| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sá nýi vígður!
Áður fyrr voru nýir búningar vígðir á nýrri leiktíð en nú til dags er stundum tekið forskot á sæluna og þá væntanlega til að auka söluna því ekki dugir annað en að reyna að græða! Liverpool lauk einmitt leiktíðinni í nýja búningnum og sá nýi gafst vel því Liverpool vann Queens Park Rangers 1:0 eins og allir vita.
Jamie Carragher náði að leika einu sinni í þessum nýja búningi í síðasta leik leik leiktíðarinnar sem var um leið allra síðasti leikur hans Liverpool. En í sama leik hófst ferill Jordan Ibe. Svona heldur tilveran áfram í knattspyrnuheiminum og maður kemur í manns stað.
Jamie Carragher náði að leika einu sinni í þessum nýja búningi í síðasta leik leik leiktíðarinnar sem var um leið allra síðasti leikur hans Liverpool. En í sama leik hófst ferill Jordan Ibe. Svona heldur tilveran áfram í knattspyrnuheiminum og maður kemur í manns stað.
En nýi rauði búningurinn er sem sagt tilbúinn og segja má að búið sé að vígja hann. Búningurinn verður þó ekki notaður nema í eitt ár því Warrior, búningaframleiðandi Liverpool vill skipta um búninga árlega. Það þarf jú að græða á öllu þessu!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan