| Sf. Gutt
TIL BAKA
Harma hefnt og áfram í bikarnum!
Liverpool náði að hefna fyrir brottfall úr F.A. bikarnum í fyrra með því að slá Oldham Athletic úr leik 2:0 á Anfield í dag. Sigurinn var ekki auðveldur en auðvitað skipti mestu að komast áfram.
Liverpool átti sannarlega harma að hefna gegn Oldham eftir skammarlegt brottfall fyrir ári. Brendan Rodgers valdi því býsna sterkt lið en gerði þó sex breytingar frá því á nýársdag. Luis Suarez var til dæmis settur á bekkinn en Steven Gerrard hélt áfram að liðka sig eftir meiðslin og hóf leikinn. Brad Jones fékk að standa í markinu í fyrsta skipti á leiktíðinni. Á varamannabekk Oldham var Anton sonur Brendan Rodgers.
Fyrir leikinn var Wayne Harrsion minnst en hann lést á jóladag. Árið 1984 varð Wayne dýrasti unglingur ensku knattspyrnunnar þegar Liverpool keypti hann af Oldham. Hann var mjög óheppinn með meiðsli og náði aldrei að komast í aðallið Liverpool. Minningarathöfnin hófst með þögn en endaði með klappi. Vel gert að minnast Wayne þegar gömlu liðin hans mættust.
Leikurinn var rólegur framan af nema hvað Korey Smith var bókaður fyrir a sparka Steven Gerrard niður eftir nokkrar sekúndur. Liverpool var eðlilega sterkari aðilinn en illa gekk að opna vörn Oldham. Luis Alberto fékk fyrsta færið eftir rúman stundarfjórðung en hann skaut framhjá eftir gott spil. Luis var aftur á ferðinni nokkrum mínútum seinna en þá varði Matt Oxley vel. Tíu mínútum fyrir leikhlé komst Iago Aspas í færi en skoti hans var bjargað. Ekkert mark í hálfleik.
Brendan Rodgers var greinilega ekki ánægður með gang mála og Victor Moses og Luis Alberto voru teknir af velli í hálfleik. Philippe Coutinho og Lucas Leiva voru sendir til leiks og leikur Liverpool lagaðist heldur betur. Á 52. mínútu sendi Philippe horn fyrir á Steven sem skallaði rétt yfir. Þremur mínútum seinna fékk Raheem Sterling boltann hægra megin í vítateignum og sendi fyrir á Iago sem náði að stýra boltanum viðstöðulaust á lofti í markið. Laglega gert hjá Spánverjanum því það var ekki auðvelt að taka við boltanum. Það var ekki að undra að Iago gladdist innilega yfir að hafa komið sér á markaskoraralistann hjá Liverpool.
Iago var svo nærri því að skora aftur nokkrum mínútum seinna þegar Raheem sendi fyrir en skalli Spánverjans fór í stöng. Enn sótti Liverpool og Raheem komst í gegn. Hann reyndi að koma boltanum á Steven í stað þess að skjóta sjálfur sem hann hefði hæglega getað gert. Það tókst ekki alveg en Philippe náði boltanum. Skot hans fór þó hátt yfir.
Liverpool hafði því aðeins eitt mark yfir og það var barátta í gestunum. Á 74. mínútu náði Michael Petrasso að snúa á tvo varnarmenn Liverpool og koma sér í skotfæri en Brad Jones var vel á verði og varði. Hann bætti þarna fyrir en hann þótti ekki góður þegar Oldham vann í fyrra.
Luis Suarez skipti við Steven þegar stundarfjórðungur var eftir og hann var ekki búinn að vera lengi inn á þegar Daniel Agger varð að fara meiddur af velli. Liverpool var þá manni færra það sem eftir var því allar skiptingar voru búnar. Útlitið var kannski ótryggt síðustu mínúturnar en ekkert fór úrskeiðis því Liverpool skoraði rétt eftir að Daniel fór út af. Liverpool vann boltann við vítateig Oldham og Raheem reyndi í framhaldi að koma skoti á markið en svo vel vildi til að James Tarkowski stýrði boltanum í markið sitt. Þar með var björninn unninn!
Það var staðið upp og klappað þegar sex mínútur voru eftir þegar einstakur viðburður gerðist. Anton Rodgers kom þá inn á sem varamaður hjá Oldham. Faðir hans Brendan fylgdist stoltur með syni sínum koma til leiks og kyssti hann svo á kinnina eftir leik en þá var sigur Liverpool og áframhald í F.A. bikarnum komið í höfn. Nú er bara að halda áfram í keppninni og komast sem allra lengst!
Liverpool: Jones: Kelly, Toure, Agger, Cissokho: Henderson, Gerrard (Suarez 74. mín.), Alberto (Leiva 46. mín.): Sterling, Aspas og Moses (Coutinho 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Ilori, Skrtel og Brannagan.
Mörk Liverpool: Iago Aspas (54. mín.) og James Tarkowski, sm, (84. mín.).
Gult spjald: Raheem Sterling.
Oldham Athletic: Oxley: Kunsunga, Tarkowski, Grounds, Mellor (Rodgers 84. mín.): Wesolowski, Smith: Rooney (Harkins 62. mín.), Clarke-Harris (Dayton 62. mín.), Petrasso og Philliskirk. Ónotaðir varamenn: Brown, Winchester, Lockwood og Rachubka.
Gul spjöld: Korey Smith, Genséric Kusunga og James Dayton.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.102.
Maður leiksins: Iago Aspas. Spánverjinn lék vel á undirbúningstímabilinu og stóð sig þokkalega áður en hann meiddist og var lengi frá. Hann hefur svo ekkert komist almennilega að fyrr en í síðustu tveimur leikjum. Hann var sprækur og skoraði laglegt mark. Tréverkið kom í veg fyrir annað mark og vonandi eykst sjálfstraustið hans eftir markið.
Brendan Rodgers: Við vildum ekki fara í aukaleik heldur komst í næstu umferð. Síðari hálfleikurinn var betri. Það var meira líf í okkur og við uppskárum góðan sigur.
Fróðleikur
- Iago Aspas skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Brad Jones spilaði sinn fyrsta leik á leiktíðinni. Þetta var 20. leikur hans fyrir Liverpool.
- Cameron Brannagan komst í fyrsta sinn í aðalliðshóp Liverpool.
- Þrír báru fyrirliðabandið hjá Liverpool. Fyrst Steven Gerrard, svo Daniel Agger í nokkrar mínútur áður en hann meiddist og svo Luis Suarez.
- Liverpool og Oldham Athletic mættust þriðju leiktíðina í röð í F.A. bikarnum. Liverpool vann 2012 og nú í ár en Oldham í fyrra.
- Þetta hefur ekki gerst frá því á árunum 1924 til 1926 en þá mættust Liverpool og Southampton þrjú ár í röð í keppninni. Þá eins og nú komst Liverpool tvisvar áfram en féll úr leik einu sinni.
- Liverpool mætir Bournemouth eða Burton á útivelli í næstu umferð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Liverpool átti sannarlega harma að hefna gegn Oldham eftir skammarlegt brottfall fyrir ári. Brendan Rodgers valdi því býsna sterkt lið en gerði þó sex breytingar frá því á nýársdag. Luis Suarez var til dæmis settur á bekkinn en Steven Gerrard hélt áfram að liðka sig eftir meiðslin og hóf leikinn. Brad Jones fékk að standa í markinu í fyrsta skipti á leiktíðinni. Á varamannabekk Oldham var Anton sonur Brendan Rodgers.
Fyrir leikinn var Wayne Harrsion minnst en hann lést á jóladag. Árið 1984 varð Wayne dýrasti unglingur ensku knattspyrnunnar þegar Liverpool keypti hann af Oldham. Hann var mjög óheppinn með meiðsli og náði aldrei að komast í aðallið Liverpool. Minningarathöfnin hófst með þögn en endaði með klappi. Vel gert að minnast Wayne þegar gömlu liðin hans mættust.
Leikurinn var rólegur framan af nema hvað Korey Smith var bókaður fyrir a sparka Steven Gerrard niður eftir nokkrar sekúndur. Liverpool var eðlilega sterkari aðilinn en illa gekk að opna vörn Oldham. Luis Alberto fékk fyrsta færið eftir rúman stundarfjórðung en hann skaut framhjá eftir gott spil. Luis var aftur á ferðinni nokkrum mínútum seinna en þá varði Matt Oxley vel. Tíu mínútum fyrir leikhlé komst Iago Aspas í færi en skoti hans var bjargað. Ekkert mark í hálfleik.
Brendan Rodgers var greinilega ekki ánægður með gang mála og Victor Moses og Luis Alberto voru teknir af velli í hálfleik. Philippe Coutinho og Lucas Leiva voru sendir til leiks og leikur Liverpool lagaðist heldur betur. Á 52. mínútu sendi Philippe horn fyrir á Steven sem skallaði rétt yfir. Þremur mínútum seinna fékk Raheem Sterling boltann hægra megin í vítateignum og sendi fyrir á Iago sem náði að stýra boltanum viðstöðulaust á lofti í markið. Laglega gert hjá Spánverjanum því það var ekki auðvelt að taka við boltanum. Það var ekki að undra að Iago gladdist innilega yfir að hafa komið sér á markaskoraralistann hjá Liverpool.
Iago var svo nærri því að skora aftur nokkrum mínútum seinna þegar Raheem sendi fyrir en skalli Spánverjans fór í stöng. Enn sótti Liverpool og Raheem komst í gegn. Hann reyndi að koma boltanum á Steven í stað þess að skjóta sjálfur sem hann hefði hæglega getað gert. Það tókst ekki alveg en Philippe náði boltanum. Skot hans fór þó hátt yfir.
Liverpool hafði því aðeins eitt mark yfir og það var barátta í gestunum. Á 74. mínútu náði Michael Petrasso að snúa á tvo varnarmenn Liverpool og koma sér í skotfæri en Brad Jones var vel á verði og varði. Hann bætti þarna fyrir en hann þótti ekki góður þegar Oldham vann í fyrra.
Luis Suarez skipti við Steven þegar stundarfjórðungur var eftir og hann var ekki búinn að vera lengi inn á þegar Daniel Agger varð að fara meiddur af velli. Liverpool var þá manni færra það sem eftir var því allar skiptingar voru búnar. Útlitið var kannski ótryggt síðustu mínúturnar en ekkert fór úrskeiðis því Liverpool skoraði rétt eftir að Daniel fór út af. Liverpool vann boltann við vítateig Oldham og Raheem reyndi í framhaldi að koma skoti á markið en svo vel vildi til að James Tarkowski stýrði boltanum í markið sitt. Þar með var björninn unninn!
Það var staðið upp og klappað þegar sex mínútur voru eftir þegar einstakur viðburður gerðist. Anton Rodgers kom þá inn á sem varamaður hjá Oldham. Faðir hans Brendan fylgdist stoltur með syni sínum koma til leiks og kyssti hann svo á kinnina eftir leik en þá var sigur Liverpool og áframhald í F.A. bikarnum komið í höfn. Nú er bara að halda áfram í keppninni og komast sem allra lengst!
Liverpool: Jones: Kelly, Toure, Agger, Cissokho: Henderson, Gerrard (Suarez 74. mín.), Alberto (Leiva 46. mín.): Sterling, Aspas og Moses (Coutinho 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Ilori, Skrtel og Brannagan.
Mörk Liverpool: Iago Aspas (54. mín.) og James Tarkowski, sm, (84. mín.).
Gult spjald: Raheem Sterling.
Oldham Athletic: Oxley: Kunsunga, Tarkowski, Grounds, Mellor (Rodgers 84. mín.): Wesolowski, Smith: Rooney (Harkins 62. mín.), Clarke-Harris (Dayton 62. mín.), Petrasso og Philliskirk. Ónotaðir varamenn: Brown, Winchester, Lockwood og Rachubka.
Gul spjöld: Korey Smith, Genséric Kusunga og James Dayton.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.102.
Maður leiksins: Iago Aspas. Spánverjinn lék vel á undirbúningstímabilinu og stóð sig þokkalega áður en hann meiddist og var lengi frá. Hann hefur svo ekkert komist almennilega að fyrr en í síðustu tveimur leikjum. Hann var sprækur og skoraði laglegt mark. Tréverkið kom í veg fyrir annað mark og vonandi eykst sjálfstraustið hans eftir markið.
Brendan Rodgers: Við vildum ekki fara í aukaleik heldur komst í næstu umferð. Síðari hálfleikurinn var betri. Það var meira líf í okkur og við uppskárum góðan sigur.
Fróðleikur
- Iago Aspas skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Brad Jones spilaði sinn fyrsta leik á leiktíðinni. Þetta var 20. leikur hans fyrir Liverpool.
- Cameron Brannagan komst í fyrsta sinn í aðalliðshóp Liverpool.
- Þrír báru fyrirliðabandið hjá Liverpool. Fyrst Steven Gerrard, svo Daniel Agger í nokkrar mínútur áður en hann meiddist og svo Luis Suarez.
- Liverpool og Oldham Athletic mættust þriðju leiktíðina í röð í F.A. bikarnum. Liverpool vann 2012 og nú í ár en Oldham í fyrra.
- Þetta hefur ekki gerst frá því á árunum 1924 til 1926 en þá mættust Liverpool og Southampton þrjú ár í röð í keppninni. Þá eins og nú komst Liverpool tvisvar áfram en féll úr leik einu sinni.
- Liverpool mætir Bournemouth eða Burton á útivelli í næstu umferð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan