Robbie Fowler kveður
Rafa Benítez hefur staðfest að samningur Robbie Fowler verði ekki endurnýjaður. Vísbendingarnar hafa verið til staðar. Rafa treystir Fowler greinilega ekki til að skora mörkin sem Liverpool þarfnast og Fowler hefur því ekki getað komist í leikæfingu og nýtt þá hæfileika sem hann býr svo sannarlega yfir. Hann sýndi hvað í honum býr sl. vor þegar hann var duglegur við að koma boltanum í markið. Það var öllum ljóst að hann yrði aldrei jafngóður og þegar hann var upp á sitt besta á árunum 1993 til 1997 áður en meiðsli settu sitt mark á feril hans en vissulega var hver leikur sem þessi goðsögn lék þess virði að fylgjast með þó sumum fannst hann of hægfara fyrir sinn smekk.
Rafa staðfesti að síðasti leikur Robbie á Anfield verði gegn Charlton á sunnudaginn: "Ég vona að Robbie skori fyrir framan The Kop. Það væri góð kveðjugjöf. Ég vil þakka Robbie. Hann mun leika á sunnudaginn og það verður gott tækifæri fyrir aðdáendurna að kveðja hann áður en hann fer frá félaginu. Við áttum góðan fund og hann skilur stöðuna. Hann stóð sig vel hjá okkur. Ég veit hversu mikils virði hann er fyrir félagið og aðdáendurna þannig að sunnudagurinn verður sérstakur fyrir hann."
Robbie hefur skorað sjö mörk í 22 leikjum á þessu tímabili. Það er ekki svo slæmur árangur miðað við að hann hefur einungis byrjað inná í níu leikjum. Þrjú markanna voru reyndar skoruð úr vítaspyrnum en það sem stendur upp úr er að Robbie hélt áfram að skora mörk þrátt fyrir að frægðarsól hans skini ekki eins skært og áður og hér eru tölur því til staðfestingar.
Robbie Fowler verður sárt saknað. Goðsögn verður kvödd á heimaleiknum gegn Charlton þar sem hefur verið rætt um að búa til mósaík honum til heiðurs og aðdáendur Liverpool munu hylla meistarann í hinsta sinn á Anfield.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!