| Sf. Gutt
Brendan Rodgers fékk góðar kveðjur fyrir fyrsta leikinn á leiktíðinni. Þær komu frá Luis Suarez nú búsettum í Barcelona. Brendan greindi frá því á blaðamannafundi eftir leik Liverpool og Southampton að hann hefði fengið smáskilaboð frá Luis fyrir leikinn.
,,Hann sendi okkur yndæl skilaboð í morgun. Í þeim óskaði hann okkur alls hins besta og lýsti vonum um að við myndum byrja af krafti. Þetta var sérlega fallegt af honum. Núna er hann vinur Liverpool."
Einn af viðstöddum blaðamönnum spurði Brendan hvort hann hefði svarað skilaboðunum. Brendan er kurteis og gerði það að sjálfsögðu.
,,Já, ég gerði það. Hann er fínasti strákur en hann er nú farinn á braut. Liverpool er í hjarta hans og verður alltaf. Þetta var fallega gert."
Líklega er nokkuð til í því hjá Brendan að Liverpool sé í hjarta Luis Suarez. Hann hugsar örugglega fallega til gamla félagsins. Reyndar er Luis óútreiknanlegur en það er líklegra en ekki.
TIL BAKA
Góðar kveðjur frá Luis fyrir leik!
Brendan Rodgers fékk góðar kveðjur fyrir fyrsta leikinn á leiktíðinni. Þær komu frá Luis Suarez nú búsettum í Barcelona. Brendan greindi frá því á blaðamannafundi eftir leik Liverpool og Southampton að hann hefði fengið smáskilaboð frá Luis fyrir leikinn.
,,Hann sendi okkur yndæl skilaboð í morgun. Í þeim óskaði hann okkur alls hins besta og lýsti vonum um að við myndum byrja af krafti. Þetta var sérlega fallegt af honum. Núna er hann vinur Liverpool."
Einn af viðstöddum blaðamönnum spurði Brendan hvort hann hefði svarað skilaboðunum. Brendan er kurteis og gerði það að sjálfsögðu.
,,Já, ég gerði það. Hann er fínasti strákur en hann er nú farinn á braut. Liverpool er í hjarta hans og verður alltaf. Þetta var fallega gert."
Líklega er nokkuð til í því hjá Brendan að Liverpool sé í hjarta Luis Suarez. Hann hugsar örugglega fallega til gamla félagsins. Reyndar er Luis óútreiknanlegur en það er líklegra en ekki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan