| Sf. Gutt
TIL BAKA
Craig hættur með landsliðinu
Það söknuðu kannski einhverjir Craig Bellamy í landsliði Wales á móti Íslendingum núna í vikunni. Ástæðan var einföld. Hann er hættur með landsliðinu. Craig ákvað að hætta með landsliðinu í nóvember á síðasta ári þegar forkeppni Heimsmeistaramótsins lauk.
Craig átti býsna góðan feril með Wales, var lykilmaður liðsins alla tíð og gjarnan fyrirliði. Hann lék 78 landsleiki og skoraði 19 mörk. Alls komu 17 af leikjunum og fimm mörk á meðan hann var hjá Liverpool en hægt er að sjá slíka tölfræði á LFChistory.net. Ekki er víst að langt sé í næsta Bellamy í landsliði Wales en Ellis sonur hans hefur spilað með undir 16 ára landsliðinu. Craig lék svo með Olympíulandsliði Breta á Olympíuleikunum 2012. Hann lék alla fimm leikina og skoraði eitt mark.
Craig spilar nú eins og allir vita með heimaliði sínu Cardiff City og þar ætlar hann að ljúka ferli sínum. Hann setti sér það markmið að spila með Cardiff í efstu deild. Það tókst þegar hann hjálpaði liðinu að komast upp síðasta vor. Heyrst hefur að hann ætli sér að hætta nú í vor enda hafa meiðsli verið að stríða honum um nokkurt skeið.
Craig hefur leikið með níu félögum á litríkum ferli. Hann lék tvívegis með Liverpool en það hafði verið draumur hans í æsku auk þess að spila með Cardiff. Fyrst var hann hjá Liverpool leiktíðina 2006/07 og svo 2011/12. Hann lék 79 leiki með Liverpool og skoraði 18 mörk. Hann var Skjaldarhafi með Liverpool 2006 og Deildarbikarmeistari 2012.
Craig átti býsna góðan feril með Wales, var lykilmaður liðsins alla tíð og gjarnan fyrirliði. Hann lék 78 landsleiki og skoraði 19 mörk. Alls komu 17 af leikjunum og fimm mörk á meðan hann var hjá Liverpool en hægt er að sjá slíka tölfræði á LFChistory.net. Ekki er víst að langt sé í næsta Bellamy í landsliði Wales en Ellis sonur hans hefur spilað með undir 16 ára landsliðinu. Craig lék svo með Olympíulandsliði Breta á Olympíuleikunum 2012. Hann lék alla fimm leikina og skoraði eitt mark.
Craig spilar nú eins og allir vita með heimaliði sínu Cardiff City og þar ætlar hann að ljúka ferli sínum. Hann setti sér það markmið að spila með Cardiff í efstu deild. Það tókst þegar hann hjálpaði liðinu að komast upp síðasta vor. Heyrst hefur að hann ætli sér að hætta nú í vor enda hafa meiðsli verið að stríða honum um nokkurt skeið.
Craig hefur leikið með níu félögum á litríkum ferli. Hann lék tvívegis með Liverpool en það hafði verið draumur hans í æsku auk þess að spila með Cardiff. Fyrst var hann hjá Liverpool leiktíðina 2006/07 og svo 2011/12. Hann lék 79 leiki með Liverpool og skoraði 18 mörk. Hann var Skjaldarhafi með Liverpool 2006 og Deildarbikarmeistari 2012.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan