Síðasti æfingaleikurinn
Liverpool leikur á morgun síðasta síðasta æfingaleik sinn fyrir komandi sparktíð. Líkt og oftast síðustu ár mun Liverpool spila síðasta æfingaleikinn áður en alvaran hefst á Anfield. Þetta árið kemur þýska liðið Borussia Dortmund í heimsókn.
Bæði liði enduðu í öðru sæti í sinni deild á síðustu leiktíð. Dortmund lék líka til úrslita í þýsku bikarkeppninni og tapaði þar fyrir Bayern Munchen sem vann líka deildina. Dortmund hefur verið meðal bestu liða Þýskalands á síðustu árum og vann deildina árin 2011 og 2012. Seinna árið vann liðið tvöfalt. Alls hefur liðið unnið deildina átta sinnum og bikarinn þrisvar. Árið 1997 vann Dortmund Evrópubikarinn. Árið 1966 vann Dortmund Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Dortmund vann 2:1 á Hampden Park í Glasgow.
Dortmund hefur þótt eitt allra skemmtilegasta lið í Evrópu síðustu árin undir stjórn Jurgen Klopp. Hann var orðaður við framkvæmdastjórastöðu Liverpool 2011 þegar Roy Hodgson fór og eins árið eftir þegar starfið var laust eftir að Kenny Dalglish vék. Jurgen hefur haldið tryggð við Dortmund og á hrós skilið fyrir það.
Í liðshópi Borussia Dortmund er Tyrkinn Nuri Sahin sem lék sem lánsmaður með Liverpool á leiktíðinni 2012/13. Hann var þá í láni frá Real Madrid en hafði áður spilað með Dortmund. Hann endaði svo aftur hjá þýska liðinu. Nuri lék 12 leiki með Liverpool og skoraði þrjú mörk.
Í liðinu er líka Armeninn Henrikh Mkhitaryan sem Liverpool bauð í síðasta sumar. Hann ákvað þá að fara til Þýskalands en hafnaði Liverpool. Hermt er að Liverpool hafi nú áhuga á þýska landsliðsmanninum Marco Reus og það verður áhugavert að sjá hvort eitthvað kemur út úr því máli.
En verður spennandi að sjá Liverpool takst á við þetta sterka þýska lið. Það er næsta víst að Brendan Rodgers mun tefla fram sterku liði og líklega mun uppstilling byrjunarliðsins gefa vísbendingu um hvernig hann hugsar sér að stilla upp í byrjun leiktíðar. Sjáum til og vonum að Liverpool ljúki æfingatímabilinu af krafti!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni