| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mikilvægur sigur
Liverpool léku gegn Southampton á útivelli í síðasta leik 26. umferðar ensku Úrvalsdeildarinnar og héldu af velli með þrjú stig í farteskinu.
Liðsuppstilling Brendan Rodgers kom kannski svolítið á óvart þegar hún var tilkynnt en þeir Mamadou Sakho, Daniel Sturridge og Alberto Moreno voru ekki í byrjunarliðinu. Sakho fjarverandi vegna meiðsla en hinir tveir settust á varamannabekkinn. Í þeirra stað komu þeir Dejan Lovren, Lazar Markovic og Raheem Sterling. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá því í leiknum við Besiktast á fimmtudagskvöldið.
Það var grenjandi rigning og töluvert mikið rok á suðurströndinnin þegar leikurinn fór fram, það mátti því búast við fjörugum leik á blautu grasinu. Leikurinn var ekki nema 18 sekúndna gamall þegar Djuricic leikmaður Southampton lék inní vítateig og féll við í baráttunni við Emre Can. Dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnu enda var snertingin lítil og Djuricic fór of auðveldlega niður. Örskömmu síðar, eða á þriðju mínútu leiksins léku gestirnir upp vinstra megin, Coutinho sendi á Markovic og fékk boltann aftur. Hann ákvað að þruma að marki og boltinn fór í þverslána og inn, stórglæsilegt mark og var því að sjálfsögðu vel fagnað af Brasilíumanninum sjálfum og liðsfélögum hans.
Áfram hélt fjörið í leiknum og heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin sem fyrst. Pelle vann skallaeinvígi við vítateiginn og samherji hans náði til boltans og lék inní vítateiginn. Þar reyndi Joe Allen að ná til boltans en virtist brotlegur, dómarinn dæmdi ekki og boltinn barst til Elia vinstra megin, hann þrumaði að marki en Mignolet varði vel með fótunum. Þarna hefði að ósekju mátt dæma víti en dómarinn var greinilega ekkert á því að dæma víti snemma leiks.
Heimamenn voru svo mun betri það sem eftir lifði hálfleiks, voru meira með boltann og mun beittari í sínum sóknaraðgerðum. Það skapaðist þó aldrei nein stórhætta uppvið mark gestanna. Um miðjan hálfleikinn vildu Southampton menn fá víti, ekki einu sinni heldur tvisvar, í fyrra skiptið kom sending innfyrir vörnina og Elia var nánast kominn einn í gegn vinstra megin. Mignolet kom vaðandi út á móti og Elia reyndi að lyfta boltanum yfir hann. Boltinn fór í bringuna á Mignolet og þaðan í hendina á honum og virtist hann vera kominn út fyrir vítateiginn þegar það gerðist en línuvörður og dómari sáu ekki ástæðu til að dæma. Í seinna skiptið var hornspyrna frá vinstri, boltinn sveif yfir marga leikmenn en hafnaði svo í hendinni á Lovren sem hreinsaði svo boltann frá. Hendin á Króatanum var alveg meðfram síðu hans og var þetta auk þess algjört óviljaverk og strangt að dæma víti þar.
Þegar flautað var svo til hálfleiks var púað mikið á Kevin Friend dómara. Rodgers gerði eina breytingu í hálfleiknum, hann styrkti varnarleikinn með því að setja Moreno inn fyrir Markovic. Sú skipting hafði tilætluð áhrif, vörnin varð mun þéttari og heimamenn voru ekki eins hættulegir í seinni hálfleik. Nokkur hálffæri þeirra megin litu dagsins ljós en það sem réði svo úrslitum leiksins gerðist á 73. mínútu. Moreno komst inní sendingu vinstra megin og sendi á Sterling sem lék strax innfyrir á Spánverjann. Hann sendi fyrir markið og þar ætlaði varnarmaður Southampton að hreinsa frá marki, honum tókst ekki betur til en svo að hann rann til og lagði boltann beint fyrir fætur Sterling. Hann þakkaði pent fyrir sig, skaut að marki og í netinu hafnaði boltinn. Þessu marki var ekki síður vel fagnað enda voru stuðningsmenn Liverpool fyrir aftan þetta mark.
Það gerðist ekki mikið meira merkilegt það sem eftir lifði leiks. Heimamenn fengu nokkrar aukaspyrnur rétt fyrir utan vítateig en engin hætta skapaðist. Daniel Sturridge reyndi a.m.k. tvö skot á markið hinumegin en Forster í markinu átti ekki í miklum vandræðum með að verja. Þegar Friend flautaði svo til leiksloka var ótrúlega mikilvægum sigri tekið fagnandi svo ekki sé meira sagt.
Southampton: Forster, Clyne, Fonte, Yoshida, Targett, Ward-Prowse (Mané, 57. mín.), Wanyama, Davis (Schneiderlin, 45. mín), Djuricic (Tadic, 75. mín), Pellé, Elia. Ónotaðir varamenn: Davis, Reed, Gardos, Long.
Gul spjöld: Wanyama og Elia.
Liverpool: Mignolet, Lovren, Skrtel, Can, Allen, Henderson, Markovic (Moreno, 45. mín), Ibe (Johnson, 75. mín), Coutinho, Sterling, Lallana (Sturridge, 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Touré, Lambert, Balotelli.
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho (3. mín.) og Raheem Sterling 73. mín.).
Gul spjöld: Lovren, Henderson og Moreno.
Áhorfendur á St Mary's: 31.723
Maður leiksins: Martin Skrtel stjórnaði vörninni af stakri prýði og hreinsaði allt frá marki sem þurfti að hreinsa frá. Hann hefur staðið vaktina meira og minna allt tímabilið og þrátt fyrir brösótta byrjun hefur hann, eins og reyndar aðrir varnarmenn, stigið upp og spilað mjög vel undanfarið.
Brendan Rodgers: ,,Þetta var framúrskarandi sigur fyrir okkur. Auðvitað þarf stundum að verjast, sérstaklega á útivelli gegn mjög góðu liði. En þetta var frábær sigur og mér fannst eftir því sem leið á leikinn að ef við hefðum valið sendingar betur hefðum við kannski opnað þá meira. En við skoruðum tvö frábær mörk, tvö mismunandi mörk augljóslega og varnarlega vorum við mjög sterkir og sigurinn er því enn sætari."
Fróðleikur:
- Liðið hefur nú haldið hreinu í síðustu fimm útileikjum sínum og er það met í Úrvalsdeildinni.
- Síðast þegar liðið náði þessum árangri var hið herrans ár 1985 !
- Í síðustu níu leikjum hefur liðið náð í 23 stig en í fyrstu 17 leikjum tímabilsins var stigasöfnunin alls 22 stig.
- Raheem Sterling skoraði sitt 6. deildarmark á tímabilinu og jafnaði þar með markafjölda Steven Gerrard í deildinni.
- Sterling og Gerrard hafa auk þess báðir skorað 10 mörk alls í öllum keppnum.
- Coutinho skoraði sitt 3. mark í deildinni, hann hefur skorað 4 alls.
- Liverpool er nú í 6. sæti deildarinnar með 45 stig eftir 26 leiki.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Liðsuppstilling Brendan Rodgers kom kannski svolítið á óvart þegar hún var tilkynnt en þeir Mamadou Sakho, Daniel Sturridge og Alberto Moreno voru ekki í byrjunarliðinu. Sakho fjarverandi vegna meiðsla en hinir tveir settust á varamannabekkinn. Í þeirra stað komu þeir Dejan Lovren, Lazar Markovic og Raheem Sterling. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá því í leiknum við Besiktast á fimmtudagskvöldið.
Það var grenjandi rigning og töluvert mikið rok á suðurströndinnin þegar leikurinn fór fram, það mátti því búast við fjörugum leik á blautu grasinu. Leikurinn var ekki nema 18 sekúndna gamall þegar Djuricic leikmaður Southampton lék inní vítateig og féll við í baráttunni við Emre Can. Dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnu enda var snertingin lítil og Djuricic fór of auðveldlega niður. Örskömmu síðar, eða á þriðju mínútu leiksins léku gestirnir upp vinstra megin, Coutinho sendi á Markovic og fékk boltann aftur. Hann ákvað að þruma að marki og boltinn fór í þverslána og inn, stórglæsilegt mark og var því að sjálfsögðu vel fagnað af Brasilíumanninum sjálfum og liðsfélögum hans.
Áfram hélt fjörið í leiknum og heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin sem fyrst. Pelle vann skallaeinvígi við vítateiginn og samherji hans náði til boltans og lék inní vítateiginn. Þar reyndi Joe Allen að ná til boltans en virtist brotlegur, dómarinn dæmdi ekki og boltinn barst til Elia vinstra megin, hann þrumaði að marki en Mignolet varði vel með fótunum. Þarna hefði að ósekju mátt dæma víti en dómarinn var greinilega ekkert á því að dæma víti snemma leiks.
Heimamenn voru svo mun betri það sem eftir lifði hálfleiks, voru meira með boltann og mun beittari í sínum sóknaraðgerðum. Það skapaðist þó aldrei nein stórhætta uppvið mark gestanna. Um miðjan hálfleikinn vildu Southampton menn fá víti, ekki einu sinni heldur tvisvar, í fyrra skiptið kom sending innfyrir vörnina og Elia var nánast kominn einn í gegn vinstra megin. Mignolet kom vaðandi út á móti og Elia reyndi að lyfta boltanum yfir hann. Boltinn fór í bringuna á Mignolet og þaðan í hendina á honum og virtist hann vera kominn út fyrir vítateiginn þegar það gerðist en línuvörður og dómari sáu ekki ástæðu til að dæma. Í seinna skiptið var hornspyrna frá vinstri, boltinn sveif yfir marga leikmenn en hafnaði svo í hendinni á Lovren sem hreinsaði svo boltann frá. Hendin á Króatanum var alveg meðfram síðu hans og var þetta auk þess algjört óviljaverk og strangt að dæma víti þar.
Þegar flautað var svo til hálfleiks var púað mikið á Kevin Friend dómara. Rodgers gerði eina breytingu í hálfleiknum, hann styrkti varnarleikinn með því að setja Moreno inn fyrir Markovic. Sú skipting hafði tilætluð áhrif, vörnin varð mun þéttari og heimamenn voru ekki eins hættulegir í seinni hálfleik. Nokkur hálffæri þeirra megin litu dagsins ljós en það sem réði svo úrslitum leiksins gerðist á 73. mínútu. Moreno komst inní sendingu vinstra megin og sendi á Sterling sem lék strax innfyrir á Spánverjann. Hann sendi fyrir markið og þar ætlaði varnarmaður Southampton að hreinsa frá marki, honum tókst ekki betur til en svo að hann rann til og lagði boltann beint fyrir fætur Sterling. Hann þakkaði pent fyrir sig, skaut að marki og í netinu hafnaði boltinn. Þessu marki var ekki síður vel fagnað enda voru stuðningsmenn Liverpool fyrir aftan þetta mark.
Það gerðist ekki mikið meira merkilegt það sem eftir lifði leiks. Heimamenn fengu nokkrar aukaspyrnur rétt fyrir utan vítateig en engin hætta skapaðist. Daniel Sturridge reyndi a.m.k. tvö skot á markið hinumegin en Forster í markinu átti ekki í miklum vandræðum með að verja. Þegar Friend flautaði svo til leiksloka var ótrúlega mikilvægum sigri tekið fagnandi svo ekki sé meira sagt.
Southampton: Forster, Clyne, Fonte, Yoshida, Targett, Ward-Prowse (Mané, 57. mín.), Wanyama, Davis (Schneiderlin, 45. mín), Djuricic (Tadic, 75. mín), Pellé, Elia. Ónotaðir varamenn: Davis, Reed, Gardos, Long.
Gul spjöld: Wanyama og Elia.
Liverpool: Mignolet, Lovren, Skrtel, Can, Allen, Henderson, Markovic (Moreno, 45. mín), Ibe (Johnson, 75. mín), Coutinho, Sterling, Lallana (Sturridge, 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Touré, Lambert, Balotelli.
Mörk Liverpool: Philippe Coutinho (3. mín.) og Raheem Sterling 73. mín.).
Gul spjöld: Lovren, Henderson og Moreno.
Áhorfendur á St Mary's: 31.723
Maður leiksins: Martin Skrtel stjórnaði vörninni af stakri prýði og hreinsaði allt frá marki sem þurfti að hreinsa frá. Hann hefur staðið vaktina meira og minna allt tímabilið og þrátt fyrir brösótta byrjun hefur hann, eins og reyndar aðrir varnarmenn, stigið upp og spilað mjög vel undanfarið.
Brendan Rodgers: ,,Þetta var framúrskarandi sigur fyrir okkur. Auðvitað þarf stundum að verjast, sérstaklega á útivelli gegn mjög góðu liði. En þetta var frábær sigur og mér fannst eftir því sem leið á leikinn að ef við hefðum valið sendingar betur hefðum við kannski opnað þá meira. En við skoruðum tvö frábær mörk, tvö mismunandi mörk augljóslega og varnarlega vorum við mjög sterkir og sigurinn er því enn sætari."
Fróðleikur:
- Liðið hefur nú haldið hreinu í síðustu fimm útileikjum sínum og er það met í Úrvalsdeildinni.
- Síðast þegar liðið náði þessum árangri var hið herrans ár 1985 !
- Í síðustu níu leikjum hefur liðið náð í 23 stig en í fyrstu 17 leikjum tímabilsins var stigasöfnunin alls 22 stig.
- Raheem Sterling skoraði sitt 6. deildarmark á tímabilinu og jafnaði þar með markafjölda Steven Gerrard í deildinni.
- Sterling og Gerrard hafa auk þess báðir skorað 10 mörk alls í öllum keppnum.
- Coutinho skoraði sitt 3. mark í deildinni, hann hefur skorað 4 alls.
- Liverpool er nú í 6. sæti deildarinnar með 45 stig eftir 26 leiki.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan