| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool ferðast á morgun til hafnarborgarinnar Plymouth á suðvestur strönd Englands, til að etja kappi við heimamenn í FA bikarnum. Sæti í 4. umferð er í húfi.
Plymouth Argyle leikur í League 2, sem er fjórða deildin á Englandi. Flestir áttu því von á því að liðið yrði auðveld bráð fyrir Liverpool þegar liðin drógust saman í 3. umferð FA bikarsins. En annað kom á daginn, Plymouth gerði afskaplega góða ferð á Anfield og dreymir nú um að slá okkar menn út á heimavelli sínum, Home Park, annað kvöld.
Það er í sjálfu sér ekkert óskaplega margt að segja um þennan leik á morgun. Plymouth er augljóslega talsvert verra lið en Liverpool og átti í rauninni ekki neitt í leiknum á Anfield, en færanýting okkar manna var nógu léleg til að tryggja Plymouth annan leik.
-Þetta verður í 11. sinn sem Plymouth tekst að ná fram endurteknum leik í FA bikarnum gegn liði úr efstu deild. Hingað til hefur liðinu þó aldrei tekist að slá neina stórlaxa úr keppninni.
-Að sama skapi hefur Liverpool aldrei tapað fyrir liði úr fjórðu deild eða neðar í FA bikarnum, þannig að sagan er svo sannarlega með okkur í liði. Eins og oft áður.
Plymouth Argyle leikur í League 2, sem er fjórða deildin á Englandi. Flestir áttu því von á því að liðið yrði auðveld bráð fyrir Liverpool þegar liðin drógust saman í 3. umferð FA bikarsins. En annað kom á daginn, Plymouth gerði afskaplega góða ferð á Anfield og dreymir nú um að slá okkar menn út á heimavelli sínum, Home Park, annað kvöld.
Það er í sjálfu sér ekkert óskaplega margt að segja um þennan leik á morgun. Plymouth er augljóslega talsvert verra lið en Liverpool og átti í rauninni ekki neitt í leiknum á Anfield, en færanýting okkar manna var nógu léleg til að tryggja Plymouth annan leik.
Það er alveg pottþétt að Klopp mun hvíla flesta ef ekki alla byrjunarliðsmenn á morgun, enda er áherslan varla mjög mikil á FA bikarinn. Í það minnsta er örugglega meiri áhersla lögð á deildina í herbúðum Liverpool.
Loris Karius verður væntanlega í markinu á morgun. Hann hefur spilað undanfarna bikarleiki og staðið sig ágætlega. Kannski er samkeppnin um markvarðarstöðuna loksins að skila einhverjum árangri. Hinn ungi Trent Alexander-Arnold fékk aldeilis eldskírn á Old Trafford um helgina. Það er ekki ólíklegt að hann verði aftur í byrjunarliðinu á morgun því síðustu fregnir herma að Clyne verði orðinn klár fyrir leikinn gegn Swansea og þessvegna er engin ástæða til að hvíla strákinn.
Joe Gomez verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu, en hann er óðum að komast á skrið eftir erfið meiðsli. Það er óskandi að hann nái fyrri styrk, gríðarlega efnilegur strákur. Lucas verður held ég ekki tilbúinn á morgun, sem þýðir að líklega þarf Klopp að fórna annaðhvort Klavan eða Lovren í þennan leik. Vonandi verður ruglið í kringum Matip komið á hreint fyrir helgi þannig að hægt verði að stilla upp óþreyttri vörn um helgina. Hafandi sagt það reikna ég að sjálfsögðu með því að Moreno leysi Milner af hólmi í Plymouth. Eins gott að hann nýti sjénsinn betur en í síðasta leik.
Ég verð að viðurkenna að mér er nokkuð sama hvort við komumst áfram í FA bikarnum, fyrir mér er gott sæti í deildinni markmið númer 1, 2 og 3 í vetur. Það er hinsvegar alveg klárt að ekkert annað en sigur á morgun er ásættanlegt. Jafnvel þótt Klopp stilli upp algjöru varaliði. Gæðin í leikmannahópi Liverpool eiga einfaldlega að vera nægileg til þess að leggja fjórðu deildarlið að velli. Það er svo einfalt.
YNWA!
Ég verð að viðurkenna að mér er nokkuð sama hvort við komumst áfram í FA bikarnum, fyrir mér er gott sæti í deildinni markmið númer 1, 2 og 3 í vetur. Það er hinsvegar alveg klárt að ekkert annað en sigur á morgun er ásættanlegt. Jafnvel þótt Klopp stilli upp algjöru varaliði. Gæðin í leikmannahópi Liverpool eiga einfaldlega að vera nægileg til þess að leggja fjórðu deildarlið að velli. Það er svo einfalt.
YNWA!
Fróðleikur:
-Þetta verður í 11. sinn sem Plymouth tekst að ná fram endurteknum leik í FA bikarnum gegn liði úr efstu deild. Hingað til hefur liðinu þó aldrei tekist að slá neina stórlaxa úr keppninni.
-Að sama skapi hefur Liverpool aldrei tapað fyrir liði úr fjórðu deild eða neðar í FA bikarnum, þannig að sagan er svo sannarlega með okkur í liði. Eins og oft áður.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan