| Sf. Gutt
Inter Milan vs Liverpool
Meistaradeildin fer aftur í gang núna í vikunni. Liverpool telst með sigurstranglegustu liðum keppninnar en fyrsta verkefnið í útsláttarkeppninni er erfitt. Í annað sinn á leiktíðinni mætir Liverpool stórliði frá Mílanó. Liverpool vann báða leikina gegn AC Milan í riðlakeppninni og nú bíða Ítalíumeistarar Inter. Sem stendur er Inter einu stigi á eftir grönnum sínum í ítölsku deildinni. Það segir því sér sjálft að liðin eru álíka að styrk. Liverpool á því að eiga alla möguelika á að slá Inter út en það má ekkert út af bera.
Sem fyrr segir er Inter ríkjandi meistari og vann að auki Stórbikar Ítalíu. Liðið endaði einokun Juventus á ítalska meistaratitlinum en Tórínóliðið hafði unnið titilinn níu ár í röð áður en Inter vann á síðasta keppnistímabili. Inter hafði reyndar unnið hann næstu fimm leiktíðir þar á undan. Það liggur því í augum uppi að liðið er öflugt og svo er ítalska landsliðið Evrópumeistari í knattspyrnu.
Þó Inter Milan sé með mjög sterkt lið á Liverpool samt að eiga alla möguleika á að hafa betur á móti ítalska liðinu í tveimur leikjum. Það er ekki gott að segja hvernig Jürgen Klopp stillir liði sínu upp. Miðjan er spurningarmerki og eins framlínan. Til að það sé á hreinu þá má Luis Díaz spila með Liverpool í Meistaradeildinni það sem eftir er að keppnistímabilinu. Hann lék auðvitað með Porto í riðlakeppninni og þá gegn Liverpool. Það er reyndar býsna undarlegt að leikmenn geti leikið gegn og svo með sama liðinu í þessari keppni á sömu leiktíðinni.
Mín spá er sú að Liverpool vinni sinn annan sigur á San Siro á þessu keppnistímabili. Liverpool vinnur 0:1 og Sadio Mané skorar markið.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Inter Milan vs Liverpool
Meistaradeildin fer aftur í gang núna í vikunni. Liverpool telst með sigurstranglegustu liðum keppninnar en fyrsta verkefnið í útsláttarkeppninni er erfitt. Í annað sinn á leiktíðinni mætir Liverpool stórliði frá Mílanó. Liverpool vann báða leikina gegn AC Milan í riðlakeppninni og nú bíða Ítalíumeistarar Inter. Sem stendur er Inter einu stigi á eftir grönnum sínum í ítölsku deildinni. Það segir því sér sjálft að liðin eru álíka að styrk. Liverpool á því að eiga alla möguelika á að slá Inter út en það má ekkert út af bera.
Sem fyrr segir er Inter ríkjandi meistari og vann að auki Stórbikar Ítalíu. Liðið endaði einokun Juventus á ítalska meistaratitlinum en Tórínóliðið hafði unnið titilinn níu ár í röð áður en Inter vann á síðasta keppnistímabili. Inter hafði reyndar unnið hann næstu fimm leiktíðir þar á undan. Það liggur því í augum uppi að liðið er öflugt og svo er ítalska landsliðið Evrópumeistari í knattspyrnu.
Þó Inter Milan sé með mjög sterkt lið á Liverpool samt að eiga alla möguleika á að hafa betur á móti ítalska liðinu í tveimur leikjum. Það er ekki gott að segja hvernig Jürgen Klopp stillir liði sínu upp. Miðjan er spurningarmerki og eins framlínan. Til að það sé á hreinu þá má Luis Díaz spila með Liverpool í Meistaradeildinni það sem eftir er að keppnistímabilinu. Hann lék auðvitað með Porto í riðlakeppninni og þá gegn Liverpool. Það er reyndar býsna undarlegt að leikmenn geti leikið gegn og svo með sama liðinu í þessari keppni á sömu leiktíðinni.
Mín spá er sú að Liverpool vinni sinn annan sigur á San Siro á þessu keppnistímabili. Liverpool vinnur 0:1 og Sadio Mané skorar markið.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan