| Sf. Gutt
Það er ekki á hverju keppnistímabili sem lið vinnur tvisvar á San Siro leikvanginum í Mílanó. Liverpool hefur nú unnið bæði Mílanó liðin á San Siro. Í desember vann Liverpool AC Milan í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og nú vann liðið Inter í 16 liða úrslitum keppninnar. Liverpool vann 0:2 og stendur mjög vel að vígi fyrir seinni leik liðanna.
Það kom einna helst á óvart í liðsuppstillingu Liverpool að ungliðinn Harvey Elliott fékk tækifæri í byrjunarliðinu. Ibrahima Konaté var miðvörður með Virgil van Dijk.
Leikurinn var heldur tíðindalítill framan af. Sadio Mané fékk fyrsta færið eftir rétt um stundarfjórðung þegar hann skallaði yfir eftir aukaspyrnu Andrew Robertson. Senegalinn hefði átt að hitta markið. Nokkrum andartökum seinna fékk Hakan Calhanoglu boltann vinstra megin í vítateignum. Hann var í þröngu færi en náði skoti á markið en boltinn fór sem betur fer í þverslána og hættan leið hjá. Þetta voru bestu færi fyrri hálfleiks sem reyndist án marka þegar dómarinn flautaði af.
Roberto Firmino kom inná sem varamaður í leikhléi þar sem Diogo Jota hafði orðið fyrir meiðslum í fyrri hálfleik. Inter byrjaði hálfleikinn af miklum krafti og átti nokkrar vænlegar sóknir án þess að skapa sér verulega opin færi. Eftir klukkutíma kom þreföld skipting hjá Liverpool. Jordan Henderson, Naby Keita og Luis Díaz leystu þá Fabinho Tavarez, Harvey Elliott og Sadio Mané af hólmi. Þessi skipting breytti miklu. Luis ógnaði með hraða sínum og þeir Jordan og Naby komu sterkir inná miðjuna.
Liverpoool komst svo yfir þegar stundarfjórðungur var eftir. Andrew tók horn frá hægri. Roberto tók hlaup í átt að nærstönginni. Hann varð fyrstur að boltanum við markteigshornið. Brasilíumaðurinn náði að skalla boltann aftur fyrir sig og boltinn hafnaði neðst í hliðarnetinu fjær. Snilldarlegur skalli hjá Roberto og ótrúlegt að boltinn skyldi rata alla leið í markið framhjá varnarmönnum Inter. Átta mínútum seinna skoraði Liverpool aftur. Trent Alexander-Arnold sendi inn í vítateiginn. Virgil van Dijk vann skallaeinvígi og skallaði boltann niður til Moahmed Salah. Hann sneri sér á punktinum, náði skoti og boltinn hafnaði í markinu. Boltinn fór í varnarmann á leiðinni en Egyptinn á markið. Sigur Liverpool var í höfn!
Liverpool hefur leikið betur en sýndi seiglu og vann sigur sem kom liðinu í lykilstöðu fyrir seinni leik liðanna. Liverpool á ekki að geta misst áframhald í átta liða úrslit úr höndum sér eftir þennan góða sigur á San Siro!
Inter Milan: Handanovic, Skriniar, de Vrij (Ranocchia 87. mín.), Bastoni (Dimarco 90. mín.), Dumfries (Darmian 87. mín.), Vidal (Gagliardini 87. mín.), Brozovic, Calhanoglu, Perisic, Martínez (Sánchez 70. mín.) og Dzeko. Ónotaðir varamenn: Cordaz, D'Ambrosio, Sangalli, Carboni, Caicedo og Radu.
Liverpool: Allison, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Elliott (Keïta 59. mín.), Fabinho (Henderson 60. mín.), Thiago (Milner 86. mín.), Salah, Jota (Firmino 45. mín.) og Mané (Díaz 59. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Tsimikas, Origi og Matip.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (75. mín.) og Mohamed Salah (83. mín.).
Áhorfendur á San Siro: 37.918.
Maður leiksins: Virgil van Dijk. Hollendingurinn var mjög sterkur í hjarta varnarinnar.
Jürgen Klopp: Bobby kom okkur á bragðið. Eftir það stjórnuðum við leiknum og náðum að skora annað skemmtilegt mark. Það kom líka eftir fast leikatriði. Það er hálfleikur. Hvorki meira né minna.
- Roberto Firmino skoraði áttunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði 24. mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed skoraði í áttunda útileiknum í röð í Meistaradeildinni.
- James Milner spilaði sinn 800. leik á ferlinum!
- Fabinho Tavarez lék sinn 150. leik með Liverpool. Hann er búinn að skora níu mörk og leggja upp sjö.
- Liverpool vann í annað sinn á San Siro leikvanginum á þessu keppnistímabili.
- Liverpool vann AC Milan í desember og nú Inter.
- Jürgen Klopp stýrði liði til sigurs í 50. sinn í Meistaradeildinni. Hann er áttundi framkvæmdastjórinn sem nær 50 sigrum í keppninni. Hinir eru þeir Alex Ferguson, Carlo Ancelotti, Pep Guardiola, Jose Mourinho, Louis Van Gaal og Rafael Benítez.
TIL BAKA
Aftur sigur á San Siro!
Það er ekki á hverju keppnistímabili sem lið vinnur tvisvar á San Siro leikvanginum í Mílanó. Liverpool hefur nú unnið bæði Mílanó liðin á San Siro. Í desember vann Liverpool AC Milan í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og nú vann liðið Inter í 16 liða úrslitum keppninnar. Liverpool vann 0:2 og stendur mjög vel að vígi fyrir seinni leik liðanna.
Það kom einna helst á óvart í liðsuppstillingu Liverpool að ungliðinn Harvey Elliott fékk tækifæri í byrjunarliðinu. Ibrahima Konaté var miðvörður með Virgil van Dijk.
Leikurinn var heldur tíðindalítill framan af. Sadio Mané fékk fyrsta færið eftir rétt um stundarfjórðung þegar hann skallaði yfir eftir aukaspyrnu Andrew Robertson. Senegalinn hefði átt að hitta markið. Nokkrum andartökum seinna fékk Hakan Calhanoglu boltann vinstra megin í vítateignum. Hann var í þröngu færi en náði skoti á markið en boltinn fór sem betur fer í þverslána og hættan leið hjá. Þetta voru bestu færi fyrri hálfleiks sem reyndist án marka þegar dómarinn flautaði af.
Roberto Firmino kom inná sem varamaður í leikhléi þar sem Diogo Jota hafði orðið fyrir meiðslum í fyrri hálfleik. Inter byrjaði hálfleikinn af miklum krafti og átti nokkrar vænlegar sóknir án þess að skapa sér verulega opin færi. Eftir klukkutíma kom þreföld skipting hjá Liverpool. Jordan Henderson, Naby Keita og Luis Díaz leystu þá Fabinho Tavarez, Harvey Elliott og Sadio Mané af hólmi. Þessi skipting breytti miklu. Luis ógnaði með hraða sínum og þeir Jordan og Naby komu sterkir inná miðjuna.
Liverpoool komst svo yfir þegar stundarfjórðungur var eftir. Andrew tók horn frá hægri. Roberto tók hlaup í átt að nærstönginni. Hann varð fyrstur að boltanum við markteigshornið. Brasilíumaðurinn náði að skalla boltann aftur fyrir sig og boltinn hafnaði neðst í hliðarnetinu fjær. Snilldarlegur skalli hjá Roberto og ótrúlegt að boltinn skyldi rata alla leið í markið framhjá varnarmönnum Inter. Átta mínútum seinna skoraði Liverpool aftur. Trent Alexander-Arnold sendi inn í vítateiginn. Virgil van Dijk vann skallaeinvígi og skallaði boltann niður til Moahmed Salah. Hann sneri sér á punktinum, náði skoti og boltinn hafnaði í markinu. Boltinn fór í varnarmann á leiðinni en Egyptinn á markið. Sigur Liverpool var í höfn!
Liverpool hefur leikið betur en sýndi seiglu og vann sigur sem kom liðinu í lykilstöðu fyrir seinni leik liðanna. Liverpool á ekki að geta misst áframhald í átta liða úrslit úr höndum sér eftir þennan góða sigur á San Siro!
Inter Milan: Handanovic, Skriniar, de Vrij (Ranocchia 87. mín.), Bastoni (Dimarco 90. mín.), Dumfries (Darmian 87. mín.), Vidal (Gagliardini 87. mín.), Brozovic, Calhanoglu, Perisic, Martínez (Sánchez 70. mín.) og Dzeko. Ónotaðir varamenn: Cordaz, D'Ambrosio, Sangalli, Carboni, Caicedo og Radu.
Liverpool: Allison, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Elliott (Keïta 59. mín.), Fabinho (Henderson 60. mín.), Thiago (Milner 86. mín.), Salah, Jota (Firmino 45. mín.) og Mané (Díaz 59. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Tsimikas, Origi og Matip.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (75. mín.) og Mohamed Salah (83. mín.).
Áhorfendur á San Siro: 37.918.
Maður leiksins: Virgil van Dijk. Hollendingurinn var mjög sterkur í hjarta varnarinnar.
Jürgen Klopp: Bobby kom okkur á bragðið. Eftir það stjórnuðum við leiknum og náðum að skora annað skemmtilegt mark. Það kom líka eftir fast leikatriði. Það er hálfleikur. Hvorki meira né minna.
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði 24. mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed skoraði í áttunda útileiknum í röð í Meistaradeildinni.
- James Milner spilaði sinn 800. leik á ferlinum!
- Fabinho Tavarez lék sinn 150. leik með Liverpool. Hann er búinn að skora níu mörk og leggja upp sjö.
- Liverpool vann í annað sinn á San Siro leikvanginum á þessu keppnistímabili.
- Liverpool vann AC Milan í desember og nú Inter.
- Jürgen Klopp stýrði liði til sigurs í 50. sinn í Meistaradeildinni. Hann er áttundi framkvæmdastjórinn sem nær 50 sigrum í keppninni. Hinir eru þeir Alex Ferguson, Carlo Ancelotti, Pep Guardiola, Jose Mourinho, Louis Van Gaal og Rafael Benítez.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan