Maxi Rodriguez
- Fæðingardagur:
- 02. janúar 1981
- Fæðingarstaður:
- Rosario, Santa Fe
- Fyrri félög:
- Newell´s Old Boys, Real Oviedo, Espanyol, Atletico Madrid
- Kaupverð:
- £ 0
- Byrjaði / keyptur:
- 13. janúar 2010
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Hinn 29 ára gamli Maxi Rodriguez gekk til liðs við Liverpool í janúar 2010 eftir langa og óþreyjufulla bið stuðningsmanna félagsins. Hann kom á frjálsri sölu frá spænska liðinu Atletico Madrid og skrifaði undir þriggja og hálfs árs langan samning.
Maxi lék með Fernando Torres hjá Atletico Madrid og tók við fyrirliðabandinu af honum þegar hann gekk í raðir Liverpool en missti það svo í upphafi leiktíðar. Samningur hans við Atletico hefði runnið út í lok leiktíðarinnar og vildi hann leita á önnur mið til að vinna sér inn sæti í landsliði Argentínu fyrir Heimsmeistaramótið. Hann hefur leikið 35 landsleiki og skorað tíu mörk.
Hann hóf feril sinn með Newell’s Old Boys í heimalandi sínu og gekk í raðir Espanyol árið 2002 þar sem hann lék 110 leiki áður en hann gekk til liðs við Atletico Madrid þar sem hann var frá árinu 2005. Maxi lék 120 leiki fyrir Madrídingana og skoraði 31 mark. Hann glímdi við meiðsli í upphafi leiktiðar, missti stöðu sína í liðinu og gekk í raðir Liverpool.
Skepnan eða La Fiera eins og hann er kallaður gætur spilað á báðum köntunum og sem sóknarsinnaður miðjumaður. Í þessum leikmanni er Liverpool að gera góð kaup sem geta lífgað mikið upp á sóknarleik liðsins. Honum var úthlutað treyja númer 17.
Tölfræðin fyrir Maxi Rodriguez
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2009/2010 | 17 - 1 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 17 - 1 |
2010/2011 | 28 - 10 | 1 - 0 | 0 - 0 | 5 - 0 | 0 - 0 | 34 - 10 |
2011/2012 | 12 - 4 | 5 - 0 | 4 - 2 | 0 - 0 | 0 - 0 | 21 - 6 |
Samtals | 57 - 15 | 6 - 0 | 4 - 2 | 5 - 0 | 0 - 0 | 72 - 17 |
Fréttir, greinar og annað um Maxi Rodriguez
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Skröksaga í tilefni dagsins -
| Grétar Magnússon
Maxi yfirgefur Liverpool -
| Sf. Gutt
Fer Maxi heim eða ekki? -
| Heimir Eyvindarson
Kenny treystir á Maxi -
| Heimir Eyvindarson
Maxi er frábær fyrirmynd -
| Grétar Magnússon
Maxi til heimalandsins ? -
| Sf. Gutt
Ógleymanleg stund! -
| Heimir Eyvindarson
Maxi á leið til Espanyol? -
| Grétar Magnússon
Maxi ekki með í dag -
| Heimir Eyvindarson
Maxi Rodriguez á réttri leið -
| Ólafur Haukur Tómasson
Maxi: Ég var skapaður til að spila hér -
| Ólafur Haukur Tómasson
Rafa: Maxi verður betri -
| Grétar Magnússon
Maxi ræddi við Pongolle -
| Birgir Jónsson
Maxi getur ekki beðið -
| Grétar Magnússon
Maxi skrifar undir
Í nærmynd
Skoða önnur tímabil