| Heimir Eyvindarson
Liverpool mætir Swansea á útivelli kl. 11.00 á sunnudaginn að íslenskum tíma. Jürgen Klopp skilur ekkert í tímasetningunni á leiknum.
Leikurinn fer fram á Liberty Stadium í Swansea, kl. 12.00 að breskum tíma og á blaðamannafundi í dag sagði Jürgen Klopp að hann skildi ekkert í því hvernig mönnum dytti í hug að hafa leikinn svo snemma á sunnudegi. ,,Meðan fólk er að borða sunnudagsmatinn spilum við fótboltaleik. Það finnst mér skrýtið, en ef einhverjir vilja gera okkur lífið aðeins erfiðara með svona fáránlegum tímasetningum þá verðum við bara að taka því. Við getum ekkert gert í þessu", sagði stjórinn þungur á brún.
Liverpool liðið fær því ekki mikla hvíld eftir hið svekkjandi tap gegn Villareal á Spáni í gærkvöldi. Það er tiltölulega öruggt að Klopp mun rótera liðinu hressilega á sunnudaginn og litlar líkur á að lykilmenn taki mikinn þátt í leiknum. Það er auðvitað allt undir í seinni leiknum við Villareal, á Anfield á fimmtudagskvöld og mikilvægt að sem flestir af okkar allra bestu mönnum geti gefið allt í þann leik.
Það þarf svosem ekki að fara mörgum orðum um Swansea liðið. Þar fer okkar maður Gylfi Þór Sigurðsson auðvitað fremstur í flokki og liðið hefur heldur rétt úr kútnum að undanförnu eftir dapurt gengi framan af tímabilinu. Francesco Guidolin tók við liðinu af Gary Monk í janúar en þá var liðið í fallsæti og fyrir þessa umferð situr liðið í 15. sæti með 40 stig og er nokkurn veginn öruggt um að falla ekki, þótt tölfræðilegur möguleiki sé reyndar enn fyrir hendi.
Swansea hefur unnið síðustu þrjá heimaleiki sína, án þess að fá á sig mark, en á móti kemur að Liverpool hefur unnið síðustu fimm viðureignir liðanna og er taplaust í síðustu 8 viðureignum milli félaganna. Eina tap Liverpool fyrir Swansea í Úrvalsdeild kom í maí 2013 þegar Swansea lagði okkar menn að velli 1-0 með marki frá Danny Graham. Sá leikur fór fram á Liberty Stadium.
Af okkar mönnum er auðvitað ýmislegt að frétta, en fátt glænýtt. Mamadou Sakho er í mánaðarbanni meðan UEFA ákveður hversu langt keppnisbann hann fær. Það er skelfileg blóðtaka að missa Sakho, en það verður bara að hafa það. Emre Can, Divock Origi og Jordan Henderson eru meiddir og vitanlega Joe Gomez og Danny Ings líka, en það er reyndar farið að sjást til Ings með bolta þannig að það er styttra í endurkomu hans en menn þorðu að vona í haust.
Þá er Christian Benteke kominn á ferðina aftur, en hann kom aðeins inn á í lokin gegn Villareal og virkaði nokkuð sprækur. Hinsvegar hefur ekkert heyrst af því hvort Coutinho eigi í einhverjum meiðslum, en honum var skipt útaf í hálfleik í gær.
Daniel Sturridge kom ekkert við sögu á Spáni í gær þannig að það er ekki ólíklegt að hann spili eitthvað á sunnudaginn. Hann hefur verið í hörkuformi að undanförnu, hefur skorað í síðustu fjórum leikjum og raunar í 6 af síðustu 7 leikjum sem er ansi góð tölfræði. Ekki skemmir fyrir að hann hefur skorað 4 mörk í jafnmörgum leikjum gegn Swansea.
Á blaðamannafundinum áðan gaf Klopp það sterklega í skyn að Danny Ward myndi standa í markinu á sunnudaginn og hann talaði einnig um leikinn við Bournemouth þar sem hann stillti upp hálfgerðu varaliði og náði samt í 3 stig, þannig að það er líklegt að við sjáum svipað lið á Liberty Stadium og mætti Bournemouth á dögunum.
Ég trúi því að Liverpool vinni Swansea enn eina ferðina á sunnudaginn og geri raunar kröfu um það, þrátt fyrir að einhverjir kjúklingar verði í byrjunarliðinu. Við eigum svo að segja enga möguleika á að ná 4. sætinu, en það er ennþá góður sjéns að ná Manchester United og það ætti að vera nóg hvatning fyrir okkar menn. Ég spái 2-1 sigri og mörkin koma frá Sturridge og Benteke.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Leikurinn fer fram á Liberty Stadium í Swansea, kl. 12.00 að breskum tíma og á blaðamannafundi í dag sagði Jürgen Klopp að hann skildi ekkert í því hvernig mönnum dytti í hug að hafa leikinn svo snemma á sunnudegi. ,,Meðan fólk er að borða sunnudagsmatinn spilum við fótboltaleik. Það finnst mér skrýtið, en ef einhverjir vilja gera okkur lífið aðeins erfiðara með svona fáránlegum tímasetningum þá verðum við bara að taka því. Við getum ekkert gert í þessu", sagði stjórinn þungur á brún.
Liverpool liðið fær því ekki mikla hvíld eftir hið svekkjandi tap gegn Villareal á Spáni í gærkvöldi. Það er tiltölulega öruggt að Klopp mun rótera liðinu hressilega á sunnudaginn og litlar líkur á að lykilmenn taki mikinn þátt í leiknum. Það er auðvitað allt undir í seinni leiknum við Villareal, á Anfield á fimmtudagskvöld og mikilvægt að sem flestir af okkar allra bestu mönnum geti gefið allt í þann leik.
Swansea hefur unnið síðustu þrjá heimaleiki sína, án þess að fá á sig mark, en á móti kemur að Liverpool hefur unnið síðustu fimm viðureignir liðanna og er taplaust í síðustu 8 viðureignum milli félaganna. Eina tap Liverpool fyrir Swansea í Úrvalsdeild kom í maí 2013 þegar Swansea lagði okkar menn að velli 1-0 með marki frá Danny Graham. Sá leikur fór fram á Liberty Stadium.
Þá er Christian Benteke kominn á ferðina aftur, en hann kom aðeins inn á í lokin gegn Villareal og virkaði nokkuð sprækur. Hinsvegar hefur ekkert heyrst af því hvort Coutinho eigi í einhverjum meiðslum, en honum var skipt útaf í hálfleik í gær.
Daniel Sturridge kom ekkert við sögu á Spáni í gær þannig að það er ekki ólíklegt að hann spili eitthvað á sunnudaginn. Hann hefur verið í hörkuformi að undanförnu, hefur skorað í síðustu fjórum leikjum og raunar í 6 af síðustu 7 leikjum sem er ansi góð tölfræði. Ekki skemmir fyrir að hann hefur skorað 4 mörk í jafnmörgum leikjum gegn Swansea.
Á blaðamannafundinum áðan gaf Klopp það sterklega í skyn að Danny Ward myndi standa í markinu á sunnudaginn og hann talaði einnig um leikinn við Bournemouth þar sem hann stillti upp hálfgerðu varaliði og náði samt í 3 stig, þannig að það er líklegt að við sjáum svipað lið á Liberty Stadium og mætti Bournemouth á dögunum.
Ég trúi því að Liverpool vinni Swansea enn eina ferðina á sunnudaginn og geri raunar kröfu um það, þrátt fyrir að einhverjir kjúklingar verði í byrjunarliðinu. Við eigum svo að segja enga möguleika á að ná 4. sætinu, en það er ennþá góður sjéns að ná Manchester United og það ætti að vera nóg hvatning fyrir okkar menn. Ég spái 2-1 sigri og mörkin koma frá Sturridge og Benteke.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan