| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Naumur skyldusigur í drepleiðinlegum leik
Liverpool komst áfram í 4. umferð FA bikarkeppninnar í kvöld þegar liðið lagði Plymouth Argyle að velli í endurtektarleik á Home Park í Plymouth. Mark Liverpool kom úr óvæntri og sjaldséðri átt.
Jurgen Klopp tefldi kannski fram heldur sterkara liði en flestir áttu von á í kvöld. Coutinho, Sturridge og Origi voru allir í byrjunarliðinu, sem kom kannski aðeins á óvart, en að öðru leyti kom liðsuppstillingin ekki mjög á óvart.
Það var Liverpool sem byrjaði leikinn betur en hafði svosem enga voðalega yfirburði á vellinum. Á 12. mínútu hefðu okkar menn átt að fá vítaspyrnu þegar Daniel Sturridge var tekinn niður inni í teig, en dómarinn sleppti því að flauta.
Á 18. mínútu fékk Liverpool horn eftir ágæta sókn. Coutinho tók spyrnuna og sendi góðan bolta á nærstöng þar sem Lucas Leiva af öllum mönnum kom á fljúgandi ferð og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 0-1 á Home Park.
Mínútu síðar átti Liverpool aðdándinn Graham Carey ágætt skot að marki Liverpool, en Karius varði ágætlega. Á 33. mínútu voru heimamenn aftur aðgangsharðir, en í þetta skiptið bjargaði Alexander-Arnold illa leikinni vörn Liverpool frá því að fá á sig mark.
Staðan í hálfleik 0-1 fyrir Liverpool í heldur tilþrifalitlum leik. Liverpool miklu meira með boltann, en náði ekki að búa mikið til.
Plymouth byrjaði seinni hálfleikinn með tveimur hörkusóknum, en eftir það náði Liverpool tökum á leiknum á nýjan leik.
Framan af síðari hálfleik gerðist eiginlega ekki nokkur skapaður hlutur, Liverpool hélt boltanum vel en það var ekki mikill broddur í sóknarleiknum. Á 68. mínútu kom hinn 19 ára gamli Walesverji Harry Wilson inná fyrir Coutinho og stuttu síðar var hann rétt búinn að skora skemmtilegt mark, þegar McCormick í marki Plymouth þrumaði boltanum í hann í undarlegri tilraun til að hreinsa frá marki. Boltinn fór af Wilson og rétt framhjá.
Á 70. mínútu átti Sturridge sæmilegt skot að marki Plymouth sem McCormick varði nokkuð auðveldlega. Eftir skot Sturridge tóku við nokkrar fremur óþægilegar mínútur þar sem Plymouth réð lögum og lofum á vellinum og á 75. mnínútu mátti engu muna að heimamenn jöfnuðu metin. Boltinn barst þá inn í teig þar sem Jervis klippti hann á lofti og smellti honum í stöngina framhjá varnarlausum Karius. Heimamenn óheppnir að jafna ekki þarna. Ótrúleg tilþrif hjá Jervis.
Á 86. mínútu fékk Liverpool vítaspyrnu þegar Songo'o braut klaufalega á Moreno inní teig. Origi fór á punktinn og kórónaði arfaslakan leik með slappri spyrnu sem McCormick varði tiltölulega auðveldlega. Ekki gott kvöld hjá Belganum.
Það sem eftir lifði leiksins sóttu heimamenn án afláts en sem betur fer náðu okkar menn að halda markinu hreinu og landa mikilvægum sigri. Alls ekki nógu góð frammistaða hjá okkar mönnum, en dugði til.
Plymouth Argyle: McCormick, Trelkeld, Songo'o, Bradley, Purrington, Slew (Bullvitis á 80. mín.), Carey, Fox, Donaldson (Tanner á 67. mín.), Jervis, Garita (Rooney á 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Rose, Sawyer, Fletcher, Doller.
Gul spjöld: Songo'o, Purrington.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Gomez, Lucas, Moreno, Stewart, Ejaria, Woodburn, Coutinho (Wilson á 64. mín.), Sturridge (Ojo á 76. mín.), Origi. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Paulinho, Klavan, Randall, Williams.
Mark Liverpool: Lucas Leiva á 18. mínútu.
Gul spjöld: Gomes og Ejaria.
Maður leiksins: Okkar besti maður æi kvöld var Trent Alexander-Arnold að mínu mati. Það kannski reyndi ekkert óskaplega á hann en hann bjargaði vel þegar á þurfti að halda og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Mikið efni þessi strákur.
Áhorfendur á Home Park: 17.048.
Jurgen Klopp: ,,Þetta er það frábæra við fótboltann. Það geta allir valdið öllum vandræðum. Við hefðum auðvitað getað spilað miklu betur, en við unnum og erum komnir áfram. Það er það sem skiptir öllu máli. Það var líka frábært að geta gefið ungu strákunum tækifæri."
-Harry Wilson lék í dag sinn fyrsta alvöru leik fyrir Liverpool.
-Wilson er yngsti landsliðsmaðurinn í röðum Liverpool, en hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Wales gegn Belgíu árið 2013, þá 16 ára og 207 daga. Hann varð þar með einnig yngsti landsliðsmaður Wales í sögunni, en fyrra metið átti Gareth Bale.
-Plymouth hefur alls ellefu sinnum náð fram endurteknum leik í FA bikarnum gegn liðum úr efstu deild, en hefur aldrei tekist að sigra.
-Liverpool hefur aldrei tapað í FA bikarnum fyrir liðum úr 4. deild eða neðar.
-Markið sem Lucas Leiva skoraði í kvöld er fyrsta mark hans síðan í september 2010 þegar hann skoraði gegn Steuea Búkarest í Evrópudeildinni. Í viðtali við BT Sports eftir leik tók hann reyndar fram að hann hefði skorað á æfingu í vikunni og skoraði reyndar alltaf á æfingum!
-Jurgen Klopp staðfesti frásögn Lucas í viðtali eftir leikinn:,,Já það er reyndar rétt. Við skiptum yfirleitt í ungir á móti gömlum og ég held að Lucas sé alltaf markahæstur hjá gömlu mönnunum."
Jurgen Klopp tefldi kannski fram heldur sterkara liði en flestir áttu von á í kvöld. Coutinho, Sturridge og Origi voru allir í byrjunarliðinu, sem kom kannski aðeins á óvart, en að öðru leyti kom liðsuppstillingin ekki mjög á óvart.
Það var Liverpool sem byrjaði leikinn betur en hafði svosem enga voðalega yfirburði á vellinum. Á 12. mínútu hefðu okkar menn átt að fá vítaspyrnu þegar Daniel Sturridge var tekinn niður inni í teig, en dómarinn sleppti því að flauta.
Á 18. mínútu fékk Liverpool horn eftir ágæta sókn. Coutinho tók spyrnuna og sendi góðan bolta á nærstöng þar sem Lucas Leiva af öllum mönnum kom á fljúgandi ferð og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 0-1 á Home Park.
Mínútu síðar átti Liverpool aðdándinn Graham Carey ágætt skot að marki Liverpool, en Karius varði ágætlega. Á 33. mínútu voru heimamenn aftur aðgangsharðir, en í þetta skiptið bjargaði Alexander-Arnold illa leikinni vörn Liverpool frá því að fá á sig mark.
Staðan í hálfleik 0-1 fyrir Liverpool í heldur tilþrifalitlum leik. Liverpool miklu meira með boltann, en náði ekki að búa mikið til.
Plymouth byrjaði seinni hálfleikinn með tveimur hörkusóknum, en eftir það náði Liverpool tökum á leiknum á nýjan leik.
Framan af síðari hálfleik gerðist eiginlega ekki nokkur skapaður hlutur, Liverpool hélt boltanum vel en það var ekki mikill broddur í sóknarleiknum. Á 68. mínútu kom hinn 19 ára gamli Walesverji Harry Wilson inná fyrir Coutinho og stuttu síðar var hann rétt búinn að skora skemmtilegt mark, þegar McCormick í marki Plymouth þrumaði boltanum í hann í undarlegri tilraun til að hreinsa frá marki. Boltinn fór af Wilson og rétt framhjá.
Á 70. mínútu átti Sturridge sæmilegt skot að marki Plymouth sem McCormick varði nokkuð auðveldlega. Eftir skot Sturridge tóku við nokkrar fremur óþægilegar mínútur þar sem Plymouth réð lögum og lofum á vellinum og á 75. mnínútu mátti engu muna að heimamenn jöfnuðu metin. Boltinn barst þá inn í teig þar sem Jervis klippti hann á lofti og smellti honum í stöngina framhjá varnarlausum Karius. Heimamenn óheppnir að jafna ekki þarna. Ótrúleg tilþrif hjá Jervis.
Á 86. mínútu fékk Liverpool vítaspyrnu þegar Songo'o braut klaufalega á Moreno inní teig. Origi fór á punktinn og kórónaði arfaslakan leik með slappri spyrnu sem McCormick varði tiltölulega auðveldlega. Ekki gott kvöld hjá Belganum.
Það sem eftir lifði leiksins sóttu heimamenn án afláts en sem betur fer náðu okkar menn að halda markinu hreinu og landa mikilvægum sigri. Alls ekki nógu góð frammistaða hjá okkar mönnum, en dugði til.
Plymouth Argyle: McCormick, Trelkeld, Songo'o, Bradley, Purrington, Slew (Bullvitis á 80. mín.), Carey, Fox, Donaldson (Tanner á 67. mín.), Jervis, Garita (Rooney á 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Rose, Sawyer, Fletcher, Doller.
Gul spjöld: Songo'o, Purrington.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Gomez, Lucas, Moreno, Stewart, Ejaria, Woodburn, Coutinho (Wilson á 64. mín.), Sturridge (Ojo á 76. mín.), Origi. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Paulinho, Klavan, Randall, Williams.
Mark Liverpool: Lucas Leiva á 18. mínútu.
Gul spjöld: Gomes og Ejaria.
Maður leiksins: Okkar besti maður æi kvöld var Trent Alexander-Arnold að mínu mati. Það kannski reyndi ekkert óskaplega á hann en hann bjargaði vel þegar á þurfti að halda og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Mikið efni þessi strákur.
Áhorfendur á Home Park: 17.048.
Jurgen Klopp: ,,Þetta er það frábæra við fótboltann. Það geta allir valdið öllum vandræðum. Við hefðum auðvitað getað spilað miklu betur, en við unnum og erum komnir áfram. Það er það sem skiptir öllu máli. Það var líka frábært að geta gefið ungu strákunum tækifæri."
Fróðleikur:
-Plymouth hefur ekki unnið stórlið í bikarnum síðan 1984 þegar liðið lagði WBA að velli og komst alla leið í undanúrslit FA bikarsins. Síðasti sigur liðsins á stórliði á heimavelli kom hinsvegar árið 1962 þegar liðið lagði Bobby Moore og félaga í West Ham.-Harry Wilson lék í dag sinn fyrsta alvöru leik fyrir Liverpool.
-Wilson er yngsti landsliðsmaðurinn í röðum Liverpool, en hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Wales gegn Belgíu árið 2013, þá 16 ára og 207 daga. Hann varð þar með einnig yngsti landsliðsmaður Wales í sögunni, en fyrra metið átti Gareth Bale.
-Plymouth hefur alls ellefu sinnum náð fram endurteknum leik í FA bikarnum gegn liðum úr efstu deild, en hefur aldrei tekist að sigra.
-Liverpool hefur aldrei tapað í FA bikarnum fyrir liðum úr 4. deild eða neðar.
-Markið sem Lucas Leiva skoraði í kvöld er fyrsta mark hans síðan í september 2010 þegar hann skoraði gegn Steuea Búkarest í Evrópudeildinni. Í viðtali við BT Sports eftir leik tók hann reyndar fram að hann hefði skorað á æfingu í vikunni og skoraði reyndar alltaf á æfingum!
-Jurgen Klopp staðfesti frásögn Lucas í viðtali eftir leikinn:,,Já það er reyndar rétt. Við skiptum yfirleitt í ungir á móti gömlum og ég held að Lucas sé alltaf markahæstur hjá gömlu mönnunum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan