Sigur á Spáni
Liverpool vann í kvöld góðan sigur suður á Spáni. Liðið lagði Girona að velli 0:1. Liverpool er enn með fullt hús stiga og trónir í efsta sæti Meistaradeildarinnar.
Helsta fréttin af liðsuppstillingu var sú að Alisson Becker var orðinn góður af meiðslunum sem hann varð fyrir í haust. Hann kom því inn í markið í stað Caoimhin Kelleher.
Liverpool byrjaði af krafti og strax í upphafi átti Joe Gomez frían skalla eftir horn frá hægri en Paulo Gazzaniga, markmaður Girona varði. Því miður var skallinn beint á Paulo. Eins og allir stuðnignsmenn Liverpool vita hefur Joe ekki enn skorað fyrir Liverpool. Á 7. mínútu var Liverpool enn í sókn. Ryan Gravenberch sendi þá inn fyrir á Darwin Núnez. Hann komst í skotfæri í vítateignum hægra megin en Paulo varði. Færið var þröngt en Darwin hefði átt að skora.
Á 12. mínútu ógnuðu heimamenn fyrst. Boltinn kom inn í teig frá vinstri. Leikmaður Girone hitti ekki boltann en félagi hans fékk boltann og þrumaði að marki en Alisson varði vel. Alejandro Frances átti skotið.
Darwin fékk sitt annað færi í leiknum á 35. mínútu en það fór á sömu lund og í fyrra skiptið. Paulo varði. Þremur mínútum seinna sóttu heimamenn. Yaser Asprilla átti þéttingsfast skot utvítateigs en Alisson var vandanum vaxinn og varði í horn. Markalaust í hléi.
Strax eftir 20 sekúndur varði Alisson vel frá Arnaut Danjuma. Á 59. mínútu sótti Liverpool og sóknin endaði með skoti Andrew Robertson sem Paulo varði naumlega í horn. Liverpool sótti aftur litlu seinna. Luis Díaz lá eftir þegar mikið gekk á í vítateignum. Dómarinn fékk ráðleggingu um að kíkja í sjónvarpið en hann hafði ekki hugsað sér að dæma víti. Eftir skoðun ákvað hann að dæma víti. Mohamed Salah tók vítið. Honum fipaðist hvergi og sendi boltann út í vinstra hornið. Liverpool komið yfir. Sú forysta var aldrei í hættu allt til leiksloka.
Liverpool lék af yfirvegun og uppskar sigur sem þýðir að liðið leiðir Meistaradeildina með fullu húsi stiga eftir sex umferðir. Framúrskarandi árangur!
Gul spjöld: Oriol Romeu, Alejandro Frances og Cristian Portu.
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (63. mín.).
Gul spjöld: Luis Díaz og Joe Gomez.
Maður leiksins: Alisson Becker var frábær í markinu, hélt hreinu og lagði með því grunn að sigri Liverpool. Frábær endurkoma hjá Brasilíumanninum.
Fróðleikur
- Þetta var 150. sigur Liverpool í Evrópukeppni þeirra bestu.
- Mohamed Salah skoraði 16 mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var 50. mark hans í Meistaradeildinni.
- Liverpool hefur haldið hreinu í síðustu fimm Evrópuleikjum.
-
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin!