| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur í ótrúlegum leik
Liverpool unnu sinn fyrsta sigur á Stoke City á Britannia leikvanginum í Úrvalsdeild. Leikmenn liðsins, bæði núverandi og fyrrverandi hafa einstakt lag á því að láta okkur stuðningsmennina sveiflast á milli hláturs og gráturs.
Brendan Rodgers gerði alls sex breytingar á byrjunarliðinu frá bikarleiknum við Oldham eins og við var að búast. Helst bar að nefna að Daniel Sturridge settist á bekkinn og var það kærkomin sjón að sjá hann á ný í leikmannahópnum. Mamadou Sakho var svo því miður ekki klár í þennan leik og var ekki á meðal varamanna.
Ekki var langt liðið á leikinn þegar fyrsta mark dagsins kom og var heppnisstimpill yfir því, en hverjum er ekki sama þegar heppnin fellur með okkar mönnum? Aly Cissokho, sem hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu, fékk boltann til sín vel fyrir utan teig og ákvað hann að þruma að marki. Skotið virtist hættulítið en boltinn fór í varnarmann Stoke og breytti algerlega um stefnu sem kom Butland markverði þeirra í opna skjöldu og boltinn lá í markinu. Auðvitað var því vel fagnað en margir voru ekki búnir að gleyma leiknum frá því í fyrra þegar okkar menn komust einnig yfir snemma leiks en gátu svo ekki meir.
Annað var uppá teningnum að þessu sinni og þrátt fyrir nokkrar hornspyrnur heimamanna þá skapaðist ekki mikil hætta uppvið mark gestanna. Á 20. mínútu átti Sterling góða rispu upp hægri kantinn og sendi hann fyrir markið á Coutinho sem skaut vel yfir þegar hann hefði a.m.k. átt að hitta markið. Skömmu síðar skapaðist meiri hætta uppvið mark heimamanna er Suarez var nálægt því að komast í að skalla boltann inní vítateig. Honum brást hinsvegar ekki bogalistin og skömmu síðar var hann búinn að skora. Martin Skrtel hreinsaði frá marki á eigin vítateigslínu og boltinn barst hátt fram völlinn þar sem einn varnarmanna Stoke hugðist skalla boltann til baka á markvörðinn. Það tókst ekki betur en svo að skallinn var laus og Suarez elti boltann, þar kom Shawcross aðvífandi ásamt Butland markverði og báðir misstu af boltanum, Suarez var fyrstur til að átta sig og setti boltann í autt markið.
Þarna héldu nú margir að björninn væri að mestu leyti unnin en fáir eru betri í því að tapa niður forystu en okkar ástkæra lið. Og hverjir eru betri í því að skora mörk en einmitt fyrrum Liverpool menn gegn sínu gamla félagi? Á 39. mínútu minnkuðu Stoke-arar muninn og þar var að verki Peter Crouch með skalla inní vítateig. Sendingin kom frá vinstri vængnum og voru bæði sá sem sendi boltann og Crouch nokkuð óvaldaðir í sínum aðgerðum, sofandaháttur í vörninni þarna. Ekki liðu margar mínútur þangað til að Liverpool menn voru í góðu færi hinumegin. Suarez átti þá góða sendingu inná vítateig þar sem Coutinho kom aðvífandi og skaut að viðstöðulaust að marki. Skotið var ekki nógu gott og Butland varði. Þarna hefði Brasilíumaðurinn átt að gera betur. Á lokaandartökum hálfleiksins jöfnuðu svo heimamenn. Þar var að verki annar fyrrum leikmaður félagsins Charlie Adam. Jordan Henderson átti slaka sendingu til baka á Gerrard og Adam náði boltanum. Hann fékk að leika óáreittur að vítateignum þar sem hann þrumaði að marki og skotið var óverjandi. Allt í einu voru leikar jafnir og Liverpool menn á hælunum. Það var þó ágætt að flautað var til hálfleiks skömmu síðar því heimamenn virtust líklegir til að láta kné fylgja kviði.
Fyrri hálfleikur hófst ekki ólíkt þeim fyrri en það dró til tíðinda á 51. mínútu. Sterling pressaði þá vel varnarmann sem reyndi að hreinsa frá, boltinn fór í bringuna á honum og í átt að vítateignum. Sterling elti og sömuleiðis varnarmaðurinn en okkar maður náði boltanum, lék inní vítateig þar sem hann féll við eftir snertingu og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Vissulega strangur dómur en það þýðir lítið að deila við dómarann. Á punktinn steig Steven Gerrard og skoraði hann örugglega framhjá Butland í markinu. Gríðarlega mikilvægt mark og staðan orðin 2-3.
Á 66. mínútu kom Daniel Sturridge inná fyrir Coutinho og var það mikið fagnaðarefni að sjá Sturridge á vellinum á nýjan leik. Hann var ekki lengi að koma sér inní leikinn og á 71. mínútu náði hann boltanum við miðlínu, skeiðaði í átt að marki, dró til sín tvo varnarmenn og sendi boltann til vinstri á Suarez sem smellti boltanum snyrtilega í fjærhornið. Aftur voru Liverpool menn komnir með tveggja marka forystu og nú skyldi hangið á henni ! En heimamenn gáfust ekki upp og Walters átti góðan skalla að marki sem Mignolet gerði vel í að verja. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði svo Walters þriðja mark þeirra eftir ágæta sókn, hann náði skoti í gegnum klofið á Toure, Mignolet sá boltann of seint og því fór sem fór. Skyldu gestirnir ætla að láta af hendi tveggja marka forystu aftur?
Daniel Sturridge og Luis Suarez voru fullkomlega ósammála. Suarez var úti vinstra megin tveim mínútum síðar, sendi fyrir markið frábæra sendingu þar sem Sturridge náði að pota tánni í boltann. Butland varði mjög vel en Sturridge gerði enn betur í að halda boltanum inná vellinum, hélt honum nánast á lofti aðeins inná teiginn og skaut svo boltanum í netið án þess að nokkur kæmi vörnum við. Staðan orðin 3-5 í hreint ótrúlegum leik. Það gafst svo meira að segja tími til að fá enn eitt færið í leiknum en Peter Crouch skallaði í stöngina í blálokin og Gerrard var næstum því búinn að setja boltann í eigið mark en Mignolet bjargaði vel. Dómari leiksins flautaði svo af skömmu síðar. Frábær sigur á erfiðum útivelli.
Stoke City: Butland, Pieters, Wilson, Shawcross, Cameron, Whelan, Arnautovic, Nzonzi (Ireland, 58. mín.), Adam, Walters og Crouch. Ónotaðir varamenn: Sörensen, Muniesa, Shotton, Pennant, Palacios og Etherington.
Mörk Stoke City: Peter Crouch (39. mín.), Charlie Adam (45. mín.) og Jonathan Walters (85. mín.).
Gult spjald: Ryan Shawcross.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Toure, Cissokho, Leiva, Gerrard, Henderson, Sterling, Coutinho (Sturridge, 66. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Ward, Kelly, Luis Alberto, Aspas, Moses og Ibe.
Mörk Liverpool: Sjálfsmark (5. mín.), Luis Suarez (32. og 71. mín.), Steven Gerrard, víti, (51. mín.) og Daniel Sturridge (87. mín.).
Gult spjald: Aly Cissokho.
Áhorfendur á Britannia: 27.160.
Maður leiksins: Raheem Sterling fær nafnbótina að þessu sinni. Unglingurinn hefur svo sannarlega komið sterkur inn að undanförnu og það skapast mikil hætta í kringum hann. Vissulega skoraði hann ekki í leiknum en engu að síður barðist hann vel og átti svo sannarlega þátt í mikilvægasta marki leiksins, þegar Liverpool komst í 2-3.
Brendan Rodgers: ,,Þetta var stórkostlegur sigur fyrir okkur. Einhver sagði mér fyrir leikinn að Liverpool hafði aldrei unnið hér í Úrvalsdeildinni og við vitum allir hvers vegna. Það er gríðarlega erfitt að koma hingað. En ég vil hrósa leikmönnunum eins mikið og ég get. Þetta var gríðarlega erfiður leikur á pappír og úti á vellinum sjálfum. Við vorum undir pressu vegna þess að liðin í kringum okkur unnu í gær, við vissum því að við þurftum að eiga góðan leik. Að koma hingað og skora 5 mörk og skapa fleiri tækifæri var frábært. Þeir eiga svo sannarlega hrós skilið."
- Fyrsti sigur Liverpool í deildinni á Britannia leit dagsins ljós.
- Steven Gerrard skoraði sitt 4. mark á leiktíðinni, öll hafa komið í deildinni.
- Öll mörkin hans hafa komið úr föstum leikatriðum, þrjár vítaspyrnur og ein aukaspyrna.
- Luis Suarez hefur nú skorað 22 mörk í deildinni.
- Daniel Sturridge skoraði sitt 10. mark í deildinni á tímabilinu.
- Þessi 10 mörk hafa komið í 13 leikjum.
- Alls hefur Daniel skorað 12 mörk í öllum keppnum.
- Liverpool hafa skorað næst flest mörk allra liða í deildinni eða 51 talsins.
- Liðið lyfti sér aftur upp í 4. sæti deildarinnar eftir að hafa fallið niður í það 6. eftir leiki laugardagsins.
- Undirrituðum finnst fátt skemmtilegra en þurfa að éta ofaní sig spána sem birt var fyrir helgi þar sem Stoke mönnum var spáð sigri.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpolfc.com.
Brendan Rodgers gerði alls sex breytingar á byrjunarliðinu frá bikarleiknum við Oldham eins og við var að búast. Helst bar að nefna að Daniel Sturridge settist á bekkinn og var það kærkomin sjón að sjá hann á ný í leikmannahópnum. Mamadou Sakho var svo því miður ekki klár í þennan leik og var ekki á meðal varamanna.
Ekki var langt liðið á leikinn þegar fyrsta mark dagsins kom og var heppnisstimpill yfir því, en hverjum er ekki sama þegar heppnin fellur með okkar mönnum? Aly Cissokho, sem hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu, fékk boltann til sín vel fyrir utan teig og ákvað hann að þruma að marki. Skotið virtist hættulítið en boltinn fór í varnarmann Stoke og breytti algerlega um stefnu sem kom Butland markverði þeirra í opna skjöldu og boltinn lá í markinu. Auðvitað var því vel fagnað en margir voru ekki búnir að gleyma leiknum frá því í fyrra þegar okkar menn komust einnig yfir snemma leiks en gátu svo ekki meir.
Annað var uppá teningnum að þessu sinni og þrátt fyrir nokkrar hornspyrnur heimamanna þá skapaðist ekki mikil hætta uppvið mark gestanna. Á 20. mínútu átti Sterling góða rispu upp hægri kantinn og sendi hann fyrir markið á Coutinho sem skaut vel yfir þegar hann hefði a.m.k. átt að hitta markið. Skömmu síðar skapaðist meiri hætta uppvið mark heimamanna er Suarez var nálægt því að komast í að skalla boltann inní vítateig. Honum brást hinsvegar ekki bogalistin og skömmu síðar var hann búinn að skora. Martin Skrtel hreinsaði frá marki á eigin vítateigslínu og boltinn barst hátt fram völlinn þar sem einn varnarmanna Stoke hugðist skalla boltann til baka á markvörðinn. Það tókst ekki betur en svo að skallinn var laus og Suarez elti boltann, þar kom Shawcross aðvífandi ásamt Butland markverði og báðir misstu af boltanum, Suarez var fyrstur til að átta sig og setti boltann í autt markið.
Þarna héldu nú margir að björninn væri að mestu leyti unnin en fáir eru betri í því að tapa niður forystu en okkar ástkæra lið. Og hverjir eru betri í því að skora mörk en einmitt fyrrum Liverpool menn gegn sínu gamla félagi? Á 39. mínútu minnkuðu Stoke-arar muninn og þar var að verki Peter Crouch með skalla inní vítateig. Sendingin kom frá vinstri vængnum og voru bæði sá sem sendi boltann og Crouch nokkuð óvaldaðir í sínum aðgerðum, sofandaháttur í vörninni þarna. Ekki liðu margar mínútur þangað til að Liverpool menn voru í góðu færi hinumegin. Suarez átti þá góða sendingu inná vítateig þar sem Coutinho kom aðvífandi og skaut að viðstöðulaust að marki. Skotið var ekki nógu gott og Butland varði. Þarna hefði Brasilíumaðurinn átt að gera betur. Á lokaandartökum hálfleiksins jöfnuðu svo heimamenn. Þar var að verki annar fyrrum leikmaður félagsins Charlie Adam. Jordan Henderson átti slaka sendingu til baka á Gerrard og Adam náði boltanum. Hann fékk að leika óáreittur að vítateignum þar sem hann þrumaði að marki og skotið var óverjandi. Allt í einu voru leikar jafnir og Liverpool menn á hælunum. Það var þó ágætt að flautað var til hálfleiks skömmu síðar því heimamenn virtust líklegir til að láta kné fylgja kviði.
Fyrri hálfleikur hófst ekki ólíkt þeim fyrri en það dró til tíðinda á 51. mínútu. Sterling pressaði þá vel varnarmann sem reyndi að hreinsa frá, boltinn fór í bringuna á honum og í átt að vítateignum. Sterling elti og sömuleiðis varnarmaðurinn en okkar maður náði boltanum, lék inní vítateig þar sem hann féll við eftir snertingu og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Vissulega strangur dómur en það þýðir lítið að deila við dómarann. Á punktinn steig Steven Gerrard og skoraði hann örugglega framhjá Butland í markinu. Gríðarlega mikilvægt mark og staðan orðin 2-3.
Á 66. mínútu kom Daniel Sturridge inná fyrir Coutinho og var það mikið fagnaðarefni að sjá Sturridge á vellinum á nýjan leik. Hann var ekki lengi að koma sér inní leikinn og á 71. mínútu náði hann boltanum við miðlínu, skeiðaði í átt að marki, dró til sín tvo varnarmenn og sendi boltann til vinstri á Suarez sem smellti boltanum snyrtilega í fjærhornið. Aftur voru Liverpool menn komnir með tveggja marka forystu og nú skyldi hangið á henni ! En heimamenn gáfust ekki upp og Walters átti góðan skalla að marki sem Mignolet gerði vel í að verja. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði svo Walters þriðja mark þeirra eftir ágæta sókn, hann náði skoti í gegnum klofið á Toure, Mignolet sá boltann of seint og því fór sem fór. Skyldu gestirnir ætla að láta af hendi tveggja marka forystu aftur?
Daniel Sturridge og Luis Suarez voru fullkomlega ósammála. Suarez var úti vinstra megin tveim mínútum síðar, sendi fyrir markið frábæra sendingu þar sem Sturridge náði að pota tánni í boltann. Butland varði mjög vel en Sturridge gerði enn betur í að halda boltanum inná vellinum, hélt honum nánast á lofti aðeins inná teiginn og skaut svo boltanum í netið án þess að nokkur kæmi vörnum við. Staðan orðin 3-5 í hreint ótrúlegum leik. Það gafst svo meira að segja tími til að fá enn eitt færið í leiknum en Peter Crouch skallaði í stöngina í blálokin og Gerrard var næstum því búinn að setja boltann í eigið mark en Mignolet bjargaði vel. Dómari leiksins flautaði svo af skömmu síðar. Frábær sigur á erfiðum útivelli.
Stoke City: Butland, Pieters, Wilson, Shawcross, Cameron, Whelan, Arnautovic, Nzonzi (Ireland, 58. mín.), Adam, Walters og Crouch. Ónotaðir varamenn: Sörensen, Muniesa, Shotton, Pennant, Palacios og Etherington.
Mörk Stoke City: Peter Crouch (39. mín.), Charlie Adam (45. mín.) og Jonathan Walters (85. mín.).
Gult spjald: Ryan Shawcross.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Toure, Cissokho, Leiva, Gerrard, Henderson, Sterling, Coutinho (Sturridge, 66. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Ward, Kelly, Luis Alberto, Aspas, Moses og Ibe.
Mörk Liverpool: Sjálfsmark (5. mín.), Luis Suarez (32. og 71. mín.), Steven Gerrard, víti, (51. mín.) og Daniel Sturridge (87. mín.).
Gult spjald: Aly Cissokho.
Áhorfendur á Britannia: 27.160.
Maður leiksins: Raheem Sterling fær nafnbótina að þessu sinni. Unglingurinn hefur svo sannarlega komið sterkur inn að undanförnu og það skapast mikil hætta í kringum hann. Vissulega skoraði hann ekki í leiknum en engu að síður barðist hann vel og átti svo sannarlega þátt í mikilvægasta marki leiksins, þegar Liverpool komst í 2-3.
Brendan Rodgers: ,,Þetta var stórkostlegur sigur fyrir okkur. Einhver sagði mér fyrir leikinn að Liverpool hafði aldrei unnið hér í Úrvalsdeildinni og við vitum allir hvers vegna. Það er gríðarlega erfitt að koma hingað. En ég vil hrósa leikmönnunum eins mikið og ég get. Þetta var gríðarlega erfiður leikur á pappír og úti á vellinum sjálfum. Við vorum undir pressu vegna þess að liðin í kringum okkur unnu í gær, við vissum því að við þurftum að eiga góðan leik. Að koma hingað og skora 5 mörk og skapa fleiri tækifæri var frábært. Þeir eiga svo sannarlega hrós skilið."
Fróðleikur:
- Fyrsti sigur Liverpool í deildinni á Britannia leit dagsins ljós.
- Steven Gerrard skoraði sitt 4. mark á leiktíðinni, öll hafa komið í deildinni.
- Öll mörkin hans hafa komið úr föstum leikatriðum, þrjár vítaspyrnur og ein aukaspyrna.
- Luis Suarez hefur nú skorað 22 mörk í deildinni.
- Daniel Sturridge skoraði sitt 10. mark í deildinni á tímabilinu.
- Þessi 10 mörk hafa komið í 13 leikjum.
- Alls hefur Daniel skorað 12 mörk í öllum keppnum.
- Liverpool hafa skorað næst flest mörk allra liða í deildinni eða 51 talsins.
- Liðið lyfti sér aftur upp í 4. sæti deildarinnar eftir að hafa fallið niður í það 6. eftir leiki laugardagsins.
- Undirrituðum finnst fátt skemmtilegra en þurfa að éta ofaní sig spána sem birt var fyrir helgi þar sem Stoke mönnum var spáð sigri.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan