Ekki venjulegur æfingaleikur
Liverpool mætir Manchester United í úrslitaleik Ameríkumótins í kvöld. Þó þetta sé æfingaleikur þá verður þetta varla venjulegur æfingaleikur. Það vekur jafnan mikla athygli um víða veröld þegar liðin leiða saman hesta sína og þó svo að þetta sé æfingaleikur þá er næsta víst að ekkert verður gefið eftir.
Liverpool vann sinn riðil á Guinness International champions cup og mætir Manchester United sem hafnaði í efsta sæti í hinum riðlinum. Bæði lið unnu tvo leiki í venjulegum leiktíma og svo unnu þau sitt hvorn leikinn í vítakeppni. Liðin hafa síðustu vikur verið að æfa fyrir komandi leiktíð en leikurinn í kvöld verður trúlega spilaður af meira kappi en þeir leikir sem liðin hafa spilað hingað til í sumar.
Þess má geta að þessi lið hafa aðeins einu sinni ef rétt er vitað mæst í æfingaleik á undirbúningstímabili þannig að leikurinn í kvöld er enn fágætari fyrir vikið. Eini æfingaleikur liðanna var þegar þau mættust í ágóðaleik fyrir Billy Drennan á Írlandi 3. ágúst 1983. Manchester United vann þann leik 4:3.
Leikurinn fer fram á Sun Life leikvanginum í Miami í Flórída og hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Hann verður sýndur á Stöð2 sport2.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa sig fyrir leikinn.
Hér má sjá myndir, á vefsíðu Echo, frá úrslitaleikjum Liverpool og Manchester United í gegnum árin.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni