| Sf. Gutt
Brendan Rodgers stýrði Liverpool í 100. sinn á móti Tottenham Hotspur á dögunum. Liverpool vann góðan 0:3 sigur í leiknum og hann þýddi að Brendan var kominn með magnaðan árangur í fyrstu 100 leikjum sínum sem framkvæmdastjóri Liverpool.


Sigurinn þýddi að Norður Írinn hafði stýrt Liverpool til sigurs í 56 leikjum af fyrstu 100. Hann jafnaði þar með árangur þeirra Bill Shankly og Rafael Benítez.

Aðeins einn framkvæmdastjóri í sögu Liverpool er með betri árangur úr sínum fyrstu 100 leikjum og er það sjálfur Kóngurinn Kenny Dalglish en hann landaði hvorki fleiri né færri en 62 sigrum í fyrstu 100 leikjum sínum.
Þetta er athyglisverður árangur hjá Brendan Rodgers og segir sína sögu um hversu vel hann hefur í raun byrjað feril sinn hjá Liverpool. Vonandi verður framhald á en hann á auðvitað enn eftir að vinna titla eins og þeir þrír fyrirrennarar hans sem hér eru nefndir gerðu í stórum stíl.
TIL BAKA
Fyrstu 100 hjá Brendan Rodgers

Brendan Rodgers stýrði Liverpool í 100. sinn á móti Tottenham Hotspur á dögunum. Liverpool vann góðan 0:3 sigur í leiknum og hann þýddi að Brendan var kominn með magnaðan árangur í fyrstu 100 leikjum sínum sem framkvæmdastjóri Liverpool.


Sigurinn þýddi að Norður Írinn hafði stýrt Liverpool til sigurs í 56 leikjum af fyrstu 100. Hann jafnaði þar með árangur þeirra Bill Shankly og Rafael Benítez.


Þetta er athyglisverður árangur hjá Brendan Rodgers og segir sína sögu um hversu vel hann hefur í raun byrjað feril sinn hjá Liverpool. Vonandi verður framhald á en hann á auðvitað enn eftir að vinna titla eins og þeir þrír fyrirrennarar hans sem hér eru nefndir gerðu í stórum stíl.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan