| Sf. Gutt
Meistaraslagur! Núverandi og meistarar næst á undan. Liðið sem leiðir deildina. Liðið sem reynir að sækja annan meistaratitil sinn í röð. Liverpool tekur á móti Manchester City á Anfield Road á morgun. Stórleikur eins og þeir gerast stærstir!
Á morgun hefði að öllu venjulega Anfield í öllu sínu veldi beðið Manchester City. rafmögnuð stemmning og andrúmsloft sem mótherjar Liverpool þurfa að fást við fyrir utan þá 11 leikmenn sem klæddust rauðu búningunum. Á morgun mæta 11 leikmenn Englandsmeistaranna til leiks en áhorfendastæðin verða tóm utan starfsfólk leiksins. Hugsanlega verður Kenny Dalglish í stúkunni því hann hefur stundum verið í sínu sæti eftir að allt breyttist. Heimsfaraldurinn hægði á Rauða hernum á síðustu leiktíð en stoppaði hann ekki. Liðið var jafnt ósigrandi fyrir tómum stæðum og fullu húsi á Anfield þar til í síðasta mánuði. En nú hefur Liverpool tapað tveimur heimaleikjum í röð á heimavelli. Hefðu þeir tapast fyrir fullu húsi? Ég held ekki! Fjarvera stuðningsmanna Liverpool er farin að hafa áhrif! Því miður er langt í að þeir geti snúið til baka til að hvetja Rauða herin!
Annars eru það meiðslin sem hafa herjað á liðshóp Liverpool sem sett hafa stærsta strikið í sókn Liverpool að 20. Englandsmeistaratitlinum. Töpin fyrir Burnley og Brighton hafa sett Liverpool í erfiða stöðu. Liverpool er komið í erfiðan eltingaleik sem erfitt verður að vinna. Þó ekki ómögulegt. Ekkert er ómögulegt þegar Liverpool er annars vegar!
Manchester City leiðir deildina. Liðið hefur leikið frábærlega síðustu vikurnar og margir telja að liðið verði ekki stoppað. Liverpool verður að vinna á morgun. Meistararnir eru komnir upp að vegg. Á þessum tímapunkti felst eina vonin í að vinna titilinn í því að vinna Manchester City. Liverpool gerir það með 2:1 sigri. Mohamed Salah og Sadio Mané skora!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Meistaraslagur! Núverandi og meistarar næst á undan. Liðið sem leiðir deildina. Liðið sem reynir að sækja annan meistaratitil sinn í röð. Liverpool tekur á móti Manchester City á Anfield Road á morgun. Stórleikur eins og þeir gerast stærstir!

Á morgun hefði að öllu venjulega Anfield í öllu sínu veldi beðið Manchester City. rafmögnuð stemmning og andrúmsloft sem mótherjar Liverpool þurfa að fást við fyrir utan þá 11 leikmenn sem klæddust rauðu búningunum. Á morgun mæta 11 leikmenn Englandsmeistaranna til leiks en áhorfendastæðin verða tóm utan starfsfólk leiksins. Hugsanlega verður Kenny Dalglish í stúkunni því hann hefur stundum verið í sínu sæti eftir að allt breyttist. Heimsfaraldurinn hægði á Rauða hernum á síðustu leiktíð en stoppaði hann ekki. Liðið var jafnt ósigrandi fyrir tómum stæðum og fullu húsi á Anfield þar til í síðasta mánuði. En nú hefur Liverpool tapað tveimur heimaleikjum í röð á heimavelli. Hefðu þeir tapast fyrir fullu húsi? Ég held ekki! Fjarvera stuðningsmanna Liverpool er farin að hafa áhrif! Því miður er langt í að þeir geti snúið til baka til að hvetja Rauða herin!
Annars eru það meiðslin sem hafa herjað á liðshóp Liverpool sem sett hafa stærsta strikið í sókn Liverpool að 20. Englandsmeistaratitlinum. Töpin fyrir Burnley og Brighton hafa sett Liverpool í erfiða stöðu. Liverpool er komið í erfiðan eltingaleik sem erfitt verður að vinna. Þó ekki ómögulegt. Ekkert er ómögulegt þegar Liverpool er annars vegar!
Manchester City leiðir deildina. Liðið hefur leikið frábærlega síðustu vikurnar og margir telja að liðið verði ekki stoppað. Liverpool verður að vinna á morgun. Meistararnir eru komnir upp að vegg. Á þessum tímapunkti felst eina vonin í að vinna titilinn í því að vinna Manchester City. Liverpool gerir það með 2:1 sigri. Mohamed Salah og Sadio Mané skora!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag -
| Heimir Eyvindarson
Virgil Van Dijk vill að leikmenn fari ekki fram úr sér. Nú sé að duga eða drepast -
| Sf. Gutt
Erum staðfastir í baráttunni -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Arne Slot fær tveggja leikja bann -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Við þráum annan titil! -
| Sf. Gutt
Meistararnir lagðir á heimavelli sínum! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið!
Fréttageymslan