| Sf. Gutt

Flottasta fagnið!


Það er kosið um eitt og annað í knattspurnuheiminum. Fagn leikmanns Liverpool hefur verið kosið það flottasta í sögu Úrvalsdeildarinnar! 

Um er að ræða fagn sem Daniel Sturridge notaði oft. Alla vega var það oft til sýnis framan af ferli hans hjá Liverpool. Skipti litlu hversu fögnuðurinn var mikill innan vallar sem utan því yfirleitt tók Daniel sín ,,dansspor" ef mætti lýsa fagninu sem dansi! Ýmist gerði Daniel það um leið og hann var búinn að skora eða þá eftir að félagar hans voru farnir frá honum eftir að hafa fagnað með honum. 


Daniel Sturridge sagði sjálfur að það hefði verð mikill heiður að fagnið hans skyldi vera valið það flottasta í sögu Úrvalsdeildarinnar. Um leið hvatti hann alla krakka sem spila knattspyrnu til að þróa sín eigin fögn eftir því sem þeim þætti skemmtilegt. Hver veit nema fagnið þitt dúkki einhvern tíma upp í Úrvalsdeildinni bætti Daniel við.


Í fyrrnefndri kosningu komust tvö önnur fögn leikmanna Liverpool á lista yfir tíu flottustu fögnin. Verður það að teljast gott að eiga þrjú af tíu!




Steven Gerrard fékk sæti númer fjögur eftir fagn á Old Trafford. Hann hljóp þá út að hliðarlínu og kyssti myndavélarlinsu eftir að hafa skorað úr víti í 1:4 sigri Liverpool á leiktíðinni 2008/09. Reyndar fagnaði hann svona í ein þrjú skipti á Old Trafford ef rétt er munað. Aftur á leiktíðinni 2009/10 og svo 2013/14.



Í tíunda sæti kom Mohamed Salah. Egyptinn fagnaði glæsilegu marki sínu í 2:0 sigri á Chelsea á síðasta keppnistímabili með jóga stellingu fyrir framan Kop stúkuna. Hér að ofan má sjá það fagn. Mohamed var spurður út í fagnið eftir leikinn og hann svarði því til að hann stundaði jóga og honum hafi bara allt í einu dottið þetta í hug þegar hann hljóp upp að The Kop til að fagna markinu!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan