| HI
Liverpool hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna ýmissa hliðarverkana sem koma upp vegna þeirrar ákvörðunar að láta 23 ára liðið spila leikinn gegn Shrewsbury.
Ein gagnrýnin sem hefur komið fram á þá ákvörðun Klopp að láta aðalliðið ekki spila leikinn gegn Shrewsbury í ensku bikarkeppninni er að þetta dragi úr aðsókn, og þar með stemningu á leiknum. Þá geti þetta hreinlega þýtt tekjutap fyrir Shrewsbury því þeir fá hlut í miðasölunni á leikinn.
Það er ljóst að í því síðastnefnda hafa menn nokkuð til síns máls. Liverpool hefur ákveðið að koma til móts við þessa gagnrýni. Félagið tilkynnti í dag um hvernig miðasölu á leikinn yrði háttað og þar má sjá að verðið er lækkað verulega frá því sem venjan er. Fullorðinsmiðar munu kosta 15 pund, sem er brot af því sem þeir kosta venjulega í sölu þar.
Liverpool Echo greinir svo frá því að félagið hafi einnig verið í viðræðum við Shrewsbury til að ná ásættanlegri lausn á miðasölutekjunum sem renna eiga til félagsins.
Þetta sýnir ekki aðeins sanngirnisviðleitni af hálfu félagsins heldur er þetta líka mikil stuðningsyfirlýsing við þá ákvörðun Klopps að enginn úr aðalliðinu spili leikinn. Menn vilja gera eins gott úr stöðunni og hægt er.
TIL BAKA
Miðaverð lækkað á leikinn gegn Shrewsbury

Ein gagnrýnin sem hefur komið fram á þá ákvörðun Klopp að láta aðalliðið ekki spila leikinn gegn Shrewsbury í ensku bikarkeppninni er að þetta dragi úr aðsókn, og þar með stemningu á leiknum. Þá geti þetta hreinlega þýtt tekjutap fyrir Shrewsbury því þeir fá hlut í miðasölunni á leikinn.
Það er ljóst að í því síðastnefnda hafa menn nokkuð til síns máls. Liverpool hefur ákveðið að koma til móts við þessa gagnrýni. Félagið tilkynnti í dag um hvernig miðasölu á leikinn yrði háttað og þar má sjá að verðið er lækkað verulega frá því sem venjan er. Fullorðinsmiðar munu kosta 15 pund, sem er brot af því sem þeir kosta venjulega í sölu þar.
Liverpool Echo greinir svo frá því að félagið hafi einnig verið í viðræðum við Shrewsbury til að ná ásættanlegri lausn á miðasölutekjunum sem renna eiga til félagsins.
Þetta sýnir ekki aðeins sanngirnisviðleitni af hálfu félagsins heldur er þetta líka mikil stuðningsyfirlýsing við þá ákvörðun Klopps að enginn úr aðalliðinu spili leikinn. Menn vilja gera eins gott úr stöðunni og hægt er.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins
Fréttageymslan