| Grétar Magnússon
Maxi Rodriguez segist hafa fengið ráðleggingar hjá fyrrum leikmanni félagsins, Florent Sinama-Pongolle áður en hann gekk til liðs við Liverpool. Pongolle sagði honum að Liverpool væri eina rétta félagið fyrir hann.
Maxi hafði úr mörgum félögum að velja en á endanum valdi hann að ganga til liðs við Liverpool og segist hann hafa rætt við tvo fyrrum leikmenn félagsins sem sannfærðu hann um að þetta væri rétti staðurinn.
,,Sú tenging sem ég hef við Fernando Torres og Javier Mascherano gerði þetta tilboð augljóslega meira aðlaðandi en ég talaði einnig við aðra vegna þessa."
,,Hjá Atletico talaði ég reglulega við Florent Sinama-Pongolle og Luis Garcia, sérstaklega ræddi ég mikið við Sinama. Við töluðum mikið saman, alveg fram að síðasta mánuði. Hann sagði mér hversu stórkostlegt félag Liverpool væri. Hann sagði að það væri allt eins og best sé á kosið hér og að það væri gott að vera leikmaður hjá félaginu."
,,Hann sagði mér frá nokkrum gömlum stórstjörnum sem hafa spilað með liðinu í gegnum árin og heilt á litið er þetta frábært félag. Sem leikmaður er ég mjög spenntur yfir því að njóta knattspyrnumenningarinnar í borginni. Ég get ekki beðið."
TIL BAKA
Maxi ræddi við Pongolle

Maxi hafði úr mörgum félögum að velja en á endanum valdi hann að ganga til liðs við Liverpool og segist hann hafa rætt við tvo fyrrum leikmenn félagsins sem sannfærðu hann um að þetta væri rétti staðurinn.
,,Sú tenging sem ég hef við Fernando Torres og Javier Mascherano gerði þetta tilboð augljóslega meira aðlaðandi en ég talaði einnig við aðra vegna þessa."
,,Hjá Atletico talaði ég reglulega við Florent Sinama-Pongolle og Luis Garcia, sérstaklega ræddi ég mikið við Sinama. Við töluðum mikið saman, alveg fram að síðasta mánuði. Hann sagði mér hversu stórkostlegt félag Liverpool væri. Hann sagði að það væri allt eins og best sé á kosið hér og að það væri gott að vera leikmaður hjá félaginu."
,,Hann sagði mér frá nokkrum gömlum stórstjörnum sem hafa spilað með liðinu í gegnum árin og heilt á litið er þetta frábært félag. Sem leikmaður er ég mjög spenntur yfir því að njóta knattspyrnumenningarinnar í borginni. Ég get ekki beðið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan