| Sf. Gutt
Á síðustu og þessari leiktíð komst Liverpool einungis í gegnum eina umferð í Deildarbikarnum. Hver man ekki eftir því að Liverpool þurfti framlengingu til að vinna Notts County 4:2. County leikur einmitt í þriðju efstu deild eins og Oldham. Liverpool féll svo út fyrir Manchester United á Old Trafford. Þessi árangur er einfaldlega ekki nógu góður og nú verður eitthvað að gerast. Einhver myndi kannski telja að það væri bara gott að Liverpool færi ekki langt í F.A. bikarnum því þá geti liðið einbeitt sér að hverjum deildarleik fyrir sig og leikjaálagið minna. En persónulega vil að ég Liverpool fari sem lengst í keppninni og auðvitað vinni hana. Það hefur ekki gerst frá því 2006 og tími til kominn að bæta áttunda sigrinum í keppninni á afrekaskrá félagsins.
Þetta verður þriðja árið í röð sem Liverpool og Oldham mætast i F.A. bikarnum og á sunnudaginn væri gott að fá sömu úrslit og fyrir tveimur árum þegar Liverpool vann 5:1 á þrettándanum undir stjórn Kenny Dalglish. Sá sigur var upphaf á vegferð sem endaði á Wembley þar sem Liverpool tapaði naumlega 2:1 fyrir Chelsea en allir muna stemmninguna sem fylgdi bikarsigrunum sem komu Liverpool á Wembley. Tap í úrslitum er jafn sárt og sigur í úrslitum er sætur. Allir muna eftir sigurvímunni í Cardiff 2006. Aftur titil takk fyrir!
Það hefur reynt á liðshóp Liverpool núna yfir jólin og það gæti alveg verið að einhverjir ungliðar verði ræstir út á sunnudaginn. Verður Luis Suarez til dæmis hvíldur? Hann hefur jú verið sparkaður niður úti um alla velli í síðustu leikjum. Tekur Brendan Rodgers þá áhættu? Trúlega mun hann tefla fram býsna sterku liði þó Oldham sé neðarlega í þriðju deild því ófarir líkt og í fyrra eru ekki í boði.
Í fyrra spáði ég því að Liverpool myndi bursta Oldham 0:5 úti en í ár fer ég varlega og spái 3:0 sigri. Liverpool hlýtur að vinna á Anfield en maður er kannski orðinn hvekktur eftir bikarófarir síðustu tveggja leiktíða! Steven Gerrard ætti að spila því hann er nýbúinn að jafna eftir meiðsli og er óþreyttur. Hann skorar og það gera líka Philippe Coutinho og Iago Aspas. Spánverjinn hefur enn ekki komist í gang á Englandi en nú er tækifærið!
YNWA
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir bikarleikinn.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Oldham Athletic
Á síðustu og þessari leiktíð komst Liverpool einungis í gegnum eina umferð í Deildarbikarnum. Hver man ekki eftir því að Liverpool þurfti framlengingu til að vinna Notts County 4:2. County leikur einmitt í þriðju efstu deild eins og Oldham. Liverpool féll svo út fyrir Manchester United á Old Trafford. Þessi árangur er einfaldlega ekki nógu góður og nú verður eitthvað að gerast. Einhver myndi kannski telja að það væri bara gott að Liverpool færi ekki langt í F.A. bikarnum því þá geti liðið einbeitt sér að hverjum deildarleik fyrir sig og leikjaálagið minna. En persónulega vil að ég Liverpool fari sem lengst í keppninni og auðvitað vinni hana. Það hefur ekki gerst frá því 2006 og tími til kominn að bæta áttunda sigrinum í keppninni á afrekaskrá félagsins.
Þetta verður þriðja árið í röð sem Liverpool og Oldham mætast i F.A. bikarnum og á sunnudaginn væri gott að fá sömu úrslit og fyrir tveimur árum þegar Liverpool vann 5:1 á þrettándanum undir stjórn Kenny Dalglish. Sá sigur var upphaf á vegferð sem endaði á Wembley þar sem Liverpool tapaði naumlega 2:1 fyrir Chelsea en allir muna stemmninguna sem fylgdi bikarsigrunum sem komu Liverpool á Wembley. Tap í úrslitum er jafn sárt og sigur í úrslitum er sætur. Allir muna eftir sigurvímunni í Cardiff 2006. Aftur titil takk fyrir!
Það hefur reynt á liðshóp Liverpool núna yfir jólin og það gæti alveg verið að einhverjir ungliðar verði ræstir út á sunnudaginn. Verður Luis Suarez til dæmis hvíldur? Hann hefur jú verið sparkaður niður úti um alla velli í síðustu leikjum. Tekur Brendan Rodgers þá áhættu? Trúlega mun hann tefla fram býsna sterku liði þó Oldham sé neðarlega í þriðju deild því ófarir líkt og í fyrra eru ekki í boði.
Í fyrra spáði ég því að Liverpool myndi bursta Oldham 0:5 úti en í ár fer ég varlega og spái 3:0 sigri. Liverpool hlýtur að vinna á Anfield en maður er kannski orðinn hvekktur eftir bikarófarir síðustu tveggja leiktíða! Steven Gerrard ætti að spila því hann er nýbúinn að jafna eftir meiðsli og er óþreyttur. Hann skorar og það gera líka Philippe Coutinho og Iago Aspas. Spánverjinn hefur enn ekki komist í gang á Englandi en nú er tækifærið!
YNWA
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir bikarleikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan