| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Maxi til heimalandsins ?
Maxi Rodriguez gæti verið á leið heim á ný eftir að hafa sagst vilja ganga til liðs við sitt gamla félag, Newell's Old Boys.
Maxi, sem er þrítugur, kom upp í gegnum unglingastarf félagsins og spilaði þrjú tímabil með liðinu áður en hann fór til Espanyol árið 2002.
,,Þegar ég fór héðan, vissi ég alltaf að ég kæmi til baka," sagði Rodriguez í viðtali við argentínska dagblaðið La Capital.
,,Forsetinn (William Lorenzo) hringdi í mig og ég sagði já. Nú veltur þetta bara á samningnum sem ég er með hjá Liverpool, kannski verður eitthvað hægt að liðka til þar."
Þrátt fyrir að hafa klárað tímabilið með stæl hjá Liverpool þar sem hann skoraði 7 mörk í þremur leikjum, þar af tvær þrennur, verður að teljast líklegt að Rodriguez verði ekki eins mikið viðloðinn aðalliðið á næsta tímabili. Búist er við þónokkrum breytingum á leikmannahóp félagsins í sumar og ekki hjálpar til að Rodriguez á ekki mörg ár eftir af ferlinum. Auk þess er Rodriguez einn af þeim leikmönnum sem er með nokkuð há laun og því vilja eigendur félagsins líklega leyfa honum að fara til að minnka launakostnaðinn.
Það er því ljóst að Rodriguez mun því lækka umtalsvert í launum við að fara aftur til heimalandsins.
Maxi, sem er þrítugur, kom upp í gegnum unglingastarf félagsins og spilaði þrjú tímabil með liðinu áður en hann fór til Espanyol árið 2002.
,,Þegar ég fór héðan, vissi ég alltaf að ég kæmi til baka," sagði Rodriguez í viðtali við argentínska dagblaðið La Capital.
,,Forsetinn (William Lorenzo) hringdi í mig og ég sagði já. Nú veltur þetta bara á samningnum sem ég er með hjá Liverpool, kannski verður eitthvað hægt að liðka til þar."
Þrátt fyrir að hafa klárað tímabilið með stæl hjá Liverpool þar sem hann skoraði 7 mörk í þremur leikjum, þar af tvær þrennur, verður að teljast líklegt að Rodriguez verði ekki eins mikið viðloðinn aðalliðið á næsta tímabili. Búist er við þónokkrum breytingum á leikmannahóp félagsins í sumar og ekki hjálpar til að Rodriguez á ekki mörg ár eftir af ferlinum. Auk þess er Rodriguez einn af þeim leikmönnum sem er með nokkuð há laun og því vilja eigendur félagsins líklega leyfa honum að fara til að minnka launakostnaðinn.
Það er því ljóst að Rodriguez mun því lækka umtalsvert í launum við að fara aftur til heimalandsins.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan