| Sf. Gutt
Ovie Ejaria hefur yfirgefið Liverpool og gengið til liðs við Reading. Gengið var frá sölunni í fyrra en nú hefur hún verið staðfest. Um tíma var ekki víst að allt gengi eftir vegna óvissu um fjárhagslega stöðu Reading. En nú er Ovie orðinn leikmaður Reading.
Í fyrrasumar gerðu Liverpool og Reading samning um að Ovie myndi ganga til liðs við Reading núna í sumar. En um leið var hann lánaður í eitt ár. Talið er að Liverpool hafi fengið 3,5 milljónir sterlingspunda fyrir Ovie.
Ovie Ejarie ólst upp hjá Arsenal en fór til Liverpool 2014. Hann spilaði sem lánsmaður hjá Sunderland seinni hluta leiktíðarinnar 2017/18 og svo fór hann í lán til Rangers fram að áramótum keppnistímabilsins 2018/19. Hann var svo lánaður til Reading í janúar 2019 og þar hefur hann verið í láni síðan. Honum hefur gengið vel hjá Reading og þar á bæ vildu menn endilega fá hann fyrir fullt og fast.
Ovie, sem er framsækinn miðjumaður, hefur leikið með undir 20 og unidr 21. árs liði Englands. Hann var í liðshópi Englands sem varð heimsmeistari undir 20 ára 2017.
Ovie Ejaria, sem verður 23. ára seinna á þessu ári, lék átta leiki með aðalliði Liverpool. Alla leikina spilaði hann á leiktíðinni 2016/17.
Við óskum Ovie góðs gengis og þökkum honum fyrir sitt framlag til Liverpool. Hér má lesa allt um feril Ovie Ejaria á LFCHISTORY.net.
TIL BAKA
Salan á Ovie Ejaria gengin í gegn
Ovie Ejaria hefur yfirgefið Liverpool og gengið til liðs við Reading. Gengið var frá sölunni í fyrra en nú hefur hún verið staðfest. Um tíma var ekki víst að allt gengi eftir vegna óvissu um fjárhagslega stöðu Reading. En nú er Ovie orðinn leikmaður Reading.
Í fyrrasumar gerðu Liverpool og Reading samning um að Ovie myndi ganga til liðs við Reading núna í sumar. En um leið var hann lánaður í eitt ár. Talið er að Liverpool hafi fengið 3,5 milljónir sterlingspunda fyrir Ovie.
Ovie Ejarie ólst upp hjá Arsenal en fór til Liverpool 2014. Hann spilaði sem lánsmaður hjá Sunderland seinni hluta leiktíðarinnar 2017/18 og svo fór hann í lán til Rangers fram að áramótum keppnistímabilsins 2018/19. Hann var svo lánaður til Reading í janúar 2019 og þar hefur hann verið í láni síðan. Honum hefur gengið vel hjá Reading og þar á bæ vildu menn endilega fá hann fyrir fullt og fast.
Ovie, sem er framsækinn miðjumaður, hefur leikið með undir 20 og unidr 21. árs liði Englands. Hann var í liðshópi Englands sem varð heimsmeistari undir 20 ára 2017.
Ovie Ejaria, sem verður 23. ára seinna á þessu ári, lék átta leiki með aðalliði Liverpool. Alla leikina spilaði hann á leiktíðinni 2016/17.
Við óskum Ovie góðs gengis og þökkum honum fyrir sitt framlag til Liverpool. Hér má lesa allt um feril Ovie Ejaria á LFCHISTORY.net.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan