Rafael Benítez hrósar Robbie Fowler
Seinni dvöl Robbie Fowler endar nú á vordögum. Rafael Benítez er búinn að tilkynna Robbie að samningurinn, sem gerður var við hann fyrir ári, verði ekki framlengdur. Þrátt fyrir að Rafael hafi ákveðið að Robbie verði ekki áfram hjá Liverpool þá er ljóst að hann hefur mikið álit á þessum magnaða markaskorara.
"Ég er búinn að horfa á hann á æfingum í þessari viku og maður gat vel séð hversu góður hann er uppi við markið. Hann mun spila gegn Charlton og kannski nær hann að skora sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það yrði viðeigandi endir. Ég vona að ég eigi eftir að sjá Robbie skora nokkur mörk í viðbót. Það er alltaf erfitt að segja leikmanni að samningurinn hans verði ekki endurnýjaður. Það var enn erfiðara fyrst Robbie átti í hlut. Hann hefur hins vegar mikla reynslu af knattspyrnunni og hefur skilning á stöðunni. Hann veit að hann hefur ekki verið að spila mjög marga leiki. Mér finnst hann vera mikill fagmaður. Ég þarf líka að færa honum þakkir.
Hann hefur frábæra eiginleika sem markaskorari. Þegar maður sér hann vinna með hinum sóknarmönnunum þá sést hversu mikla hvatning hann gefur þeim. Hann hefur mikið fram að færa því yngri leikmennirnir geta lært svo mikið af honum. Kannski ætti að búa til mynddisk með mörkunum hans. Ungir leikmenn gætu þá séð hvernig á að fara að því að skora mörk. Þeir myndu virkilega læra af þessu. Við þurfum að finna mann í hans stað. Það þarf að vera maður sem getur skorað fleiri mörk. Við myndum vilja fá einhvern sem getur skorað tuttugu mörk á leiktíð.
Ég hef ekki rætt við hann um framtíð hans því hann næstu verkefni hans eru að spila gegn Charlton og svo tekur við undirbúningur fyrir leikinn við Milan. Hann mun spila gegn Charlton því það er mikilvægt fyrir leikmann eins og hann að fá tækifæri til að þakka fyrir allt. Það verður fullkomið fyrir hann að gera það fyrir framan stuðningsmenn okkar. Það er möguleiki að hann verði fyrirliði á sunnudaginn og það er ljóst að hann verður í byrjunarliðinu."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!