassa leikmaður. Vonandi get ég orðið það einn daginn."
,,Það er frábær tilfinning að skora þrennu. Vonandi mun ég eiga langan feril fyrir höndum hjá Liverpool. Ég er mun friðsælli og ég spila með hreinan huga."
,,Áður fyrr var margt í gangi og andlega var það mér erfitt. Það er erfitt þegar maður stendur sig vel en spilar svo kannski ekki í næsta leik, maður hugsar þá ósjálfrátt hvað get ég eiginlega gert meira ?"
Sigurinn á Fulham þýðir að Liverpool hafa nú aðeins tapað einum leik af síðustu 11 og félagið er að enda tímabilið vel. Sturridge er bjartsýnn á framtíðina en er þó varkár með að auka væntingar fyrir næsta tímabil um of.
,,Við erum að spila vel með marga góða leikmenn hér. En ég vil ekki setja neina pressu á okkur með því að tala um eitt af efstu fjórum sætunum fyrir næsta tímabil. Við verðum bara að einbeita okkur að þessum eina leik sem við eigum eftir á tímabilinu og koma svo til baka á undirbúningstímabilinu og leggja hart að okkur. Við verðum að láta stjórann sjá um það hvort hann kaupi einhverja fleiri leikmenn í sumar og sem leikmenn verðum við bara að mæta til vinnu á hverjum degi með rétt hugarfar og fylgja því sem stjórinn segir okkur að gera."
Sturridge segist hafa lært mikið af Didier Drogba þegar þeir voru saman hjá Chelsea, þá aðallega hvernig á að undirbúa sig andlega. ,,Að vera andlega sterkur er það eina sem aðskilur mann frá öðrum leikmönnum," sagði Sturridge.
,,Þegar ég var samherji Drogba hjá Chelsea var hans andlegi styrkur það sem hann hafði fram yfir aðra leikmenn. Ég lærði mikið af honum og hvað þarf til þess að verða heimsklassa leikmaður. Vonandi get ég orðið það einn daginn."
,,Það er frábær tilfinning að skora þrennu. Vonandi mun ég eiga langan feril fyrir höndum hjá Liverpool. Ég er mun friðsælli og ég spila með hreinan huga."
,,Áður fyrr var margt í gangi og andlega var það mér erfitt. Það er erfitt þegar maður stendur sig vel en spilar svo kannski ekki í næsta leik, maður hugsar þá ósjálfrátt hvað get ég eiginlega gert meira ?"
Sigurinn á Fulham þýðir að Liverpool hafa nú aðeins tapað einum leik af síðustu 11 og félagið er að enda tímabilið vel. Sturridge er bjartsýnn á framtíðina en er þó varkár með að auka væntingar fyrir næsta tímabil um of.
,,Við erum að spila vel með marga góða leikmenn hér. En ég vil ekki setja neina pressu á okkur með því að tala um eitt af efstu fjórum sætunum fyrir næsta tímabil. Við verðum bara að einbeita okkur að þessum eina leik sem við eigum eftir á tímabilinu og koma svo til baka á undirbúningstímabilinu og leggja hart að okkur. Við verðum að láta stjórann sjá um það hvort hann kaupi einhverja fleiri leikmenn í sumar og sem leikmenn verðum við bara að mæta til vinnu á hverjum degi með rétt hugarfar og fylgja því sem stjórinn segir okkur að gera."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan