Rafael Benítez sér eftir slæmri tímasetningu
The Kop heimtaði að fá Robbie Fowler aftur inn á völlinn. Tilefnið var að Liverpool fékk vítaspyrnu á lokamínútu leiksins gegn Charlton. Eina vandamálið var að Robbie var farinn af velli. Rafael Benítez skipti Robbie af velli svo stuðningsmenn Liverpool gætu hyllt hann. Rafael, sem er þekktur fyrir snjallar skiptingar á varamönnum, sér nú eftir eftir slæmri tímasetningu sinni.
"Því miður þá var tímasetningin ekki góð hjá mér. Ég gæti hafa beðið svolítið lengur með skiptinguna og ég óska þess að ég hefði gert það. Ég vildi bara vera viss um að hann yrði hylltur áður en leiknum lyki. Bara ef ég hefði beðið aðeins lengur. Þá hefði Robbie skorað fyrir framan The Kop og það hefði verið fullkomið. Við vorum heppnir að fá vítaspyrnu en Robbie var óheppinn að vera ekki lengur inni á vellinum þegar við fengum hana."
Heimurinn er ekki fullkominn. Þó svo að Robbie skyldi ekki skora í gær þá var frábært fyrir hann og stuðningsmenn Liverpool að fá tækifæri til að kveðjast á Anfield Road! Það er orðið langt síðan hjartnæmari kveðjustund hefur átt sér stað á þessum magnaða leikvangi!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!