Í minningu Bob Paisley
Enn þann dag í dag furða stuðningsmenn Liverpool og margir aðrir áhugamenn um ensku knattspyrnuna sig á því að Bob skyldi aldrei vera aðlaður. Sagan sýnir að það hefur stundum verið hlaupið upp til handa og fóta og heiðursmerkjum hlaðið á menn sem minna hafa lagt af mörkum. En við stuðningsmenn Liverpool metum Bob og afrek hans að verðleikum og það er það sem máli skiptir.
Ferill hans hjá Liverpool verður aldrei viðjafnaður. Hann var starfsmaður Liverpool frá 1939 og næstu hálfa öldina. Fyrst sem leikmaður, þá þjálfari, sjúkraþjálfari, aðstoðarframkvæmdastjóri, framkvæmdastjóri og loks sem stjórnarmaður. Ferill hans er einstakur hvernig sem á hann er litið. Greinargóðar lýsingar á ferli hans er að finna á vefsíðunum Bobpaisley.com og LFChistory.net.
Fæddur: 23. janúar 1919.
Dáinn: 14. febrúar 1996.
Leikmaður Liverpool 1939 til 1954.
Leikir með Liverpool: 277.
Mörk með Liverpool: 12.
Titill: Bob varð enskur meistari með Liverpool leiktíðina 1946/47.
Framkvæmdastjóri Liverpool 1975 til 1983.
Afrek sem framkvæmdastjóri.
Englandsmeistari: 1975/76, 1976/77, 1978/79, 1979/80, 1981/82 og 1982/83.
Deildarbikarmeistari: 1980/81, 1981/82 og 1982/83.
Góðgerðarskjöldurinn: 1976, 1977 (deilt), 1979, 1980 og 1982.
Evrópukeppni meistaraliða: 1976/77, 1977/78 og 1980/81.
Evrópukeppni félagsliða: 1975/76.
Stórbikar Evrópu: 1977.
Framkvæmdastjóri ársins: 1976, 1977, 1979, 1980, 1982 og 1983.
Framkvæmdastjóri mánaðarins: Fjórtán sinnum.
Grafskrift Bob Paisley
,,Hógvær maður sem vann ótrúleg afrek."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!