| Sf. Gutt
Liverpool vann í kvöld mikilvægan 2:4 sigur á Manchester United á Old Trafford. Liverpool á nú alla möguleika á að vinna sér eitt af Meistaradeildarsætunum.
Eina spurningin hvað uppstillingu varðaði var hvort Fabinho Tavarez yrði í vörninni eða á miðjunni. Jürgen Klopp ákvað að treysta ungu mönnunum og stillti þeim Nathaniel Phillips og Rhys Williams sem miðvörðum. Hann hefði betur treyst þeim saman fyrr á leiktíðinni. Sadio Mané var settur á bekkinn og kom það það á óvart því hann skoraði í síðasta leik. Roberto Firmino kom inn í liðið.
Liverpool byrjaði heldur illa og á 5. mínútu átti Alisson Becker kæruleysislega sendingu sem Edinson Cavani fékk á silfurfati en hann skaut sem betur fer framhjá auðu markinu. Rétt á undan vildi Liverpool fá víti eftir að fyrirgjöf fór í hendi varnarmanns. Heimamenn komust yfir á 10. mínútu. Bruno Fernandes fékk boltann hægra megin í teignum og ætlaði að skjóta í vinstra hornið. Boltinn fór ekki þangað því Nathaniel Phillips slengdi fæti fyrir boltann sem breytti algerlega um stefnu og þeyttist framhjá Alisson. Mikil óheppni en ekki tjáði að fást um það.
Liverpool fór að leika betur eftir upphafskaflann og á 23. mínútu lagði Trent Alexander-Arnold upp færi fyrir Diogo Jota en Dean Henderson varði skot hans. Rétt á eftir dæmdi dómarinn víti á varnarmann United sem sparkaði Nathaniel niður. Atvikið var skoðað í sjónvarpinu og ákveðið að hætta við dóminn þar sem varnarmaðurinn sparkaði fyrst í boltann áður en hann straujaði Nathaniel. Vítið hefði samt mátt standa en því var ekki að heilsa.
Liverpool náði nú takti í leik sinn og á 33. mínútu átti Diogo skot sem Dean sló yfir. Liverpool jafnaði upp úr horninu. Nathaniel lét til sín taka í vítateignum og náði skoti sem hrökk í átt að markinu. Boltinn fór til Diogo sem var vel vakandi og náði að breyta stefnu boltans í markið með hælspyrnu við markteiginn. Vel gert hjá Potúgalanum. Liverpool fylgdi þessu eftir þegar komið var fram í viðbótartíma í hálfleiknum.
Trent tók aukaspyrnu frá hægri. Spyrnan var hárnákvæm út til vinstri þar sem Roberto Firmino fékk upplagt skallafæri og hann lét ekki happ úr hendi sleppa. Fastur skalli hans þandi netmöskvana og Liverpool komið 1:2 yfir á besta tíma!
Liverpool hóf síðari hálfleik eins og þeir luku þeim fyrri og eftir tvær mínútur var staðan orðin enn betri. Trent átti skot úr vítateignum sem Dean hélt ekki. Roberto var á næstu grösum, tók frákastið og skoraði af öryggi. Frábær endurkoma og staðan vænleg. Á 59. mínútu hefði Liverpool átt að gera út um leikinn eftir stórgóða skyndisókn. Boltinn gekk manna á milli og að síðustu frá Roberto út til vinstri á Diogo en skot hans úr vítateignum small í stönginni.
Liverpool með öll völd á vellinum en United minnkaði muninn á 68. mínútu gegn gangi leiksins. Edinson laumaði boltanum fram á Marcus Rashford sem komst inn í vítateiginn þar sem hann skoraði neðst í hægra hornið. Heimamenn náðu kröftugum sóknum í kjölfarið og Nathaniel gerði vel þegar hann bjargaði á línu frá varamanninum Mason Greenwood. Mason fékk boltann aftur en Rhys Williams komst fyrir skot hans. Frábærlega gert hjá ungu piltunum!
Leikmenn Liverpool stóðu vaktina vel og mínúturnar liðu hver af annarri. Á síðustu mínútu leiksins sneri Liverpool vörn í sókn. Varamaðurinn Curtis Jones kom boltanum fram á Mohamed Salah sem stakk vörn Manchester United af. Hann rakti boltann inn í vítateiginn þaðan sem hann skoraði af miklu öryggi út í vinstra hornið. Leikmenn Liverpool fögnuðu ógurlega og ekki var minna fagnað á varamannabekknum. Marcus komst í svipað færi og hann skoraði úr en skaut framhjá úr síðustu spyrnu leiksins. Glæsilegur sigur!
Allir sigrar Liverpool á Manchester United eru sætir og þessi var það sannarlega. En sigurinn var líka óhemju mikilvægur. Meistararnir eiga nú alla möguleika á að vinna sér inn Meistaradeildarsæti. Nú má ekki láta happ úr hendi sleppa!
Manchester United: Henderson, Wan-Bissaka, Bailly (Matic 86. mín.), Lindelöf, Shaw, McTominay, Fred (Greenwood 63. mín.), Rashford, Fernandes, Pogba og Cavani. Ónotaðir varamenn: de Gea, Mata, Diallo, Telles, Williams, van de Beek og Tuanzebe.
Mörk Manchester United: Bruno Fernandes (10. mín.) og Marcus Rashford (68. mín.).
Gul spjöld: Eric Bailly og Scott McTominay.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, R. Williams, Robertson, Thiago, Fabinho, Wijnaldum (Jones 74. mín.), Salah (N. Williams 90. mín.), Firmino og Jota (Mané 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Tsimikas, Shaqiri, Origi og Woodburn.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (34. mín.), Roberto Firmino (45. og 47. mín.) og Mohamed Salah (90. mín.).
Áhorfendur á Old Trafford: Engir. Reyndar var Alex Ferguson uppi í stúku.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Hann átti lagði upp eitt mark og átti stóran þátt í öðru. Þar fyrir utan var hann frábær í sinni stöðu jafnt í vörn og sókn.
Jürgen Klopp: Mér fannst við fyllilega verðskulda sigurinn í kvöld á móti liði sem hefur átt góðu gengi að fagna. Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Við áttum erfitt uppdráttar á ákveðnum tímapunktum en við höfðum okkur í gegnum erfiðleikana og venjulega þýðir það að maður nær góðum úrslitum.
- Diogo Jota skoraði 13. mark sitt á leiktíðinni.
- Roberto Firmino er nú kominn með átta mörk á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði 30. mark sitt á spaktíðinni.
- Þetta var 200. leikur Mohamed með Liverpool.
- Í þessum 200 leikjum hefur hann skorað 124 mörk.
- Í lok leiksins voru fimm heimaaldir leikmenn Liverpool inni á vellinum.
- Liverpool var með þrjá fyrirliða í leiknum. Fyrst Georginio Wijnaldum, svo Mohamed Salah og síðustu andartök leiksins bar Trent Alexander-Arnold fyrirliðabandið.
TIL BAKA
Mikilvægur sigur í Manchester!
Liverpool vann í kvöld mikilvægan 2:4 sigur á Manchester United á Old Trafford. Liverpool á nú alla möguleika á að vinna sér eitt af Meistaradeildarsætunum.
Eina spurningin hvað uppstillingu varðaði var hvort Fabinho Tavarez yrði í vörninni eða á miðjunni. Jürgen Klopp ákvað að treysta ungu mönnunum og stillti þeim Nathaniel Phillips og Rhys Williams sem miðvörðum. Hann hefði betur treyst þeim saman fyrr á leiktíðinni. Sadio Mané var settur á bekkinn og kom það það á óvart því hann skoraði í síðasta leik. Roberto Firmino kom inn í liðið.
Liverpool byrjaði heldur illa og á 5. mínútu átti Alisson Becker kæruleysislega sendingu sem Edinson Cavani fékk á silfurfati en hann skaut sem betur fer framhjá auðu markinu. Rétt á undan vildi Liverpool fá víti eftir að fyrirgjöf fór í hendi varnarmanns. Heimamenn komust yfir á 10. mínútu. Bruno Fernandes fékk boltann hægra megin í teignum og ætlaði að skjóta í vinstra hornið. Boltinn fór ekki þangað því Nathaniel Phillips slengdi fæti fyrir boltann sem breytti algerlega um stefnu og þeyttist framhjá Alisson. Mikil óheppni en ekki tjáði að fást um það.
Liverpool fór að leika betur eftir upphafskaflann og á 23. mínútu lagði Trent Alexander-Arnold upp færi fyrir Diogo Jota en Dean Henderson varði skot hans. Rétt á eftir dæmdi dómarinn víti á varnarmann United sem sparkaði Nathaniel niður. Atvikið var skoðað í sjónvarpinu og ákveðið að hætta við dóminn þar sem varnarmaðurinn sparkaði fyrst í boltann áður en hann straujaði Nathaniel. Vítið hefði samt mátt standa en því var ekki að heilsa.
Liverpool náði nú takti í leik sinn og á 33. mínútu átti Diogo skot sem Dean sló yfir. Liverpool jafnaði upp úr horninu. Nathaniel lét til sín taka í vítateignum og náði skoti sem hrökk í átt að markinu. Boltinn fór til Diogo sem var vel vakandi og náði að breyta stefnu boltans í markið með hælspyrnu við markteiginn. Vel gert hjá Potúgalanum. Liverpool fylgdi þessu eftir þegar komið var fram í viðbótartíma í hálfleiknum.
Trent tók aukaspyrnu frá hægri. Spyrnan var hárnákvæm út til vinstri þar sem Roberto Firmino fékk upplagt skallafæri og hann lét ekki happ úr hendi sleppa. Fastur skalli hans þandi netmöskvana og Liverpool komið 1:2 yfir á besta tíma!
Liverpool hóf síðari hálfleik eins og þeir luku þeim fyrri og eftir tvær mínútur var staðan orðin enn betri. Trent átti skot úr vítateignum sem Dean hélt ekki. Roberto var á næstu grösum, tók frákastið og skoraði af öryggi. Frábær endurkoma og staðan vænleg. Á 59. mínútu hefði Liverpool átt að gera út um leikinn eftir stórgóða skyndisókn. Boltinn gekk manna á milli og að síðustu frá Roberto út til vinstri á Diogo en skot hans úr vítateignum small í stönginni.
Liverpool með öll völd á vellinum en United minnkaði muninn á 68. mínútu gegn gangi leiksins. Edinson laumaði boltanum fram á Marcus Rashford sem komst inn í vítateiginn þar sem hann skoraði neðst í hægra hornið. Heimamenn náðu kröftugum sóknum í kjölfarið og Nathaniel gerði vel þegar hann bjargaði á línu frá varamanninum Mason Greenwood. Mason fékk boltann aftur en Rhys Williams komst fyrir skot hans. Frábærlega gert hjá ungu piltunum!
Leikmenn Liverpool stóðu vaktina vel og mínúturnar liðu hver af annarri. Á síðustu mínútu leiksins sneri Liverpool vörn í sókn. Varamaðurinn Curtis Jones kom boltanum fram á Mohamed Salah sem stakk vörn Manchester United af. Hann rakti boltann inn í vítateiginn þaðan sem hann skoraði af miklu öryggi út í vinstra hornið. Leikmenn Liverpool fögnuðu ógurlega og ekki var minna fagnað á varamannabekknum. Marcus komst í svipað færi og hann skoraði úr en skaut framhjá úr síðustu spyrnu leiksins. Glæsilegur sigur!
Allir sigrar Liverpool á Manchester United eru sætir og þessi var það sannarlega. En sigurinn var líka óhemju mikilvægur. Meistararnir eiga nú alla möguleika á að vinna sér inn Meistaradeildarsæti. Nú má ekki láta happ úr hendi sleppa!
Manchester United: Henderson, Wan-Bissaka, Bailly (Matic 86. mín.), Lindelöf, Shaw, McTominay, Fred (Greenwood 63. mín.), Rashford, Fernandes, Pogba og Cavani. Ónotaðir varamenn: de Gea, Mata, Diallo, Telles, Williams, van de Beek og Tuanzebe.
Mörk Manchester United: Bruno Fernandes (10. mín.) og Marcus Rashford (68. mín.).
Gul spjöld: Eric Bailly og Scott McTominay.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, R. Williams, Robertson, Thiago, Fabinho, Wijnaldum (Jones 74. mín.), Salah (N. Williams 90. mín.), Firmino og Jota (Mané 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Tsimikas, Shaqiri, Origi og Woodburn.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (34. mín.), Roberto Firmino (45. og 47. mín.) og Mohamed Salah (90. mín.).
Áhorfendur á Old Trafford: Engir. Reyndar var Alex Ferguson uppi í stúku.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Hann átti lagði upp eitt mark og átti stóran þátt í öðru. Þar fyrir utan var hann frábær í sinni stöðu jafnt í vörn og sókn.
Jürgen Klopp: Mér fannst við fyllilega verðskulda sigurinn í kvöld á móti liði sem hefur átt góðu gengi að fagna. Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Við áttum erfitt uppdráttar á ákveðnum tímapunktum en við höfðum okkur í gegnum erfiðleikana og venjulega þýðir það að maður nær góðum úrslitum.
Fróðleikur
- Diogo Jota skoraði 13. mark sitt á leiktíðinni.
- Roberto Firmino er nú kominn með átta mörk á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði 30. mark sitt á spaktíðinni.
- Þetta var 200. leikur Mohamed með Liverpool.
- Í þessum 200 leikjum hefur hann skorað 124 mörk.
- Í lok leiksins voru fimm heimaaldir leikmenn Liverpool inni á vellinum.
- Liverpool var með þrjá fyrirliða í leiknum. Fyrst Georginio Wijnaldum, svo Mohamed Salah og síðustu andartök leiksins bar Trent Alexander-Arnold fyrirliðabandið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan