| Sf. Gutt
TIL BAKA
Af föður og syni!
Brendan Rodgers segir að það hafi verið mjög skrýtið að sjá son sinn koma til leiks þegar Liverpool lék gegn Oldham Athletic í gær. Anton sonur hans kom inn á sem varamaður og lék síðustu mínútur leiksins. Brendan sagði þetta um innkomu sonar síns eftir leikinn.
,,Þetta var frábært. Anton hefur verið hluti af lífi mínu frá því hann var lítill. Það var eiginlega mjög skrýtið að sjá hann hlaupa út á völlinn. Hann er vænsti piltur og bæði móðir hans og faðir eru mjög stolt af honum. Hann er að byggja upp feril sinn og Oldham hentar honum stórvel. Það er passað vel upp á hann og litið sérlega vel eftir honum þar."
,,Þeir eru með framúrskarandi ungan framkvæmdastjóra sem á eftir að standa sig vel. Liðið er ungt og það er mjög góður andi í því. Ég er búinn að horfa oft á þá og Anton hefur lagt sitt af mörkum. Þetta var merkilegur viðburður á ferli hans og fyrir mig, sem föður, þá var þetta enn skemmtilegra fyrir þær sakir að stuðningsmenn Liverpool klöppuðu líka vel fyrir honum."
Anton spilaði síðustu mínútur leiksins og þegar hann kom af velli í leikslok smellti Brendan kossi á kinn sonar síns. Eftir leikinn sagði Anton í viðtali að hann myndi fá far með pabba sínum heim!
,,Þetta var frábært. Anton hefur verið hluti af lífi mínu frá því hann var lítill. Það var eiginlega mjög skrýtið að sjá hann hlaupa út á völlinn. Hann er vænsti piltur og bæði móðir hans og faðir eru mjög stolt af honum. Hann er að byggja upp feril sinn og Oldham hentar honum stórvel. Það er passað vel upp á hann og litið sérlega vel eftir honum þar."
,,Þeir eru með framúrskarandi ungan framkvæmdastjóra sem á eftir að standa sig vel. Liðið er ungt og það er mjög góður andi í því. Ég er búinn að horfa oft á þá og Anton hefur lagt sitt af mörkum. Þetta var merkilegur viðburður á ferli hans og fyrir mig, sem föður, þá var þetta enn skemmtilegra fyrir þær sakir að stuðningsmenn Liverpool klöppuðu líka vel fyrir honum."
Anton spilaði síðustu mínútur leiksins og þegar hann kom af velli í leikslok smellti Brendan kossi á kinn sonar síns. Eftir leikinn sagði Anton í viðtali að hann myndi fá far með pabba sínum heim!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan