Spáð í spilin
Nú vilja allir hafa lofað Jemie og gera það réttilega svikalaust. En ég man þá tíð að hann þótti nú ekki merkilegur. Ýmsir stuðningsmenn Liverpool skildu ekki hvað Roy Evans var að gera með þennan strák í liðinu sem varla gat spilað boltanum frá sér að mönnum fannst. Þessar raddir náðu alveg yfir á valdatíð Gerard Houllier en þegar Frakkinn yfirgaf Liverpool þótti hverjum manni sjálfsagt að Jamie væri valinn í lið Liverpool. Nú þegar 737 leikir verða að baki vildu allir að hann myndi spila eins og eina leiktíð í viðbót og jafnvel fleiri. En allt tekur enda. Enginn spilar endalaust og það sem lifir alla er félagið sjálft. Sjálfsagt hafa stuðningsmenn Liverpool oft horft á eftir hetjum sínum á sama hátt og nú er horft á eftir Jamie. Það eru bara flestir búnir að gleyma því hvernig var að kveðja goðsagnir á borð við Alex Raisbeck, Gordon Hodgson, Elisha Scott, Billy Liddell, Ian Callaghan, Roger Hunt og Kenny Dalglish. En þær kveðjustundir eru að mestu gleymdar því Liverpool Football Club heldur áfram! En ég á eftir að sakna Jamie Carragher mikið!
Það er ekki Jamie einn sem er að mæta Queen Park Rangers í dag. Hann er bara einn af ellefu öðrum en þeir þurfa að standa sig til að enda leiktíðina með sigri. Reyndar væri það algjört rugl ef Liverpool næði ekki að vinna Q.P.R. Lundúnaliðið er löngu fallið og gerði ekki merkilega hluti á leiktíðinni. Allt var reynt til að bjarga málum. Harry Redknapp var ræstur út til að bjarga en ekkert dugði. Fyrir tveimur árum stýrði hann Tottenham gegn Liverpool sem Kenny Dalglish leiddi. Já, hlutirnir eru fljótir að breytast í knattspyrnunni. En hvernig er arftaki Kenny, Brendan Rodgers, búinn að standa sig? Svari nú hver fyrir sig en víst hafa verið töluverð batamerki seinni hluta leiktíðarinnar. Stigum og mörkum hefur fjölgað frá síðasta keppnistímabili og ef framfarir halda áfram á næstu leiktíð gæti hafa tekist vel til með að velja framkvæmdastjóra til framtíðar.
En Liverpool endar leiktíðina með stórsigri. Eigum við ekki að segja 5:0! Daniel Sturridge skorar tvö mörk, Fabio Borini, Jordan Henderson og svo nær Jamie Carragher einhvern vegin að skora eitt mark! Jú, hann hlýtur að skora til að fullkomna endalokin á ferlinum. En líklega þætti honum sjálfum meira til þess koma að Liverpool spili vel, vinni sigur og haldi hreinu!
YNWA!
Framan af leiktíð líkt og í mörg undangengin ár spáði Mark Lawrenson í spilin. Við látum spá hans um leik Liverpool og Q.P.R. fylgja í tilefni síðasta leik leiktíðarinnar.
Liverpool mun enda í sjöunda sæti hvað svo sem gerist í þessum leik og ég held að það sæti gefi nokkuð rétta mynd af gengi liðsins á þessu keppnistímabili. Ef spár mínar um leiki Q.P.R. á þessari leiktíð hefðu gengið eftir væri liðið í efri hluta deildarinnar. Það má því kenna Harry Redknapp, framkvæmdastjóra þeirra, um að svo er ekki. Hann er vonlaus!
Nei, en í alvöru talað þá hefur liðið verið í vandræðum vegna fjölmargra varnarmistaka á leiktíðinni. Ég held að stemmningin í búningsklefanum hafi heldur ekki verið nógu góð. Mun liðið komast aftur fljótlega upp í Úrvalsdeildina? Það er ekki gott að segja en ég held að Harry sé rétti maðurinn til að koma þeim upp aftur. En það er klárt að hann þarf að taka margar ákvarðanir í sumar. Margir leikmenn fara og hann missir líka örugglega menn sem hann vildi halda. En þetta er ein ástæðan fyrir því að þetta starf hentar Harry því honum finnst gaman að byggja upp sinn eigin liðshóp.
Úrskurður: 2:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!