| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stórsigur á Írlandi
Liverpool vann stósigur á móti Shamrock Rovers í allra síðasta leik leiktíðarinnar. Að venju var nóg af mörkum hjá Liverpool og sigur vannst 0:4. Brendan sendi ungliða í bland við reyndari menn til leiks í Dublin. Svo voru nokkrir lánsmenn mættir aftur til leiks hjá Liverpool.
Liverpool, sem skartaði nýju gulu búningunum, hafði undirtökin allan leikinn og komst yfir á 8. mínútu þegar Iago Aspas skoraði eftir undirbúning þeirra Brad Smith og Jordon Ibe. Þó Liverpool hefði öll tök á leiknum reyndu Írarnir sitt besta og voru tvívegis nærri því að jafna. Fyrst varði Brad Jones vel á upphafskafla leiksins. Seint í hálfleiknum átti svo Ryan Brennan skalla í innanverða stöngina.
Fabio Borini, sem var magnaður hjá Sunderland í vetur, bætti við marki í upphafi síðari hálfleiks og aftur átti Jordan þátt í marki. Ítalinn átti svo ekki löngu síðar skot í stöng. Martin Kelly skoraði þriðja markið þegar hann skoraði af stuttu færi þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir. Það var svo ungliðinn Jack Dunn sem skoraði síðasta markið þegar hann smellti boltanum í markið úr vítateignum eftir sendingu frá Connor Randall. Fyrsta snerting Jack og vel gert hjá stráknum sem vakti mikla athygli með varaliðinu á leiktíðinni og var markakóngur liðsins. Góður endir hjá Liverpool og fjölmargir stuðningsmenn liðsins á Írlandi, sem fjölmenntu á leikinn, fóru kátir heim.
Shamrock Rovers: Murphy (Hyland 63. mín.), Madden (Finn 63. mín.), Cornuala (Bayly 64. mín.), McGuinness (D O'Connor 74. mín.), Byrne (Osam 74. mín.), Robinson (Finn 74. mín.), McPhail (O'Conner 45. mín.), Brennan (Sheppard 45. mín.), McCabe (Finn 63. mín.), Waters (Bayly 45. mín.) og Kilduff (Zayed 63. mín.).
Liverpool: Jones, McLaughlin (Randall 62. mín.), Kelly, Paez (William 77. mín.), Smith, Lucas (Teixeira 45. mín.), Allen (Brannagan 45. mín. ), Coady, Ibe, Borini (Dunn 78. mín.) og Aspas (Peterson 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Lussey og Trickett-Smith.
Mörk Liverpool: Iago Aspas (8. mín.), Fabio Borini (49. mín.), Martin Kelly (74. mín.) og Jack Dunn (85. mín.).
Áhorfendur á Aviva leikvanginum: 42.517.
Maður leiksins: Jordan Ibe.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má horfa á mörkin í leiknum á vefsíðunni This is Anfield.
Liverpool, sem skartaði nýju gulu búningunum, hafði undirtökin allan leikinn og komst yfir á 8. mínútu þegar Iago Aspas skoraði eftir undirbúning þeirra Brad Smith og Jordon Ibe. Þó Liverpool hefði öll tök á leiknum reyndu Írarnir sitt besta og voru tvívegis nærri því að jafna. Fyrst varði Brad Jones vel á upphafskafla leiksins. Seint í hálfleiknum átti svo Ryan Brennan skalla í innanverða stöngina.
Fabio Borini, sem var magnaður hjá Sunderland í vetur, bætti við marki í upphafi síðari hálfleiks og aftur átti Jordan þátt í marki. Ítalinn átti svo ekki löngu síðar skot í stöng. Martin Kelly skoraði þriðja markið þegar hann skoraði af stuttu færi þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir. Það var svo ungliðinn Jack Dunn sem skoraði síðasta markið þegar hann smellti boltanum í markið úr vítateignum eftir sendingu frá Connor Randall. Fyrsta snerting Jack og vel gert hjá stráknum sem vakti mikla athygli með varaliðinu á leiktíðinni og var markakóngur liðsins. Góður endir hjá Liverpool og fjölmargir stuðningsmenn liðsins á Írlandi, sem fjölmenntu á leikinn, fóru kátir heim.
Shamrock Rovers: Murphy (Hyland 63. mín.), Madden (Finn 63. mín.), Cornuala (Bayly 64. mín.), McGuinness (D O'Connor 74. mín.), Byrne (Osam 74. mín.), Robinson (Finn 74. mín.), McPhail (O'Conner 45. mín.), Brennan (Sheppard 45. mín.), McCabe (Finn 63. mín.), Waters (Bayly 45. mín.) og Kilduff (Zayed 63. mín.).
Liverpool: Jones, McLaughlin (Randall 62. mín.), Kelly, Paez (William 77. mín.), Smith, Lucas (Teixeira 45. mín.), Allen (Brannagan 45. mín. ), Coady, Ibe, Borini (Dunn 78. mín.) og Aspas (Peterson 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Lussey og Trickett-Smith.
Mörk Liverpool: Iago Aspas (8. mín.), Fabio Borini (49. mín.), Martin Kelly (74. mín.) og Jack Dunn (85. mín.).
Áhorfendur á Aviva leikvanginum: 42.517.
Maður leiksins: Jordan Ibe.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má horfa á mörkin í leiknum á vefsíðunni This is Anfield.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur
Fréttageymslan