| Sf. Gutt

Arne Slot fær tveggja leikja bann

Arne Slot getur ekki stjórnað Liverpool af hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum sem eru á móti Newcastle United og Southampton. Hann var í dag dæmdur í tveggja leikja bann af Enska knattspyrnusambandinu.

Forsagan er sú að Arne var ekki ánægður í leikslok á Goodison Park fyrir tveimur vikum og gagnrýndi Michael Oliver dómara leiksins fyrir dómgæslu hans. Michael sýndi Arne í kjölfarið rauða spjaldið. Sipke Huls­hoff, nánasti aðstoðarmaður Arne, fékk líka rautt spjald. Þeir félagar voru ákærðir fyrir framkomu sína og nú er búið að dæma í málinu. Auk leikbanns fékk Arne fjársekt upp á 12,7 milljónir íslenska króana.

Bannið tek­ur nú þegar gildi og Arne og Sipke verða því ekki á hliðarlín­unni á leik Li­verpool og Newcastle í kvöld. Johnny Heitinga, sem er aðstoðarþjálfari, stýrir Li­verpool frá hliðarlínunni í kvöld og eins á móti Southampton 8. mars.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan