| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur í Sunderland !
Góður sigur vannst á Sunderland í seinni leik sunnudagsins í ensku Úrvalsdeildinni. Endurkoma Luis Suarez skilaði tveimur mörkum!
Brendan Rodgers stillti upp óbreyttu liði frá því í leiknum gegn Manchester United í miðri viku. Luis Suarez byrjaði sinn annan leik í röð og þeir Daniel Agger og Tiago Ilori settust á bekkinn í stað Martin Kelly og Luis Alberto. Heimamenn stilltu einnig upp óbreyttu liði frá því í Deildarbikarnumí miðri viku þar sem sigur vannst á Peterboro.
Strax í upphafi var ljóst að heimamenn í Sunderland ætluðu að selja sig dýrt. Þeir voru grimmir en gestirnir sköpuðu engu að síður hættulegri færi í byrjun. Strax á fjórðu mínútu keyrði Luis Suarez í áttina að vítateig og skaut að marki, boltinn fór hinsvegar vel framhjá.
Fjórum mínútum síðar unnu gestirnir boltann og nú var brotið á Daniel Sturridge rétt fyrir utan vítateig. Steven Gerrard tók spyrnuna og Westwood í marki Sunderland varði vel, boltinn barst þó strax út í teiginn þar sem Martin Skrtel skoraði. Markið var hinsvegar dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur hjá Howard Webb og félögum. En tæpt var það.
Á 22. mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu fyrir utan vítateig Liverpool. Aukaspyrnusérfræðingurinn Sebastian Larsson þrumaði að marki og boltinn hafnaði í þverslánni! Þrusufast skot og Liverpool menn heppnir að boltinn var ekki örlítið neðar.
Sex mínútum síðar reyndi José Enrique fyrirgjöf sem hafnaði í varnarmanni og fór aftur fyrir markið. Hornspyrnuna tók fyrirliðinn og sendi hann boltann beint inná markteig. Þar var Sturridge óvaldaður og reyndi hann eftir bestu getu að skalla á markið, það tókst nú ekki betur til en svo að hann tók boltann eiginlega með öxlinni og þaðan fór hann í netið. Sturridge fagnaði markinu kannski ekki eins mikið og tilefni var til, enda fannst honum líklega óþægilegt að skora markið með þessum hætti, en þegar dómarinn dæmir ekki neitt þá þarf ekkert að spá meira í hlutunum.
Sunderland menn reyndu að koma framar á völlinn eftir þetta til að jafna metin en var refsað á grimmilegan hátt á 36. mínútu. Steven Gerrard sendi þá glæsilega sendingu fram völlinn á Sturridge sem tók boltann niður. Hann lék inní vítateig og sendi hárnákvæma sendingu á Luis Suarez sem gat lítið annað gert en að senda boltann í markið. Glæsilega vel gert hjá þeim félögum og staðan orðin 0-2.
Heimamenn fengu gott færi undir lok fyrri hálfleiks þegar Gardner fékk sendingu innfyrir. Hann var einn á auðum sjó og náði skoti á markið en Mignolet varði vel með fætinum. Gardner var reyndar rangstæður þegar sendingin kom, en flaggið fór aldrei á loft þannig að okkar menn gátu þakkað Mignolet fyrir að halda tveggja marka forystu í leikhléi. Virkilega góð tilþrif hjá Belganum.
Síðari hálfleikur hófst eins og lög gera ráð fyrir fimmtán mínútum eftir að þeim fyrri lauk og eitthvað virtust heimamenn hafa tekið við sér því þeir byrjuðu vel.
Aðeins sjö mínútur voru liðnar þegar staðan var orðin 1-2. Ki Sung-Yueng átti þá fast skot að marki fyrir utan vítateig sem Mignolet varði beint út í teiginn aftur. Enginn varnarmanna Liverpool var vakandi fyrir frákastinu en það var hinsvegar Emanuele Giaccherini sem áttaði sig fyrstur á stöðu mála og þrumaði boltanum í markið.
Skömmu síðar skapaðist hætta við mark gestanna er Gardner skaut að marki fyrir utan teig, boltinn fór í höfuðið á Kolo Toure og Mignolet sló svo boltann aftur fyrir markið rétt framhjá stönginni.
Nær komust heimamenn í rauninni ekki þrátt fyrir ágætar tilraunir og allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með eins marks sigri gestanna. En leikmenn Liverpool voru ekki búnir að syngja sitt síðasta. Heimamenn tóku hornspyrnu og Mignolet greip boltann auðveldlega. Hann var fljótur að kasta honum út á Luis Suarez sem skeiðaði fram völlinn. Suarez sendi glæsilega sendingu á Daniel Sturridge sem dró að sér 3-4 varnarmenn heimamanna inni í teignum áður en hann renndi boltanum á frían Suarez sem smellti boltanum með vinstri í marknetið. Staðan 1-3 á leikvangi ljóssins og sigur okkar manna í höfn.
Sunderland: Westwood, Gardner, O'Shea, Cuellar, Colback, Larsson (Mavrias 85. mín.), Cattermole (Celustka 74. mín.), Ki, Johnson, Altidore og Giaccherini. Ónotaðir varamenn: Wickham, Ba, Mannone, Ji og Roberge.
Mark Sunderland: Emanuele Giaccherini (52. mín.).
Gul spjöld: Emanuele Giaccherini og Jack Colback.
Liverpool: Mignolet, Toure, Skrtel, Sakho, Henderson, Gerrard, Leiva, Enrique, Moses (Sterling 75. mín.), Sturridge og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Agger, Aspas, Ilori, Ibe og Wisdom.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (28. mín.) og Luis Suarez (36. og 89. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Áhorfendur á Ljósvangi: 41.415.
Maður leiksins: Daniel Sturridge. Liðið allt lék býsna vel í dag og nokkrir leikmenn gerðu tilkall til nafnbótarinnar að þessu sinni. Kolo Toure var öruggur í sínum aðgerðum og Luis Suarez skoraði tvö góð mörk og virkaði sprækur. Sturridge fær hinsvegar heiðurinn. Eitt mark og tvær stoðsendingar. Mjög góður leikur hjá þessum magnaða framherja.
Brendan Rodgers: Við höfum aðeins breytt liðsuppstillingunni til að ná upp betra spili en við eigum ennþá verk óunnið í að slípa það til. Við gerðum þetta líka til að spilið henti betur þeim leikmönnum sem við erum með. Vörnin var mjög sterk og við vorum hættulegir í skyndisóknum. Það var góð frammistaða alls liðsins sem gerði það að verkum að við fórum heim með öll stigin.
Fróðleikur
- Daniel Sturridge skoraði sjöunda mark sitt á þessari sparktíð.
- Luis Suarez skoraði fyrstu mörk sín á leiktíðinni.
- Luis hefur nú skorað sjö mörk í sex leikjum á móti Sunderland. Seinna markið sem hann skoraði í dag var 40. deildarmarkið sem hann skorar fyrir Liverpool, í 78 leikjum.
- Hann fagnaði mörkum sínum með því að sýna boli sem hann var með innan keppnistreyjunnar. Á þeim voru skilaboð tengd fæðingu sonar hans sem fæddist fyrir nokkrum dögum. Bolirnir voru tveir því Luis skipti um í hálfleik.
- Liverpool skoraði í fyrsta sinn í síðari hálfleik í deildarleik á leiktíðinni.
- Jordan og Simon Mignolet léku á móti sínum gömlu félögum.
- Jordan Henderson lék sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað níu mörk.
- Þess má geta að það eru oft tímamótaleikir þegar Jordan mætir sínum gömlu félögum, því hann spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Sunderland og einnig 50. leikinn sinn. Dálítið mögnuð tilviljun!
- Portúgalinn Tiago Ilori var í fyrsta sinn í aðalliðshópi Liverpool.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Brendan Rodgers stillti upp óbreyttu liði frá því í leiknum gegn Manchester United í miðri viku. Luis Suarez byrjaði sinn annan leik í röð og þeir Daniel Agger og Tiago Ilori settust á bekkinn í stað Martin Kelly og Luis Alberto. Heimamenn stilltu einnig upp óbreyttu liði frá því í Deildarbikarnumí miðri viku þar sem sigur vannst á Peterboro.
Strax í upphafi var ljóst að heimamenn í Sunderland ætluðu að selja sig dýrt. Þeir voru grimmir en gestirnir sköpuðu engu að síður hættulegri færi í byrjun. Strax á fjórðu mínútu keyrði Luis Suarez í áttina að vítateig og skaut að marki, boltinn fór hinsvegar vel framhjá.
Fjórum mínútum síðar unnu gestirnir boltann og nú var brotið á Daniel Sturridge rétt fyrir utan vítateig. Steven Gerrard tók spyrnuna og Westwood í marki Sunderland varði vel, boltinn barst þó strax út í teiginn þar sem Martin Skrtel skoraði. Markið var hinsvegar dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur hjá Howard Webb og félögum. En tæpt var það.
Á 22. mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu fyrir utan vítateig Liverpool. Aukaspyrnusérfræðingurinn Sebastian Larsson þrumaði að marki og boltinn hafnaði í þverslánni! Þrusufast skot og Liverpool menn heppnir að boltinn var ekki örlítið neðar.
Sex mínútum síðar reyndi José Enrique fyrirgjöf sem hafnaði í varnarmanni og fór aftur fyrir markið. Hornspyrnuna tók fyrirliðinn og sendi hann boltann beint inná markteig. Þar var Sturridge óvaldaður og reyndi hann eftir bestu getu að skalla á markið, það tókst nú ekki betur til en svo að hann tók boltann eiginlega með öxlinni og þaðan fór hann í netið. Sturridge fagnaði markinu kannski ekki eins mikið og tilefni var til, enda fannst honum líklega óþægilegt að skora markið með þessum hætti, en þegar dómarinn dæmir ekki neitt þá þarf ekkert að spá meira í hlutunum.
Sunderland menn reyndu að koma framar á völlinn eftir þetta til að jafna metin en var refsað á grimmilegan hátt á 36. mínútu. Steven Gerrard sendi þá glæsilega sendingu fram völlinn á Sturridge sem tók boltann niður. Hann lék inní vítateig og sendi hárnákvæma sendingu á Luis Suarez sem gat lítið annað gert en að senda boltann í markið. Glæsilega vel gert hjá þeim félögum og staðan orðin 0-2.
Heimamenn fengu gott færi undir lok fyrri hálfleiks þegar Gardner fékk sendingu innfyrir. Hann var einn á auðum sjó og náði skoti á markið en Mignolet varði vel með fætinum. Gardner var reyndar rangstæður þegar sendingin kom, en flaggið fór aldrei á loft þannig að okkar menn gátu þakkað Mignolet fyrir að halda tveggja marka forystu í leikhléi. Virkilega góð tilþrif hjá Belganum.
Síðari hálfleikur hófst eins og lög gera ráð fyrir fimmtán mínútum eftir að þeim fyrri lauk og eitthvað virtust heimamenn hafa tekið við sér því þeir byrjuðu vel.
Aðeins sjö mínútur voru liðnar þegar staðan var orðin 1-2. Ki Sung-Yueng átti þá fast skot að marki fyrir utan vítateig sem Mignolet varði beint út í teiginn aftur. Enginn varnarmanna Liverpool var vakandi fyrir frákastinu en það var hinsvegar Emanuele Giaccherini sem áttaði sig fyrstur á stöðu mála og þrumaði boltanum í markið.
Skömmu síðar skapaðist hætta við mark gestanna er Gardner skaut að marki fyrir utan teig, boltinn fór í höfuðið á Kolo Toure og Mignolet sló svo boltann aftur fyrir markið rétt framhjá stönginni.
Nær komust heimamenn í rauninni ekki þrátt fyrir ágætar tilraunir og allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með eins marks sigri gestanna. En leikmenn Liverpool voru ekki búnir að syngja sitt síðasta. Heimamenn tóku hornspyrnu og Mignolet greip boltann auðveldlega. Hann var fljótur að kasta honum út á Luis Suarez sem skeiðaði fram völlinn. Suarez sendi glæsilega sendingu á Daniel Sturridge sem dró að sér 3-4 varnarmenn heimamanna inni í teignum áður en hann renndi boltanum á frían Suarez sem smellti boltanum með vinstri í marknetið. Staðan 1-3 á leikvangi ljóssins og sigur okkar manna í höfn.
Sunderland: Westwood, Gardner, O'Shea, Cuellar, Colback, Larsson (Mavrias 85. mín.), Cattermole (Celustka 74. mín.), Ki, Johnson, Altidore og Giaccherini. Ónotaðir varamenn: Wickham, Ba, Mannone, Ji og Roberge.
Mark Sunderland: Emanuele Giaccherini (52. mín.).
Gul spjöld: Emanuele Giaccherini og Jack Colback.
Liverpool: Mignolet, Toure, Skrtel, Sakho, Henderson, Gerrard, Leiva, Enrique, Moses (Sterling 75. mín.), Sturridge og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Agger, Aspas, Ilori, Ibe og Wisdom.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (28. mín.) og Luis Suarez (36. og 89. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Áhorfendur á Ljósvangi: 41.415.
Maður leiksins: Daniel Sturridge. Liðið allt lék býsna vel í dag og nokkrir leikmenn gerðu tilkall til nafnbótarinnar að þessu sinni. Kolo Toure var öruggur í sínum aðgerðum og Luis Suarez skoraði tvö góð mörk og virkaði sprækur. Sturridge fær hinsvegar heiðurinn. Eitt mark og tvær stoðsendingar. Mjög góður leikur hjá þessum magnaða framherja.
Brendan Rodgers: Við höfum aðeins breytt liðsuppstillingunni til að ná upp betra spili en við eigum ennþá verk óunnið í að slípa það til. Við gerðum þetta líka til að spilið henti betur þeim leikmönnum sem við erum með. Vörnin var mjög sterk og við vorum hættulegir í skyndisóknum. Það var góð frammistaða alls liðsins sem gerði það að verkum að við fórum heim með öll stigin.
Fróðleikur
- Daniel Sturridge skoraði sjöunda mark sitt á þessari sparktíð.
- Luis Suarez skoraði fyrstu mörk sín á leiktíðinni.
- Luis hefur nú skorað sjö mörk í sex leikjum á móti Sunderland. Seinna markið sem hann skoraði í dag var 40. deildarmarkið sem hann skorar fyrir Liverpool, í 78 leikjum.
- Hann fagnaði mörkum sínum með því að sýna boli sem hann var með innan keppnistreyjunnar. Á þeim voru skilaboð tengd fæðingu sonar hans sem fæddist fyrir nokkrum dögum. Bolirnir voru tveir því Luis skipti um í hálfleik.
- Liverpool skoraði í fyrsta sinn í síðari hálfleik í deildarleik á leiktíðinni.
- Jordan og Simon Mignolet léku á móti sínum gömlu félögum.
- Jordan Henderson lék sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað níu mörk.
- Þess má geta að það eru oft tímamótaleikir þegar Jordan mætir sínum gömlu félögum, því hann spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Sunderland og einnig 50. leikinn sinn. Dálítið mögnuð tilviljun!
- Portúgalinn Tiago Ilori var í fyrsta sinn í aðalliðshópi Liverpool.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan