| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Southampton á útivelli á sunnudaginn kemur. Þetta er enn einn lykilleikurinn í baráttunni um að komast í topp 4 í deildinni.
Það hefur verið þétt spilað hjá Liverpool undanfarnar vikur og Brendan Rodgers hefur ekki mikið verið að breyta liðinu á milli leikja. skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða bikarkeppnir, Evrópudeildina eða deildina sjálfa. Það læðist að manni sá ótti að þetta leikjaálag fari að segja til sín hjá lykilleikmönnum liðsins en breiddin er þó meiri en oft áður. Brendan Rodgers mun klárlega stilla upp sínu sterkasta liði í þessum leik. Lazar Markovic kemur á ný inní hópinn eftir að hafa verið í banni gegn Besiktas á fimmtudaginn en þeir José Enrique, Steven Gerrard, Lucas, Brad Jones og Jon Flanagan eru allir frá vegna meiðsla. Raheem Sterling kom inná af bekknum í síðasta leik og því ekki ólíklegt að hann byrji gegn Southampton að þessu sinni.
Síðast þegar liðin mættust á þessum velli unnu okkar menn góðan 0-3 sigur en sá leikur var hluti af sigurgöngu liðsins í deildinni framan af árinu 2014. Leikurinn fór fram 1. mars og skoruðu Suarez, Sterling og Gerrard (víti) mörkin í leiknum. Sigur núna yrði gríðarlega mikilvægur því Southampton eru fyrir ofan okkar menn í deildinni, eru með 46 stig í hinu mikilvæga 4. sæti og Liverpool eru í því 7. með 42 stig. Heimamenn eiga við þónokkur meiðsli að stríða í sínum leikmannahópi, alls eru 8 leikmenn á sjúkralistanum en þeir Schneiderlin, Long og Targett gætu náð sér í tæka tíð fyrir þennan leik. Auk þess er vinstri bakvörður þeirra Ryan Bertrand, sem orðaður var við Liverpool síðastliðið sumar, í leikbanni.
En þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða hefur Ronald Koeman þjálfari náð að halda dampi með liðið en margir hafa beðið eftir því að suðurstrandarliðið myndi misstíga sig í deildinni. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu sex í deildinni en reyndar hefur heimavallarárangur liðsins aðeins dalað undanfarið en síðustu tveir leikir hafa endað með tapi og jafntefli. Okkar menn eru líka á góðu skriði og hafa tapað einum af síðustu sex útileikjum sínum, gert eitt jafntefli og unnið 4. Í síðustu sex heima og heiman hafa fjórir unnist og tveir endað með jafntefli. Það er klárt mál að bæði lið munu ekki gefa neitt eftir í baráttunni í þessum leik og um sannkallaðan sex stiga leik er að ræða, svei mér þá ef ekki mætti hreinlega tala um 12 stiga leik.
Okkar menn hafa ekki náð góðum úrslitum á þessum velli í gegnum tíðina. Frá árinu 2002 þegar Southampton tóku St Mary's völlinn í notkun hafa liðin leikið sex leiki og hafa tveir unnist en fjórir tapast. Sé litið til allra leikja liðanna á heimavelli Southampton í úrvalsdeildinni má sjá að Liverpool hafa unnið sex leiki af 15, Southampton hafa unnið sex og þrír hafa endað með jafntefli.
Það er ekki auðvelt að spá fyrir um úrslit þessa leiks. Bæði lið eru á flugi í deildinni og heimavöllur Dýrlinganna er erfiður heim að sækja. Spáin að þessu sinni er sú að bæði lið verði ósátt með niðurstöðu leiksins, semsagt 1-1 jafntefli sem verður að teljast ekki svo góð úrslit í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar.
Fróðleikur:
- Simon Mignolet hefur haldið markinu hreinu í 8 leikjum í deildinni á leiktíðinni.
- Markvörður heimamanna, Fraser Forster hefur oftast haldið markinu hreinu í deildinni eða í 10 leikjum.
- Síðast þegar liðin mættust í deildinni sigruðu okkar menn 2-1. Var þetta fyrsti leikur tímabilsins.
- Þeir Dejan Lovren, Adam Lallana og Rickie Lambert snúa allir aftur á sinn gamla heimavöll á ný og búast má við því að móttökurnar verði ekki góðar.
- Jordan Henderson hefur spilað mest allra leikmanna liðsins í deildinni eða 24 leiki og alls 38 á leiktíðinni.
Það hefur verið þétt spilað hjá Liverpool undanfarnar vikur og Brendan Rodgers hefur ekki mikið verið að breyta liðinu á milli leikja. skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða bikarkeppnir, Evrópudeildina eða deildina sjálfa. Það læðist að manni sá ótti að þetta leikjaálag fari að segja til sín hjá lykilleikmönnum liðsins en breiddin er þó meiri en oft áður. Brendan Rodgers mun klárlega stilla upp sínu sterkasta liði í þessum leik. Lazar Markovic kemur á ný inní hópinn eftir að hafa verið í banni gegn Besiktas á fimmtudaginn en þeir José Enrique, Steven Gerrard, Lucas, Brad Jones og Jon Flanagan eru allir frá vegna meiðsla. Raheem Sterling kom inná af bekknum í síðasta leik og því ekki ólíklegt að hann byrji gegn Southampton að þessu sinni.
Síðast þegar liðin mættust á þessum velli unnu okkar menn góðan 0-3 sigur en sá leikur var hluti af sigurgöngu liðsins í deildinni framan af árinu 2014. Leikurinn fór fram 1. mars og skoruðu Suarez, Sterling og Gerrard (víti) mörkin í leiknum. Sigur núna yrði gríðarlega mikilvægur því Southampton eru fyrir ofan okkar menn í deildinni, eru með 46 stig í hinu mikilvæga 4. sæti og Liverpool eru í því 7. með 42 stig. Heimamenn eiga við þónokkur meiðsli að stríða í sínum leikmannahópi, alls eru 8 leikmenn á sjúkralistanum en þeir Schneiderlin, Long og Targett gætu náð sér í tæka tíð fyrir þennan leik. Auk þess er vinstri bakvörður þeirra Ryan Bertrand, sem orðaður var við Liverpool síðastliðið sumar, í leikbanni.
En þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða hefur Ronald Koeman þjálfari náð að halda dampi með liðið en margir hafa beðið eftir því að suðurstrandarliðið myndi misstíga sig í deildinni. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu sex í deildinni en reyndar hefur heimavallarárangur liðsins aðeins dalað undanfarið en síðustu tveir leikir hafa endað með tapi og jafntefli. Okkar menn eru líka á góðu skriði og hafa tapað einum af síðustu sex útileikjum sínum, gert eitt jafntefli og unnið 4. Í síðustu sex heima og heiman hafa fjórir unnist og tveir endað með jafntefli. Það er klárt mál að bæði lið munu ekki gefa neitt eftir í baráttunni í þessum leik og um sannkallaðan sex stiga leik er að ræða, svei mér þá ef ekki mætti hreinlega tala um 12 stiga leik.
Okkar menn hafa ekki náð góðum úrslitum á þessum velli í gegnum tíðina. Frá árinu 2002 þegar Southampton tóku St Mary's völlinn í notkun hafa liðin leikið sex leiki og hafa tveir unnist en fjórir tapast. Sé litið til allra leikja liðanna á heimavelli Southampton í úrvalsdeildinni má sjá að Liverpool hafa unnið sex leiki af 15, Southampton hafa unnið sex og þrír hafa endað með jafntefli.
Það er ekki auðvelt að spá fyrir um úrslit þessa leiks. Bæði lið eru á flugi í deildinni og heimavöllur Dýrlinganna er erfiður heim að sækja. Spáin að þessu sinni er sú að bæði lið verði ósátt með niðurstöðu leiksins, semsagt 1-1 jafntefli sem verður að teljast ekki svo góð úrslit í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar.
Fróðleikur:
- Simon Mignolet hefur haldið markinu hreinu í 8 leikjum í deildinni á leiktíðinni.
- Markvörður heimamanna, Fraser Forster hefur oftast haldið markinu hreinu í deildinni eða í 10 leikjum.
- Síðast þegar liðin mættust í deildinni sigruðu okkar menn 2-1. Var þetta fyrsti leikur tímabilsins.
- Þeir Dejan Lovren, Adam Lallana og Rickie Lambert snúa allir aftur á sinn gamla heimavöll á ný og búast má við því að móttökurnar verði ekki góðar.
- Jordan Henderson hefur spilað mest allra leikmanna liðsins í deildinni eða 24 leiki og alls 38 á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan