| Sf. Gutt
Endurkomusigrar eru alltaf sætir. Liverpool lenti undir gegn Norwich en sneri leiknum sér í hag og vann nauðsynlegan sigur 3:1 á Anfield Road. Liverpool er með sigrinum komið í harða baráttu um Englandsmeistaratitilinn!
Þeir sem héldu að liði Liverpool yrði breytt fyrir leikinn höfðu rétt fyrir sér. All nokkrar breytingar voru gerðar frá Evrópusigrinum í Mílanó. Tvær breytingar komu ekki til af góðu. Diogo Jota meiddist í Evrópuleiknum og svo heltist Roberto Firmino líka úr lestinni vegna meiðsla. Allt í einu voru því tveir leikmenn komnir á meiðslalistann.
Norwich City fékk horn eftir 15 sekúndur þegar Alisson Beck sló fyrirgjöf yfir. Eftir þetta tók Liverpool öll völd á vellinum eins og við var búist. Eftir fimm mínútur sendi Mohamed Salah fyrir frá hægri yfir á fjærstöng. Kostas var mættur þangað en skaut yfir af stuttu færi. Upplagt færi og Grikkinn hefði átt að skora. Á 13. mínútu átti Virgil van Dijk skalla en Angus Gunn varði.
Tveimur mínútum seinna fengu gestirnir upplagt færi. Teemo Pukki slakk þá í gegn eftir stungusendingu en hann skaut sem betur fer framhjá. Liverpool rauk fram í sókn. Luis Díaz fékk boltann vinstra megin, lék til hægri en skot hans fór yfir. Enn herti Liverpool tökin og Mohamed átti skalla eftir horn, boltinn stefndi í markið en einn leikmanna Norwich skallaði frá. Áfram sótti Liverpool og á 37. mínútu átti Kostas gott skot sem Angus varði neðst í vinstra horninu. Markalaust þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.
Strax eftir þrjár mínútur í síðari hálfleik náði Norwich forystu. Eftir sókn vinstra megin lék Milot Rashica til hægri við vítateiginn og skaut að marki. Boltinn fór í Joël Matip, breytti um stefnu og Alisson átti ekki möguleika. Nú var á brattann að sækja fyrir Liverpool.
Ekki vantaði að Liverpool sótti en lítið gekk. Jürgen Klopp sá að ekki mátti við svo búa og á 62. mínútu sendi hann þá Divock Origi og Thiago Alcântara á vettvang í stað Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita. Tveimur mínútum seinna var staðan orðin jöfn. Jordan Henderson sendi inn í vítateiginn til vinstri á Kostas sem skallaði boltann þvert fyrir markið á Sadio Mané sem hóf sig á loft og klippti boltann í markið af stuttu færi fyrir framan Kop stúkuna. Frábært mark hjá Afríkumeistaranum!
Þremur mínútum seinna lá boltann aftur í marki Norwich. Alisson handsamaði boltann. Hann leit upp og sá Mohamed Salah fram við vítateiginn hinu megin á vellinum. Brasilíumaðurinn sparkaði boltanum fram og hitti beint á Mohamed. Hann tók við boltanum, lék á Angus sem kom út á móti honum út að vítateigslínunni og skaut svo boltanum í markið framhjá tveimur varnarmönnum. Allt sprakk úr fögnuði! Fyrir utan mikilvægi marksins var það númer 150 á ferli Mohamed hjá Liverpool! Maðurinn er einstakur í sinni röð!
Mohamed var nærri því að bæta við marki á 72. mínútu en bogaskot hans fór rétt framhjá. Norwich sá ekki til sólar eftir að Thiago kom inn á miðjuna. Hann einfaldlega tók leikinn í sínar hendur! Þegar níu mínútur voru eftir fastsetti Liverpool sigurinn. Jordan Henderson sendi hárnákvæma stungusendingu fram á Luis Díaz. Hann fékk boltann við vítateiginn, lék áfram og lyfti svo boltanum yfir Angus sem kom út á móti. Kólumbíumaðurinn fagnaði vel enda alltaf stór stund að skora sitt fyrsta mark fyrir nýtt félag. Hann lagði svo rétt á eftir upp færi fyrir Sadio en hann skaut rétt framhjá. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel þegar flautað var til leiksloka enda nauðsynlegur sigur í höfn!
Endurkomusigrar eru alltaf sérlega sætir! Ekki minkaði ánægjan af sigrinum þegar fréttir bárust af tapi Manchester City núna í kvöld. Eltingaleikurinn um Englandsbikarinn heldur áfram og hann er talsvert jafnari en hann var fyrir þessa helgi!
Liverpool: Alisson, Gomez, Matip, van Dijk, Tsimikas, Oxlade-Chamberlain (Thiago 62. mín.), Henderson, Keïta (Origi 62. mín.), Salah, Mané og Díaz (Minamino 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Fabinho, Konaté, Milner, Robertson og Elliott.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (64. mín.), Mohamed Salah (67. mín.) og Luis Díaz (81. mín.).
Norwich City: Gunn, Aarons, Hanley, Gibson, Williams, Gilmour, Normann (Lees-Melou 81. mín.), McLean, Sargent (Placheta 76. mín), Pukki og Rashica (Rowe 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Byram, Zimmermann, Dowell, Kabak, Giannoulis og McGovern.
Mark Norwich City: Milot Rashica (48. mín.).
Gult spjald: Brandon Williams.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.135.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Fyrirliðinn var frábær allan tímann. Hann reif liðið áfram, lagði upp eitt mark og átti stóran þátt í öðru.
Jürgen Klopp: Já, þetta var ekki einfaldur leikur og ekkert við því að segja. Liðin í Úrvalsdeildinni eru góð. Þess vegna er svo sætt að vinna leiki á móti liðum sem eru svona góð.
- Sadio Mané skoraði 11. mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði 25. mark sitt á sparktíðinni.
- Þetta var 150. mark hans fyrir Liverpool. Hann hefur skorað mörkin í 233 leikjum.
- Mohamed er tíundi leikmaður Liverpool til að skora 150 mörk eða fleiri fyrir Liverpool.
- Luis Díaz skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Hann er fyrsti Kólumbíumaðurinn til að spila fyrir hönd Liverpool.
- Mark Luis var 100. mark Liverpool í öllum keppnum á leiktíðinni.
TIL BAKA
Sætur endurkomusigur!
Endurkomusigrar eru alltaf sætir. Liverpool lenti undir gegn Norwich en sneri leiknum sér í hag og vann nauðsynlegan sigur 3:1 á Anfield Road. Liverpool er með sigrinum komið í harða baráttu um Englandsmeistaratitilinn!
Þeir sem héldu að liði Liverpool yrði breytt fyrir leikinn höfðu rétt fyrir sér. All nokkrar breytingar voru gerðar frá Evrópusigrinum í Mílanó. Tvær breytingar komu ekki til af góðu. Diogo Jota meiddist í Evrópuleiknum og svo heltist Roberto Firmino líka úr lestinni vegna meiðsla. Allt í einu voru því tveir leikmenn komnir á meiðslalistann.
Norwich City fékk horn eftir 15 sekúndur þegar Alisson Beck sló fyrirgjöf yfir. Eftir þetta tók Liverpool öll völd á vellinum eins og við var búist. Eftir fimm mínútur sendi Mohamed Salah fyrir frá hægri yfir á fjærstöng. Kostas var mættur þangað en skaut yfir af stuttu færi. Upplagt færi og Grikkinn hefði átt að skora. Á 13. mínútu átti Virgil van Dijk skalla en Angus Gunn varði.
Tveimur mínútum seinna fengu gestirnir upplagt færi. Teemo Pukki slakk þá í gegn eftir stungusendingu en hann skaut sem betur fer framhjá. Liverpool rauk fram í sókn. Luis Díaz fékk boltann vinstra megin, lék til hægri en skot hans fór yfir. Enn herti Liverpool tökin og Mohamed átti skalla eftir horn, boltinn stefndi í markið en einn leikmanna Norwich skallaði frá. Áfram sótti Liverpool og á 37. mínútu átti Kostas gott skot sem Angus varði neðst í vinstra horninu. Markalaust þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.
Strax eftir þrjár mínútur í síðari hálfleik náði Norwich forystu. Eftir sókn vinstra megin lék Milot Rashica til hægri við vítateiginn og skaut að marki. Boltinn fór í Joël Matip, breytti um stefnu og Alisson átti ekki möguleika. Nú var á brattann að sækja fyrir Liverpool.
Ekki vantaði að Liverpool sótti en lítið gekk. Jürgen Klopp sá að ekki mátti við svo búa og á 62. mínútu sendi hann þá Divock Origi og Thiago Alcântara á vettvang í stað Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita. Tveimur mínútum seinna var staðan orðin jöfn. Jordan Henderson sendi inn í vítateiginn til vinstri á Kostas sem skallaði boltann þvert fyrir markið á Sadio Mané sem hóf sig á loft og klippti boltann í markið af stuttu færi fyrir framan Kop stúkuna. Frábært mark hjá Afríkumeistaranum!
Þremur mínútum seinna lá boltann aftur í marki Norwich. Alisson handsamaði boltann. Hann leit upp og sá Mohamed Salah fram við vítateiginn hinu megin á vellinum. Brasilíumaðurinn sparkaði boltanum fram og hitti beint á Mohamed. Hann tók við boltanum, lék á Angus sem kom út á móti honum út að vítateigslínunni og skaut svo boltanum í markið framhjá tveimur varnarmönnum. Allt sprakk úr fögnuði! Fyrir utan mikilvægi marksins var það númer 150 á ferli Mohamed hjá Liverpool! Maðurinn er einstakur í sinni röð!
Mohamed var nærri því að bæta við marki á 72. mínútu en bogaskot hans fór rétt framhjá. Norwich sá ekki til sólar eftir að Thiago kom inn á miðjuna. Hann einfaldlega tók leikinn í sínar hendur! Þegar níu mínútur voru eftir fastsetti Liverpool sigurinn. Jordan Henderson sendi hárnákvæma stungusendingu fram á Luis Díaz. Hann fékk boltann við vítateiginn, lék áfram og lyfti svo boltanum yfir Angus sem kom út á móti. Kólumbíumaðurinn fagnaði vel enda alltaf stór stund að skora sitt fyrsta mark fyrir nýtt félag. Hann lagði svo rétt á eftir upp færi fyrir Sadio en hann skaut rétt framhjá. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel þegar flautað var til leiksloka enda nauðsynlegur sigur í höfn!
Endurkomusigrar eru alltaf sérlega sætir! Ekki minkaði ánægjan af sigrinum þegar fréttir bárust af tapi Manchester City núna í kvöld. Eltingaleikurinn um Englandsbikarinn heldur áfram og hann er talsvert jafnari en hann var fyrir þessa helgi!
Liverpool: Alisson, Gomez, Matip, van Dijk, Tsimikas, Oxlade-Chamberlain (Thiago 62. mín.), Henderson, Keïta (Origi 62. mín.), Salah, Mané og Díaz (Minamino 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Fabinho, Konaté, Milner, Robertson og Elliott.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (64. mín.), Mohamed Salah (67. mín.) og Luis Díaz (81. mín.).
Norwich City: Gunn, Aarons, Hanley, Gibson, Williams, Gilmour, Normann (Lees-Melou 81. mín.), McLean, Sargent (Placheta 76. mín), Pukki og Rashica (Rowe 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Byram, Zimmermann, Dowell, Kabak, Giannoulis og McGovern.
Mark Norwich City: Milot Rashica (48. mín.).
Gult spjald: Brandon Williams.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.135.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Fyrirliðinn var frábær allan tímann. Hann reif liðið áfram, lagði upp eitt mark og átti stóran þátt í öðru.
Jürgen Klopp: Já, þetta var ekki einfaldur leikur og ekkert við því að segja. Liðin í Úrvalsdeildinni eru góð. Þess vegna er svo sætt að vinna leiki á móti liðum sem eru svona góð.
Fróðleikur
- Sadio Mané skoraði 11. mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði 25. mark sitt á sparktíðinni.
- Þetta var 150. mark hans fyrir Liverpool. Hann hefur skorað mörkin í 233 leikjum.
- Mohamed er tíundi leikmaður Liverpool til að skora 150 mörk eða fleiri fyrir Liverpool.
- Luis Díaz skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Hann er fyrsti Kólumbíumaðurinn til að spila fyrir hönd Liverpool.
- Mark Luis var 100. mark Liverpool í öllum keppnum á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan