| Sf. Gutt
Fábio Henrique Tavares er þrítugur í dag. Það er óhætt að vekja athygli á afmælisdegi hans þó hann sé ekki lengur leikmaður Liverpool.
Fabinho fæddist í Campinas í Brasilíu 23. október 1993. Hann hóf feril sinn hjá Fluminense en spilaði aldrei fyrir félagið. Árið 2012 fór hann til potúgalska liðsins Rio Ave en lék heldur ekkert þar. Hann hefur því enn ekki spilað með liði í heimalandi sínu.
Leiktíðina 2012/13 var hann í láni hjá Real Madrid Castilla sem er varalið Real Madrid. Um vorið 2013 lék hann einn leik með aðalliði Real Madrid. Þá um sumarið var hann lánaður til Monaco og lék var sem lánsmaður í tvær leiktíðir áður en franska liðið keypti hann 2015.
Fabinho festi sig fljótlega í sessi hjá Monaco og stóð sig æ betur. Á keppnistímabilinu 2016/17 var hann frábær og lék stórt hlutverk í liðinu sem varð Frakklandsmeistari. Hann skoraði til að mynda 12 mörk.
Liverpool keypti Fabinho vorið 2018. Það tók hann svolítinn tíma að finna sig í ensku knattspyrnunni en smá saman gerði hann það og varð einn allra besti leikmaður heims í stöðu aftasta miðjumanns. Hann varði vörnina áföllum, vann boltann og kom honum aftur í leik. Hann var af félögum sínum kallaður ,,Vitinn" vegna þess hvernig hann stóð upp úr þarna aftarlega á miðjunni.
Fabinho vann Evrópubikarinn með Liverpool 2019 og sama ár vann hann Stórbikar Evrópu. Hann varð Englandsmeistari með Liverpool 2020 og vann svo FA bikarinn og Deildarbikarinn 2022. Sama ár varð hann Skjaldarhafi.
Ein óvæntasta fréttin núna í sumar var að Fabinho skyldi yfirgefa Liverpool. Hann var reyndar ólíkur sjálfum sér á síðasta keppnistímabili en ekkert bent til þess að hann væri á förum. En svo fór að hann samdi við Al-Ittihad í Sádi Arabíu. Liverpool fékk um 40 milljónir sterlingspunda fyrir hann og var það svipað verð og hann var keyptur á. Þess má geta að framkvæmdastjóri Al-Ittihad er Portúgalinn Nuno Espírito Santo en hann var framkvæmdastjóri Rio Ave þegar Fabinho kom til Portúgals og hóf feril sinn í Evrópu.
Fabinho spilaði 219 leiki með Liverpool, skoraði 11 mörk og lagði upp níu. Hann lék sinn fyrsta landsleik 2015 og hefur nú spilað 29 landsleiki fyrir Brasilíu.
Fábio Henrique Tavares er skírnarnafn kappans. Aftan á keppnistreyjum hans stendur FABINHO. Hermt er að móðir hans hafi stungið því að honum að hafa þetta nafn á treyjunni.
Við sendum Fabinho bestu hamingjuóskir á stórafmælinu!
TIL BAKA
Til hamingju!
Fábio Henrique Tavares er þrítugur í dag. Það er óhætt að vekja athygli á afmælisdegi hans þó hann sé ekki lengur leikmaður Liverpool.
Fabinho fæddist í Campinas í Brasilíu 23. október 1993. Hann hóf feril sinn hjá Fluminense en spilaði aldrei fyrir félagið. Árið 2012 fór hann til potúgalska liðsins Rio Ave en lék heldur ekkert þar. Hann hefur því enn ekki spilað með liði í heimalandi sínu.
Leiktíðina 2012/13 var hann í láni hjá Real Madrid Castilla sem er varalið Real Madrid. Um vorið 2013 lék hann einn leik með aðalliði Real Madrid. Þá um sumarið var hann lánaður til Monaco og lék var sem lánsmaður í tvær leiktíðir áður en franska liðið keypti hann 2015.
Fabinho festi sig fljótlega í sessi hjá Monaco og stóð sig æ betur. Á keppnistímabilinu 2016/17 var hann frábær og lék stórt hlutverk í liðinu sem varð Frakklandsmeistari. Hann skoraði til að mynda 12 mörk.
Liverpool keypti Fabinho vorið 2018. Það tók hann svolítinn tíma að finna sig í ensku knattspyrnunni en smá saman gerði hann það og varð einn allra besti leikmaður heims í stöðu aftasta miðjumanns. Hann varði vörnina áföllum, vann boltann og kom honum aftur í leik. Hann var af félögum sínum kallaður ,,Vitinn" vegna þess hvernig hann stóð upp úr þarna aftarlega á miðjunni.
Fabinho vann Evrópubikarinn með Liverpool 2019 og sama ár vann hann Stórbikar Evrópu. Hann varð Englandsmeistari með Liverpool 2020 og vann svo FA bikarinn og Deildarbikarinn 2022. Sama ár varð hann Skjaldarhafi.
Ein óvæntasta fréttin núna í sumar var að Fabinho skyldi yfirgefa Liverpool. Hann var reyndar ólíkur sjálfum sér á síðasta keppnistímabili en ekkert bent til þess að hann væri á förum. En svo fór að hann samdi við Al-Ittihad í Sádi Arabíu. Liverpool fékk um 40 milljónir sterlingspunda fyrir hann og var það svipað verð og hann var keyptur á. Þess má geta að framkvæmdastjóri Al-Ittihad er Portúgalinn Nuno Espírito Santo en hann var framkvæmdastjóri Rio Ave þegar Fabinho kom til Portúgals og hóf feril sinn í Evrópu.
Fabinho spilaði 219 leiki með Liverpool, skoraði 11 mörk og lagði upp níu. Hann lék sinn fyrsta landsleik 2015 og hefur nú spilað 29 landsleiki fyrir Brasilíu.
Fábio Henrique Tavares er skírnarnafn kappans. Aftan á keppnistreyjum hans stendur FABINHO. Hermt er að móðir hans hafi stungið því að honum að hafa þetta nafn á treyjunni.
Við sendum Fabinho bestu hamingjuóskir á stórafmælinu!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan