| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Gula kafbátnum endanlega sökkt !
Liverpool komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar með frábærum 3-0 sigri á Villarreal frá Spáni. Stemmningin var engu lík á Evrópukveldi á Anfield og allir héldu glaðir heim á leið að leik loknum.
Jurgen Klopp blés til sóknar með uppstillingu byrjunarliðsins og mest kom á óvart að Emre Can skyldi byrja en hann var greinilega klár í slaginn eftir að hafa náð sér af ökklameiðslum sínum. Þeir Coutinho, Roberto Firmino, Adam Lallana og Daniel Sturridge hófu allir leikinn og því var ljóst hvert uppleggið var í leiknum.
Eftir frábæran söng You'll never walk alone fyrir leik var tónninn gefinn af liðinu strax í byrjun. Ekki voru nema 6 mínútur liðnar þegar boltinn lá í marki gestanna, en okkar menn sóttu að Kop stúku markinu í fyrri hálfleik aldrei þessu vant. Emre Can skeiðaði upp miðjuna, fékk boltann fyrir utan teiginn og sendi út til hægri á Clyne. Bakvörðurinn hikaði ekki og sendi boltann strax fyrir markið, þar sló markvörður gestanna boltann ósannfærandi frá en fyrstur til að átta sig var Firmino. Hann sendi boltann rakleiðis fyrir markið aftur þar sem Daniel Sturridge var í frábæru færi, hitti þó ekki boltann en hann lenti í Soriano sem gat ekki gert neitt annað en að horfa á eftir boltanum í markinu. Staðan því orðin jöfn í rimmunni 1-1 og fögnuðurinn á Anfield var mikill.
Fyrri hálfleikur spilaðist áfram þannig að heimamenn höfðu öll völd og virtust leikmenn Villarreal vera frekar pirraðir á stöðunni, klárlega ekki í leikjaplani þeirra að fá á sig mark í upphafi leiks. Fremstur í flokki hvað pirringinn varðar var Roberto Soldado sem hefði að ósekju mátt fá gult spjald fyrir að kippa Dejan Lovren niður á jörðina eftir að Króatinn hafði brotið á honum úti við hliðarlínu. Spánverjinn fékk þó gult spjald síðar í hálfleiknum, eitthvað sem hann átti vel skilið. En þrátt fyrir góða yfirburði heimamanna tókst þeim ekki að bæta við öðru marki og viðureignin því ennþá í járnum þegar flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikur hófst á sókn gestanna en frábær varnarleikur Dejan Lovren bjargaði marki þegar Bakambu komst í gegn og skaut að marki. Lovren náði að komast í veg fyrir skotið sem líklega hefði endað í markinu ef ekki hefði verið fyrir snögg viðbrögð Króatans. Eftir þetta tóku heimamenn völdin á ný og þjörmuðu að gestunum. Helst var ógnin þó í skotum fyrir utan teig og markvörður gestanna var vandanum vaxinn þar. Eftir rúmlega klukkutíma leik skoraði svo Daniel Sturridge gott mark og staðan orðin 2-0. Sturridge fékk boltann frá Firmino sem virtist reyna skot en það tókst ekki betur til en svo að Sturridge var einn og óvaldaður á teignum. Skotið fór í markvörðinn og þaðan í stöngina, boltinn rúllaði svo eftir línunni og endaði útvið stöngina hinumegin. Sturridge fagnaði markinu gríðarlega vel með sínum mönnum.
Guli kafbáturinn frá Villarreal hélt áfram að bægslast við að rétta sinn hlut en á 71. mínútu má segja að allur vindur hafi verið úr honum þegar Víctor Ruiz fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Tíu mínútum síðar náðu svo heimamenn að bæta við þriðja og síðasta marki leiksins. Firmino gerði vel úti í teignum vinstra megin og lék uppað endalínu, sendi fyrir markið þar sem Sturridge hitti ekki boltann nógu vel. Það gerði ekki til því Adam Lallana var á markteignum, hann sneri baki í markið en nikkaði boltanum skemmtilega innfyrir línuna. Allt ætlaði um koll að keyra á Anfield og nú var endanlega ljóst að sigurinn yrði heimamanna. Fleiri færi féllu Liverpool mönnum í skaut en ekki tókst að nýta þau, niðurstaðan því 3-0 sigur og mótherjinn í úrslitaleiknum verða ríkjandi meistarar síðustu tveggja ára, Sevilla frá Spáni.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Toure, Moreno, Milner, Can, Coutinho (Allen, 82. mín.), Firmino (Benteke, 89. mín.), Lallana, Sturridge (Lucas, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Skrtel, Smith, Ibe.
Mörk Liverpool: Soriano (sjálfsmark, 7. mín.), Daniel Sturridge (63. mín.) og Adam Lallana (81. mín.).
Gult spjald: Nathaniel Clyne.
Villarreal: Areola, Pérez Martínez, Musacchio, Ruiz, Costa Jordá, dos Santos (Bonera, 73. mín.), Pina (Triguros Munoz, 60. mín.), Soriano, Suárez, Soldado (Adríán, 69. mín.), Bakambu. Ónotaðir varamenn: Asenjo, García Sanchéz, Castillejo Azuaga, Rukavina.
Gul spjöld: Ruiz, Suaréz, Soldado.
Rautt spjald: Ruiz.
Maður leiksins: Daniel Sturridge fær nafnbótina að þessu sinni. Hann sýndi hversu mikilvægur hann er þessu liði og skoraði gott mark. Auk þess átti hann þátt í hinum tveimur mörkunum þar sem hann hefði klárlega getað skorað þau bæði sjálfur ef hann hefði náð almennilega til boltans. Að öðru leyti spilaði liðið í heild sinni flottan leik og því kannski erfitt að nefna einhvern einn en það þarf ekkert að fjölyrða um hversu góður sóknarmaður Sturridge er.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var skemmtilegt á að horfa og gaman að vera hluti af þessu, frammistaða liðsins var frábær, ekki bara frá fyrstu mínútu leiksins heldur frá því þegar við keyrðum að vellinum en stuðningsmenn okkar mynduðu frábæra stemmningu fyrir utan völlinn. Fyrsti hálftími leiksins var góður, við sýnum mikinn kraft og viljinn var fyrir hendi. Við misstum kannski aðeins hausinn í 15 mínútur og það er eðlilegt. Við reyndum svo að breyta hlutunum lítillega í seinni hálfleik og frábær mörk og viljinn til að sigra leikinn var stórkostlegur. Við áttum þetta skilið."
Fróðleikur:
- Liverpool er nú komið í sinn 12. úrslitaleik í Evrópukeppni og hefur engu ensku liði tekist að komast oftar í úrslitaleik í Evrópu.
- Liverpool hefur aðeins mistekist að skora í einum af 21 leik liðsins í Evrópudeildinni á heimavelli, 0-0 gegn Braga í desember 2010.
- Liðið mætir nú spænsku liði í þriðja sinn í úrslitum Evrópukeppni en í hin tvö skiptin hefur sigur unnist, gegn Real Madrid árið 1981 í Evrópukeppni meistaraliða og árið 2001 í UEFA cup gegn Alaves.
- Daniel Sturridge skoraði sitt 12. mark í öllum keppnum á leiktíðinni, hann er nú markahæstur ásamt Coutinho.
- Adam Lallana skoraði sitt 3. mark í Evrópudeildinni í vetur og er hann þar með orðinn markahæstur leikmanna félagsins í keppninni.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Jurgen Klopp blés til sóknar með uppstillingu byrjunarliðsins og mest kom á óvart að Emre Can skyldi byrja en hann var greinilega klár í slaginn eftir að hafa náð sér af ökklameiðslum sínum. Þeir Coutinho, Roberto Firmino, Adam Lallana og Daniel Sturridge hófu allir leikinn og því var ljóst hvert uppleggið var í leiknum.
Eftir frábæran söng You'll never walk alone fyrir leik var tónninn gefinn af liðinu strax í byrjun. Ekki voru nema 6 mínútur liðnar þegar boltinn lá í marki gestanna, en okkar menn sóttu að Kop stúku markinu í fyrri hálfleik aldrei þessu vant. Emre Can skeiðaði upp miðjuna, fékk boltann fyrir utan teiginn og sendi út til hægri á Clyne. Bakvörðurinn hikaði ekki og sendi boltann strax fyrir markið, þar sló markvörður gestanna boltann ósannfærandi frá en fyrstur til að átta sig var Firmino. Hann sendi boltann rakleiðis fyrir markið aftur þar sem Daniel Sturridge var í frábæru færi, hitti þó ekki boltann en hann lenti í Soriano sem gat ekki gert neitt annað en að horfa á eftir boltanum í markinu. Staðan því orðin jöfn í rimmunni 1-1 og fögnuðurinn á Anfield var mikill.
Fyrri hálfleikur spilaðist áfram þannig að heimamenn höfðu öll völd og virtust leikmenn Villarreal vera frekar pirraðir á stöðunni, klárlega ekki í leikjaplani þeirra að fá á sig mark í upphafi leiks. Fremstur í flokki hvað pirringinn varðar var Roberto Soldado sem hefði að ósekju mátt fá gult spjald fyrir að kippa Dejan Lovren niður á jörðina eftir að Króatinn hafði brotið á honum úti við hliðarlínu. Spánverjinn fékk þó gult spjald síðar í hálfleiknum, eitthvað sem hann átti vel skilið. En þrátt fyrir góða yfirburði heimamanna tókst þeim ekki að bæta við öðru marki og viðureignin því ennþá í járnum þegar flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikur hófst á sókn gestanna en frábær varnarleikur Dejan Lovren bjargaði marki þegar Bakambu komst í gegn og skaut að marki. Lovren náði að komast í veg fyrir skotið sem líklega hefði endað í markinu ef ekki hefði verið fyrir snögg viðbrögð Króatans. Eftir þetta tóku heimamenn völdin á ný og þjörmuðu að gestunum. Helst var ógnin þó í skotum fyrir utan teig og markvörður gestanna var vandanum vaxinn þar. Eftir rúmlega klukkutíma leik skoraði svo Daniel Sturridge gott mark og staðan orðin 2-0. Sturridge fékk boltann frá Firmino sem virtist reyna skot en það tókst ekki betur til en svo að Sturridge var einn og óvaldaður á teignum. Skotið fór í markvörðinn og þaðan í stöngina, boltinn rúllaði svo eftir línunni og endaði útvið stöngina hinumegin. Sturridge fagnaði markinu gríðarlega vel með sínum mönnum.
Guli kafbáturinn frá Villarreal hélt áfram að bægslast við að rétta sinn hlut en á 71. mínútu má segja að allur vindur hafi verið úr honum þegar Víctor Ruiz fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Tíu mínútum síðar náðu svo heimamenn að bæta við þriðja og síðasta marki leiksins. Firmino gerði vel úti í teignum vinstra megin og lék uppað endalínu, sendi fyrir markið þar sem Sturridge hitti ekki boltann nógu vel. Það gerði ekki til því Adam Lallana var á markteignum, hann sneri baki í markið en nikkaði boltanum skemmtilega innfyrir línuna. Allt ætlaði um koll að keyra á Anfield og nú var endanlega ljóst að sigurinn yrði heimamanna. Fleiri færi féllu Liverpool mönnum í skaut en ekki tókst að nýta þau, niðurstaðan því 3-0 sigur og mótherjinn í úrslitaleiknum verða ríkjandi meistarar síðustu tveggja ára, Sevilla frá Spáni.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Toure, Moreno, Milner, Can, Coutinho (Allen, 82. mín.), Firmino (Benteke, 89. mín.), Lallana, Sturridge (Lucas, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Skrtel, Smith, Ibe.
Mörk Liverpool: Soriano (sjálfsmark, 7. mín.), Daniel Sturridge (63. mín.) og Adam Lallana (81. mín.).
Gult spjald: Nathaniel Clyne.
Villarreal: Areola, Pérez Martínez, Musacchio, Ruiz, Costa Jordá, dos Santos (Bonera, 73. mín.), Pina (Triguros Munoz, 60. mín.), Soriano, Suárez, Soldado (Adríán, 69. mín.), Bakambu. Ónotaðir varamenn: Asenjo, García Sanchéz, Castillejo Azuaga, Rukavina.
Gul spjöld: Ruiz, Suaréz, Soldado.
Rautt spjald: Ruiz.
Maður leiksins: Daniel Sturridge fær nafnbótina að þessu sinni. Hann sýndi hversu mikilvægur hann er þessu liði og skoraði gott mark. Auk þess átti hann þátt í hinum tveimur mörkunum þar sem hann hefði klárlega getað skorað þau bæði sjálfur ef hann hefði náð almennilega til boltans. Að öðru leyti spilaði liðið í heild sinni flottan leik og því kannski erfitt að nefna einhvern einn en það þarf ekkert að fjölyrða um hversu góður sóknarmaður Sturridge er.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var skemmtilegt á að horfa og gaman að vera hluti af þessu, frammistaða liðsins var frábær, ekki bara frá fyrstu mínútu leiksins heldur frá því þegar við keyrðum að vellinum en stuðningsmenn okkar mynduðu frábæra stemmningu fyrir utan völlinn. Fyrsti hálftími leiksins var góður, við sýnum mikinn kraft og viljinn var fyrir hendi. Við misstum kannski aðeins hausinn í 15 mínútur og það er eðlilegt. Við reyndum svo að breyta hlutunum lítillega í seinni hálfleik og frábær mörk og viljinn til að sigra leikinn var stórkostlegur. Við áttum þetta skilið."
Fróðleikur:
- Liverpool er nú komið í sinn 12. úrslitaleik í Evrópukeppni og hefur engu ensku liði tekist að komast oftar í úrslitaleik í Evrópu.
- Liverpool hefur aðeins mistekist að skora í einum af 21 leik liðsins í Evrópudeildinni á heimavelli, 0-0 gegn Braga í desember 2010.
- Liðið mætir nú spænsku liði í þriðja sinn í úrslitum Evrópukeppni en í hin tvö skiptin hefur sigur unnist, gegn Real Madrid árið 1981 í Evrópukeppni meistaraliða og árið 2001 í UEFA cup gegn Alaves.
- Daniel Sturridge skoraði sitt 12. mark í öllum keppnum á leiktíðinni, hann er nú markahæstur ásamt Coutinho.
- Adam Lallana skoraði sitt 3. mark í Evrópudeildinni í vetur og er hann þar með orðinn markahæstur leikmanna félagsins í keppninni.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan