| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur í Rússlandi
Okkar menn unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld þegar 0-1 útisigur á Rubin Kazan vannst í Rússlandi. Jordon Ibe skoraði eina mark leiksins.
Jurgen Klopp stillti upp sterku liði enda var ljóst að Liverpool þurfti helst af öllu á sigri að halda í kvöld til að halda lífi í vonum sínum um að komst upp úr riðlinum. Hann gerði fjórar breytingar frá sigrinum á Chelsea. Inn komu þeir Christian Benteke, Jordon Ibe, Joe Allen og Dejan Lovren en þeir Philippe Coutinho, Lucas, Adam Lallana og Martin Skrtel settust á bekkinn.
Eftir aðeins sex mínútna leik létu gestirnir að sér kveða. Firmino klobbaði einn leikmann Rubin og sendi flotta sendingu á Milner sem var kominn í góða stöðu í teignum. Skot hans hafnaði hinsvegar í þverslánni, heppnin ekki með fyrirliðanum þarna. Áfram héldu gestirnir að ógna og góður varnarleikur Kverkvelia kom í veg fyrir að Benteke myndi skalla boltann í mark eftir fyrirgjöf frá Ibe og Belginn átti svo skot framhjá markinu skömmu síðar.
Firmino fékk svo ágætt færi eftir undirbúning frá Benteke en hann hefði mátt gera betur er skot hans fór framhjá. Svona spilaðist fyrri hálfleikur, Liverpool mun meira með boltann en heimamenn þéttir fyrir og gáfu ekki of mörg færi á sér, það var þó í blálokin af fyrri hálfleik sem markvörður Rubin varði mjög vel frá samherja er fyrirgjöf frá Ibe skapaði hættu.
Staðan því markalaus í hálfleik en það sama var uppá teningnum í seinni hálfleik, gestirnir meira með boltann og beittari en heimamenn lágu aftarlega og reyndu að beita skyndisóknum, reyndar með litlum árangri. Ísinn brotnaði svo í kuldanum í Rússlandi eftir 7 mínútur í seinni hálfleik. Ibe fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Rússana, skeiðaði í átt að marki og lét ekkert stöðva sig. Hann lék inná vítateig og skaut góðu skoti í fjær hornið, óverjandi fyrir markvörðinn og einstaklega vel gert hjá þessum unga leikmanni sem virðist vera að finna sjálfstraustið á ný eftir slaka byrjun á tímabilinu.
Þetta dró ekki bitið úr Liverpool mönnum og markvörður Rubin var helst sá sem kom í veg fyrir fleiri mörk í leiknum. Emre Can hefði átt að fá vítaspyrnu er greinilega var brotið á honum í teignum en dómari leiksins sá ekki ástæðu til að dæma. Ibe fékk fínt færi eftir góða skyndisókn en skot hans var varið. Hinumegin átti Mignolet frekar náðugan dag í markinu og sem fyrr var vörnin sterk hjá gestunum með Sakho í fararbroddi.
Niðurstaðan var því 0-1 útisigur í Rússlandi og liðið er núna með 6 stig í öðru sæti riðilsins.
Rubin Kazan: Ryzhikov, Cotugno (Ustinov, 81. mín.), Kverkvelia, Kambolov, Nabiullin, Georgiev, Kislyak (Akhmetov, 70. mín.), Kanunnikov, Marques (Ozdoev, 45. mín.), Karadeniz, Devic. Ónotaðir varamenn: Lemos, Haghighi, Bilyaletdinov, Dyadyun.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Moreno, Can (Skrtel, 93. mín.), Allen, Milner (Lallana, 61. mín.), Ibe, Firmino (Lucas, 81. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Brannagan, Coutinho, Origi.
Mark Liverpool: Jordon Ibe (52. mín.).
Gult spjald: Dejan Lovren.
Maður leiksins: Það er vel við hæfi að velja Jordon Ibe mann leiksins en eins og áður sagði virðist þessi ungi og efnilegi leikmaður vera að finna sitt rétta form á ný. Hann skoraði gott mark og var ógnandi í sínum sóknaraðgerðum í leiknum. Auðvitað sinnti hann svo varnarskyldum sínum með sóma líka.
Fróðleikur:
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool í Evrópudeildinni á þessu tímabili.
- Fyrsti útisigur í Evrópudeildinni síðan gegn árið 2012 leit dagsins ljós.
- Þá vann Liverpool Udinese á Ítalíu 0-1 með marki frá Jordan Henderson.
- Þetta var fyrsta mark Jordon Ibe fyrir aðallið félagsins.
- Liðið hefur nú leikið 12 leiki án taps.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Jurgen Klopp stillti upp sterku liði enda var ljóst að Liverpool þurfti helst af öllu á sigri að halda í kvöld til að halda lífi í vonum sínum um að komst upp úr riðlinum. Hann gerði fjórar breytingar frá sigrinum á Chelsea. Inn komu þeir Christian Benteke, Jordon Ibe, Joe Allen og Dejan Lovren en þeir Philippe Coutinho, Lucas, Adam Lallana og Martin Skrtel settust á bekkinn.
Eftir aðeins sex mínútna leik létu gestirnir að sér kveða. Firmino klobbaði einn leikmann Rubin og sendi flotta sendingu á Milner sem var kominn í góða stöðu í teignum. Skot hans hafnaði hinsvegar í þverslánni, heppnin ekki með fyrirliðanum þarna. Áfram héldu gestirnir að ógna og góður varnarleikur Kverkvelia kom í veg fyrir að Benteke myndi skalla boltann í mark eftir fyrirgjöf frá Ibe og Belginn átti svo skot framhjá markinu skömmu síðar.
Firmino fékk svo ágætt færi eftir undirbúning frá Benteke en hann hefði mátt gera betur er skot hans fór framhjá. Svona spilaðist fyrri hálfleikur, Liverpool mun meira með boltann en heimamenn þéttir fyrir og gáfu ekki of mörg færi á sér, það var þó í blálokin af fyrri hálfleik sem markvörður Rubin varði mjög vel frá samherja er fyrirgjöf frá Ibe skapaði hættu.
Staðan því markalaus í hálfleik en það sama var uppá teningnum í seinni hálfleik, gestirnir meira með boltann og beittari en heimamenn lágu aftarlega og reyndu að beita skyndisóknum, reyndar með litlum árangri. Ísinn brotnaði svo í kuldanum í Rússlandi eftir 7 mínútur í seinni hálfleik. Ibe fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Rússana, skeiðaði í átt að marki og lét ekkert stöðva sig. Hann lék inná vítateig og skaut góðu skoti í fjær hornið, óverjandi fyrir markvörðinn og einstaklega vel gert hjá þessum unga leikmanni sem virðist vera að finna sjálfstraustið á ný eftir slaka byrjun á tímabilinu.
Þetta dró ekki bitið úr Liverpool mönnum og markvörður Rubin var helst sá sem kom í veg fyrir fleiri mörk í leiknum. Emre Can hefði átt að fá vítaspyrnu er greinilega var brotið á honum í teignum en dómari leiksins sá ekki ástæðu til að dæma. Ibe fékk fínt færi eftir góða skyndisókn en skot hans var varið. Hinumegin átti Mignolet frekar náðugan dag í markinu og sem fyrr var vörnin sterk hjá gestunum með Sakho í fararbroddi.
Niðurstaðan var því 0-1 útisigur í Rússlandi og liðið er núna með 6 stig í öðru sæti riðilsins.
Rubin Kazan: Ryzhikov, Cotugno (Ustinov, 81. mín.), Kverkvelia, Kambolov, Nabiullin, Georgiev, Kislyak (Akhmetov, 70. mín.), Kanunnikov, Marques (Ozdoev, 45. mín.), Karadeniz, Devic. Ónotaðir varamenn: Lemos, Haghighi, Bilyaletdinov, Dyadyun.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Moreno, Can (Skrtel, 93. mín.), Allen, Milner (Lallana, 61. mín.), Ibe, Firmino (Lucas, 81. mín.), Benteke. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Brannagan, Coutinho, Origi.
Mark Liverpool: Jordon Ibe (52. mín.).
Gult spjald: Dejan Lovren.
Maður leiksins: Það er vel við hæfi að velja Jordon Ibe mann leiksins en eins og áður sagði virðist þessi ungi og efnilegi leikmaður vera að finna sitt rétta form á ný. Hann skoraði gott mark og var ógnandi í sínum sóknaraðgerðum í leiknum. Auðvitað sinnti hann svo varnarskyldum sínum með sóma líka.
Fróðleikur:
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool í Evrópudeildinni á þessu tímabili.
- Fyrsti útisigur í Evrópudeildinni síðan gegn árið 2012 leit dagsins ljós.
- Þá vann Liverpool Udinese á Ítalíu 0-1 með marki frá Jordan Henderson.
- Þetta var fyrsta mark Jordon Ibe fyrir aðallið félagsins.
- Liðið hefur nú leikið 12 leiki án taps.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan