| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Dirk Kuyt hlakkar til
Dirk Kuyt segist hlakka mikið til þess þegar Liverpool og Everton mætast laugardaginn 9. september. Heil vika er í leikinn og Kuyt er að spila með hollenska landsliðinu í millitíðinni en hann getur ekki beðið eftir því að takast á við erkióvini Liverpool á Goodison Park.
Kuyt skoraði ávallt fyrir Feyenoord í mikilvægum leikjum og hann vonast til þess að geta sett mark sitt á leikinn gegn Everton.
,,Það eru svona leikir sem ég elska að spila í því þeir virðast kalla fram það besta í mér. Ég nærist á orkunni sem kemur frá áhorfendum. Þegar áhorfendurnir styðja við bakið á manni þá nota ég þessa jákvæðu orku sem berst frá þeim og jafnvel nokkur prósent í viðbót. Ég elska líka að spila á útivelli þar sem púað er á mann við hverja snertingu. Það hefur ekki slæm áhrif á mig því mér finnst það virkilega veita mér innblástur."
,,Stuðningsmenn Ajax í Hollandi eru sennilega ánægðir að sjá á eftir mér því ég skoraði sex mörk í síðustu sex leikjum sem ég hef spilað við þá. Ég stóð mig líka vel gegn PSV Eindhoven og ég vonast til þess að geta staðið mig vel gegn Everton."
,,Það væri gott fyrir mig að skora gegn Everton til að ná betra sambandi við stuðningsmenn okkar. Ég hef horft á Liverpool spila við Everton í sjónvarpinu í Hollandi og þessir leikir eru stórkostlegir. Allir áhorfendur syngja og leikurinn er spilaður mjög hratt."
,,Ég hlakka mikið til leiksins og ég er viss um að það verði betra að upplifa hann á vellinum frekar en að horfa á hann í sjónvarpinu."
Kuyt skoraði ávallt fyrir Feyenoord í mikilvægum leikjum og hann vonast til þess að geta sett mark sitt á leikinn gegn Everton.
,,Það eru svona leikir sem ég elska að spila í því þeir virðast kalla fram það besta í mér. Ég nærist á orkunni sem kemur frá áhorfendum. Þegar áhorfendurnir styðja við bakið á manni þá nota ég þessa jákvæðu orku sem berst frá þeim og jafnvel nokkur prósent í viðbót. Ég elska líka að spila á útivelli þar sem púað er á mann við hverja snertingu. Það hefur ekki slæm áhrif á mig því mér finnst það virkilega veita mér innblástur."
,,Stuðningsmenn Ajax í Hollandi eru sennilega ánægðir að sjá á eftir mér því ég skoraði sex mörk í síðustu sex leikjum sem ég hef spilað við þá. Ég stóð mig líka vel gegn PSV Eindhoven og ég vonast til þess að geta staðið mig vel gegn Everton."
,,Það væri gott fyrir mig að skora gegn Everton til að ná betra sambandi við stuðningsmenn okkar. Ég hef horft á Liverpool spila við Everton í sjónvarpinu í Hollandi og þessir leikir eru stórkostlegir. Allir áhorfendur syngja og leikurinn er spilaður mjög hratt."
,,Ég hlakka mikið til leiksins og ég er viss um að það verði betra að upplifa hann á vellinum frekar en að horfa á hann í sjónvarpinu."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan