| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mun aldrei gleyma þessum degi!
James Lee Duncan Carragher endaði magnaðan feril sinn með Liverpool á Anfield í dag þegar hann lék sinn 737. leik fyrir hönd félagsins. Hann endaði á sigri eins og vera bar þegar Liverpool vann Q.P.R. 1:0. Jamie segist aldrei gleyma þessum degi.
,,Þetta er frábært. Við höfum alltaf skemmt okkur eftir síðasta leikinn á leiktíðinni. Þetta var skemmtilegur endir fyrir mig og ég mun aldrei gleyma þessum degi. Ég er búinn að spila lengi hérna og það er dapurlegt að hugsa til þess að ég muni aldrei leika aftur á Anfield í keppnisleik. Ferillinn varð svo sem að enda einhvern tíma og ég á fullt af frábærum minningum. Ég er ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar mínar en þetta allt er búið að vera tilfinningaþrungið."
Jamie skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Liverpool snemma árs 1997 þegar Aston Villa lá 3:0. Það var reyndar þriðji leikur hans í aðalliðinu. Eftir það bættust fjögur mörk við en tréverkið kom í veg fyrir það sjötta í dag. Bylmingsskot höfðingjans small í stönginni rétt fyrir neðan vinkilinn!
,,Ég verð að horfa á þetta á LFC TV. Ég hélt að boltinn myndi liggja inni. En svona getur það verið. Þetta verður umræðuefni í kvöld. Ég skoraði í frumraun minni fyrir 16 árum og það hefði verið gaman að enda á sama hátt en það var ekki í boði. Það munaði svona tveimur tommum. Ég er bara búinn að vera seigur í skotunum í þessum síðasta leik. En það kom heldur seint. En það mikilvægasta var að ég reyndi að vera einbeittur í leiknum og lét ekki allt umstangið trufla framgöngu mína. Mestu skipti að ná sigri og enda með góðum leik og það tókst okkur!"
Jamie Carragher gekk til leiks með börnum sínum tveimur. Leikmenn beggja liða og starfslið stóðu heiðursvörð og klöppuðu fyrir kappanum. Um leið myndaði Kop stúkan stafina JC 23. Mögnuð stund sem fer í annálana á Anfield
Hér er viðtal við Jamie af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jamie af vefsíðu BBC.
Hér er umfjöllun um Jamie af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers.
,,Þetta er frábært. Við höfum alltaf skemmt okkur eftir síðasta leikinn á leiktíðinni. Þetta var skemmtilegur endir fyrir mig og ég mun aldrei gleyma þessum degi. Ég er búinn að spila lengi hérna og það er dapurlegt að hugsa til þess að ég muni aldrei leika aftur á Anfield í keppnisleik. Ferillinn varð svo sem að enda einhvern tíma og ég á fullt af frábærum minningum. Ég er ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar mínar en þetta allt er búið að vera tilfinningaþrungið."
Jamie skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Liverpool snemma árs 1997 þegar Aston Villa lá 3:0. Það var reyndar þriðji leikur hans í aðalliðinu. Eftir það bættust fjögur mörk við en tréverkið kom í veg fyrir það sjötta í dag. Bylmingsskot höfðingjans small í stönginni rétt fyrir neðan vinkilinn!
,,Ég verð að horfa á þetta á LFC TV. Ég hélt að boltinn myndi liggja inni. En svona getur það verið. Þetta verður umræðuefni í kvöld. Ég skoraði í frumraun minni fyrir 16 árum og það hefði verið gaman að enda á sama hátt en það var ekki í boði. Það munaði svona tveimur tommum. Ég er bara búinn að vera seigur í skotunum í þessum síðasta leik. En það kom heldur seint. En það mikilvægasta var að ég reyndi að vera einbeittur í leiknum og lét ekki allt umstangið trufla framgöngu mína. Mestu skipti að ná sigri og enda með góðum leik og það tókst okkur!"
Jamie Carragher gekk til leiks með börnum sínum tveimur. Leikmenn beggja liða og starfslið stóðu heiðursvörð og klöppuðu fyrir kappanum. Um leið myndaði Kop stúkan stafina JC 23. Mögnuð stund sem fer í annálana á Anfield
Hér er viðtal við Jamie af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jamie af vefsíðu BBC.
Hér er umfjöllun um Jamie af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan