| Heimir Eyvindarson
Í kaupsamningi Liverpool og Barcelona vegna Coutinho er ákvæði þess efnis að ef Barcelona vogar sér að bjóða í leikmann Liverpool þarf félagið að borga 100 milljónir evra í aukaálag.
Það er Paul Joyce blaðamaður The Times sem segir frá þessu í dag, en það mun hafa verið Michael Edwards yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool sem setti þetta ákvæði í samninginn. Samkvæmt Joyce tók samkomulagið gildi frá þeirri stundu að Coutinho skrifaði undir samninginn (6.janúar 2018) og gildir fram á mitt sumar árið 2020.
Ákvæðið er nákvæmlega þannig að ef Barcelona ásælist einhvern leikmann Liverpool og gerir tilboð í hann meðan samkomulagið er í gildi þá þarf spænska félagið að bæta 100 milljónum evra ofan á umsamið kaupverð til að af viðskiptunum geti orðið.
Þetta verður að teljast ansi klókt ákvæði og er gott til þess að vita að við fáum smá frið frá Barcelona í bili. Það fylgir sögunni hjá Joyce að forráðamenn Barcelona hafi verið mjög andvígir því að hafa þessa ágætu klásúlu með í samningnum, en þeir svo ákafir í að hreppa Coutinho að þeir létu sig hafa það.
TIL BAKA
Mögnuð klásúla í samningi Coutinho

Það er Paul Joyce blaðamaður The Times sem segir frá þessu í dag, en það mun hafa verið Michael Edwards yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool sem setti þetta ákvæði í samninginn. Samkvæmt Joyce tók samkomulagið gildi frá þeirri stundu að Coutinho skrifaði undir samninginn (6.janúar 2018) og gildir fram á mitt sumar árið 2020.
Ákvæðið er nákvæmlega þannig að ef Barcelona ásælist einhvern leikmann Liverpool og gerir tilboð í hann meðan samkomulagið er í gildi þá þarf spænska félagið að bæta 100 milljónum evra ofan á umsamið kaupverð til að af viðskiptunum geti orðið.
Þetta verður að teljast ansi klókt ákvæði og er gott til þess að vita að við fáum smá frið frá Barcelona í bili. Það fylgir sögunni hjá Joyce að forráðamenn Barcelona hafi verið mjög andvígir því að hafa þessa ágætu klásúlu með í samningnum, en þeir svo ákafir í að hreppa Coutinho að þeir létu sig hafa það.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan