| HI
TIL BAKA
Ákvörðun Klopps vekur ólík viðbrögð
Forsvarsmenn Liverpool styðja ákvörðun Klopps um að unglingaliðið spili endurtekna bikarleikinn gegn Shrewsbury. Enska knattspyrnusambandið segir hins vegar að öll lið hafi samþykkt þetta fyrirkomulag á bikarkeppninni. Klopp hefur bæði fengið stuðning og gagnrýni fyrir þessa ákvörðun sína.
Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þessarar ákvörðunar Klopps. Þar er bent á að öll félög hafi fallist á leikjaáætlun bikarkeppninnar og hafi þar með vitað af því að ef endurtaka þyrfti leik í fjórðu umferð gætu þeir leikir farið inn í vetrarfríið. Fleiri lið en Liverpool lendi í því, til að mynda Tottenham, Southampton og Newcastle. Þá er jafnframt vakin athygli á því að enska knattspyrnusambandið hafi komið til móts við gagnrýni um of mikið leikjaálag með því að hætta að endurtaka leiki í fimmtu umferð bikarkeppninnar. Enska knattspyrnusambandið hafi því teygt sig langt til að koma til móts við félögin.
Samstarfsmenn Klopp líta hins vegar svo á að þarna sé hann að setja mörk, með velferð leikmanna í huga. Hann hafi stuðning sinn í því. Klopp hafi sjálfur barist fyrir þessu fríi og því gengi það gegn hans eigin sannfæringu að spila þegar leikmenn eigi að hlaða batteríin.
Vitað er að flestir framkvæmdastjórar í úrvaldsdeildinni eru sammála Klopp um það að leikjaálag enskra liða sé of mikið. Klopp hefur hins vegar gengið skrefinu lengra en þeir hafa gert hingað til. Og hann gerir sér grein fyrir því að það eigi eftir að vera gagnrýnt.
Þá flækir það málið enn að Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA), enska úrvaldsdeildin og enska knattspyrnusambandið hafa gert samning sín á milli um að setja ekki á leiki í miðri viku þegar leikir í meistaradeildinni standa yfir nema brýna nauðsyn beri til. Þetta fækkar enn frekar dögunum sem eru til reiðu fyrir þessa leiki.
Viðbrögð annarra hafa verið misjöfn. Andy Holt stjórnarformaður Accrington Stanley gagnrýndi ákvörðunina harðlega. Hann sagði á Twitter að Klopp væri að gera lítið úr sjálfum sér og grafa undan ensku bikarkeppninni. Þessa baráttu yrði enska knattspyrnusambandið að vinna, annars yrði keppnin fyrir miklum álitshnekki. Fleiri hafa tekið í sama streng.
Nokkrir hafa hins vegar stutt hann, og meðal þeirra er Brendan Rodgers, forveri Klopps í starfi hjá Liverpool og nú stjóri Leicester. Klopp sé í fullum rétti að gera þetta og það sé fráleitt að setja leiki á í vetrarhléi úrvaldsdeildarinnar.
Það er því ljóst að Klopp nýtur stuðnings víða, en það að hann hafi gripið til þessara drastísku aðgerða gerir það að verkum að hann fær gagnrýni víða. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi deila endar.
Þess má svo geta að ef Liverpool nær að slá Shrewsbury út úr bikarnum mætir liðið Chelsea á Stamford Bridge í næstu umferð.
Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þessarar ákvörðunar Klopps. Þar er bent á að öll félög hafi fallist á leikjaáætlun bikarkeppninnar og hafi þar með vitað af því að ef endurtaka þyrfti leik í fjórðu umferð gætu þeir leikir farið inn í vetrarfríið. Fleiri lið en Liverpool lendi í því, til að mynda Tottenham, Southampton og Newcastle. Þá er jafnframt vakin athygli á því að enska knattspyrnusambandið hafi komið til móts við gagnrýni um of mikið leikjaálag með því að hætta að endurtaka leiki í fimmtu umferð bikarkeppninnar. Enska knattspyrnusambandið hafi því teygt sig langt til að koma til móts við félögin.
Samstarfsmenn Klopp líta hins vegar svo á að þarna sé hann að setja mörk, með velferð leikmanna í huga. Hann hafi stuðning sinn í því. Klopp hafi sjálfur barist fyrir þessu fríi og því gengi það gegn hans eigin sannfæringu að spila þegar leikmenn eigi að hlaða batteríin.
Vitað er að flestir framkvæmdastjórar í úrvaldsdeildinni eru sammála Klopp um það að leikjaálag enskra liða sé of mikið. Klopp hefur hins vegar gengið skrefinu lengra en þeir hafa gert hingað til. Og hann gerir sér grein fyrir því að það eigi eftir að vera gagnrýnt.
Þá flækir það málið enn að Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA), enska úrvaldsdeildin og enska knattspyrnusambandið hafa gert samning sín á milli um að setja ekki á leiki í miðri viku þegar leikir í meistaradeildinni standa yfir nema brýna nauðsyn beri til. Þetta fækkar enn frekar dögunum sem eru til reiðu fyrir þessa leiki.
Viðbrögð annarra hafa verið misjöfn. Andy Holt stjórnarformaður Accrington Stanley gagnrýndi ákvörðunina harðlega. Hann sagði á Twitter að Klopp væri að gera lítið úr sjálfum sér og grafa undan ensku bikarkeppninni. Þessa baráttu yrði enska knattspyrnusambandið að vinna, annars yrði keppnin fyrir miklum álitshnekki. Fleiri hafa tekið í sama streng.
Nokkrir hafa hins vegar stutt hann, og meðal þeirra er Brendan Rodgers, forveri Klopps í starfi hjá Liverpool og nú stjóri Leicester. Klopp sé í fullum rétti að gera þetta og það sé fráleitt að setja leiki á í vetrarhléi úrvaldsdeildarinnar.
Það er því ljóst að Klopp nýtur stuðnings víða, en það að hann hafi gripið til þessara drastísku aðgerða gerir það að verkum að hann fær gagnrýni víða. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi deila endar.
Þess má svo geta að ef Liverpool nær að slá Shrewsbury út úr bikarnum mætir liðið Chelsea á Stamford Bridge í næstu umferð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan