| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Maxi: Ég var skapaður til að spila hér
Maxi Rodriguez kom til Liverpool í janúar á frjálsri sölu og hefur leikið í sex deildarleikjum síðan þá. Það má kanski segja að hann hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu fyrir frammistöður sínar en hann hefur haft hægt um sig í flestum leikjunum að nokkrum góðum rispum undanskyldum. Þrátt fyrir frekar rólega byrjun segist Argentínumaðurinn að hann hrífist af ákefð Úrvalsdeildarinnar og að leikurinn í Englandi muni ná því allra besta úr honum einnig sem að honum finnst byrjun sín hafa verið góð.
"Þetta hefur verið frábært enn sem komið er og ég hefði varla getað vonast eftir því betra. Þetta er gjörólíkt hversdags lífinu í Madríd en ég held að ég sé að aðlagast umhverfinu og það er betra að vera hér en ég bjóst við. Eftir því sem vikurnar líða þá venst ég hversdags lífinu í borginni og ég held að þetta verði enn betra þegar ég hef komið mér betur fyrir.
Þetta er allt öðruvísi en fótboltinn í La Liga. Maður gerir sér grein fyrir þeirri staðreynd að hér er meira um hörku, ákefð og snertingar, það er helsti munurinn en sama hvar í heiminum maður spilar fótbolta þá spilar maður með knöttóttan bolta svo maður venst þessu. En það sem meira er þá hrífst ég af þessu baráttuglaða og harða umhverfi leiksins. Mér finnst það henta leikstíl mínum og ég hef gaman af því." sagði Maxi.
Maxi tók þátt í hinum grófa grannaslag fyrr í mánuðinum og átti fínan leik. Dirk Kuyt skoraði sigurmarkið í leiknum og Maxi segir að stuðningsmenn Liverpool hafi átt mikinn þátt í því að gíra leikmennina upp þann dag. Honum, líkt og öðrum leikmönnum Liverpool, þótti ekki leiðinlegt að fara með sigur af hólmi í slíkum leik.
"Ég elskaði þetta. Ég naut þess vegna þess að við unnum, sú staðreynd að við komum úr leiknum með þrjú stig var afar mikilvægt. Það er langt síðan ég spilaði leik sem var með svona miklum hraða, hörku og andrúmslofti. Allir heimaleikir eru sérstakir fyrir leikmenn og stuðningsmenn en þú spilar með hjartanu á þessum augnablikum vegna þess að þú veist hversu mikið þetta er fyrir stuðningsmennina.
Það er eitthvað mjög einstakt við það að heyra stuðningsmennina syngja You'll Never Walk Alone. Ég spilaði hér með Atletico í Meistaradeildinni en ég var auðvitað með mótherjunum. Maður verður afar þakklátur fyrir þessa hefð þegar þú veist að stuðningsmennirnir eru á þínu bandi og syngja fyrir þína hönd. Þetta er fallegt augnablik og sérstök upplifun fyrir bæði stuðningsmennina og leikmenn. Þetta hjálpar mikið til við að koma manni í rétta gírinn og þetta er eitthvað sem að á að halda áfram eins lengi og Liverpool lifir. Þetta er sérstætt og einstakt."
Það tóku nokkur kunnuleg andlit á móti Maxi er hann kom á Melwood eftir að hafa gengið frá samningum við Liverpool. Þar má einna helst nefna þá Javier Mascherano, samherja hans og góðvin úr argentíska landsliðinu, og Fernando Torres fyrrum samherja hans hjá Atletico Madrid.
"Javier hefur verið mikil hjálp fyrir mig, þá sérstaklega hvað varðar tungumálið. Þegar maður kemur frá öðru félagi í öðru landi þá skilur maður ekki alltaf tungumálið, það er mikil hjálp að hafa einhvern til taks sem getur túlkað fyrir þig. Hins vegar er aðal málið að reyna sjálfur svo þegar ég er á flakki þá reyni ég að læra. Ég er einnig með kennara og ég sæki námskeið, smátt og smátt fer ég að geta talað. Talandinn er erfiður enn sem komið er en skilningurinn er allur að koma til.
Ég og Fernando áttum góðar stundir saman hjá Atletico. Ásamt því að vera frábær leikmaður þá er hann góður strákur. Við höfum klárlega sterkt lið hér á Anfield en maður mun alltaf sakna einhvers eins og hans svo að fá hann aftur verið mikill bónus. Ég hlakka mikið til að spila með honum aftur."
Maxi byrjaði síðustu tvo deildarleiki fyrir Liverpool en hann er ekki gjaldgengur með liðinu í Evrópudeildinni svo hann þurfti að horfa á leikinn ofan úr stúkunni. Vegna þess að hann lék áður með Atletico í Meistaradeildinni á leiktíðinni þá er hann ekki gjaldgengur með öðru liði í Evrópukeppni út leiktíðina.
"Þegar ég komst að því að ég mætti ekki taka þátt í Evrópudeildinni þá fékk ég óbeitar tilfinningu í magann. Maður vill alltaf spila og taka þátt, og manni finnst eins og maður sé nokkurn veginn að bregðast liðsfélögum sínum með því að geta ekki spilað. En maður verður bara að taka þetta á kinnina og halda áfram."
Hann kom einnig aðeins inn á hvernig honum finndist honum hafa gengið enn sem komið er: "Ég er ágætlega sáttur eins og staðan er, mér finnst ég hafa gert ágæta hluti. Ég kom hingað til að skila mína og skila ákveðnu starfi fyrir liðið. Ég held að aðalmálið sé að vinna í líkamsstyrk mínum til að vera fullviss um að ég geti ennst og verið hundrað prósent allar 90 mínúturnar. Leikstíllinn er öðruvísi eins og ég kom inn á áðan en mér finnst þetta fínt enn sem komið er."
Einhverjum stuðningsmönnum gæti kanski hafa fundist skrítið af hverju það stóð aðeins skírnarnafnið hans Maxi aftan á treyjunni hans en ekki ættarnafnið Rodriguez eins og tíðkast gjarnan erlendis. Hann kom aðeins inn á það.
"Mér líst ágætlega á Maxi en stuðningsmennirnir mega kalla mig hvað sem þeir vilja. Í Argentínu notum við gjarnan mikið af gælunöfnum. Mitt gælunafn er La Fiera [Skeppnan] og gælunafnið hans Javier er El Jefe [Stjórinn]. Þetta er hefð þar að leikmenn hafi gælunöfn." sagði sóknarmaðurinn knái.
Eftir að hafa fengið hvíld yfir Evrópudeildinni þá er alls ekki ólíklegt að hann snúi aftur inn í leikmannahóp Liverpool og jafnvel í byrjunarliðið sem mætir Manchester City í gífurlega mikilvægum leik á morgun.
Þetta er allt öðruvísi en fótboltinn í La Liga. Maður gerir sér grein fyrir þeirri staðreynd að hér er meira um hörku, ákefð og snertingar, það er helsti munurinn en sama hvar í heiminum maður spilar fótbolta þá spilar maður með knöttóttan bolta svo maður venst þessu. En það sem meira er þá hrífst ég af þessu baráttuglaða og harða umhverfi leiksins. Mér finnst það henta leikstíl mínum og ég hef gaman af því." sagði Maxi.
Maxi tók þátt í hinum grófa grannaslag fyrr í mánuðinum og átti fínan leik. Dirk Kuyt skoraði sigurmarkið í leiknum og Maxi segir að stuðningsmenn Liverpool hafi átt mikinn þátt í því að gíra leikmennina upp þann dag. Honum, líkt og öðrum leikmönnum Liverpool, þótti ekki leiðinlegt að fara með sigur af hólmi í slíkum leik.
"Ég elskaði þetta. Ég naut þess vegna þess að við unnum, sú staðreynd að við komum úr leiknum með þrjú stig var afar mikilvægt. Það er langt síðan ég spilaði leik sem var með svona miklum hraða, hörku og andrúmslofti. Allir heimaleikir eru sérstakir fyrir leikmenn og stuðningsmenn en þú spilar með hjartanu á þessum augnablikum vegna þess að þú veist hversu mikið þetta er fyrir stuðningsmennina.
Það er eitthvað mjög einstakt við það að heyra stuðningsmennina syngja You'll Never Walk Alone. Ég spilaði hér með Atletico í Meistaradeildinni en ég var auðvitað með mótherjunum. Maður verður afar þakklátur fyrir þessa hefð þegar þú veist að stuðningsmennirnir eru á þínu bandi og syngja fyrir þína hönd. Þetta er fallegt augnablik og sérstök upplifun fyrir bæði stuðningsmennina og leikmenn. Þetta hjálpar mikið til við að koma manni í rétta gírinn og þetta er eitthvað sem að á að halda áfram eins lengi og Liverpool lifir. Þetta er sérstætt og einstakt."
Það tóku nokkur kunnuleg andlit á móti Maxi er hann kom á Melwood eftir að hafa gengið frá samningum við Liverpool. Þar má einna helst nefna þá Javier Mascherano, samherja hans og góðvin úr argentíska landsliðinu, og Fernando Torres fyrrum samherja hans hjá Atletico Madrid.
"Javier hefur verið mikil hjálp fyrir mig, þá sérstaklega hvað varðar tungumálið. Þegar maður kemur frá öðru félagi í öðru landi þá skilur maður ekki alltaf tungumálið, það er mikil hjálp að hafa einhvern til taks sem getur túlkað fyrir þig. Hins vegar er aðal málið að reyna sjálfur svo þegar ég er á flakki þá reyni ég að læra. Ég er einnig með kennara og ég sæki námskeið, smátt og smátt fer ég að geta talað. Talandinn er erfiður enn sem komið er en skilningurinn er allur að koma til.
Ég og Fernando áttum góðar stundir saman hjá Atletico. Ásamt því að vera frábær leikmaður þá er hann góður strákur. Við höfum klárlega sterkt lið hér á Anfield en maður mun alltaf sakna einhvers eins og hans svo að fá hann aftur verið mikill bónus. Ég hlakka mikið til að spila með honum aftur."
Maxi byrjaði síðustu tvo deildarleiki fyrir Liverpool en hann er ekki gjaldgengur með liðinu í Evrópudeildinni svo hann þurfti að horfa á leikinn ofan úr stúkunni. Vegna þess að hann lék áður með Atletico í Meistaradeildinni á leiktíðinni þá er hann ekki gjaldgengur með öðru liði í Evrópukeppni út leiktíðina.
"Þegar ég komst að því að ég mætti ekki taka þátt í Evrópudeildinni þá fékk ég óbeitar tilfinningu í magann. Maður vill alltaf spila og taka þátt, og manni finnst eins og maður sé nokkurn veginn að bregðast liðsfélögum sínum með því að geta ekki spilað. En maður verður bara að taka þetta á kinnina og halda áfram."
Hann kom einnig aðeins inn á hvernig honum finndist honum hafa gengið enn sem komið er: "Ég er ágætlega sáttur eins og staðan er, mér finnst ég hafa gert ágæta hluti. Ég kom hingað til að skila mína og skila ákveðnu starfi fyrir liðið. Ég held að aðalmálið sé að vinna í líkamsstyrk mínum til að vera fullviss um að ég geti ennst og verið hundrað prósent allar 90 mínúturnar. Leikstíllinn er öðruvísi eins og ég kom inn á áðan en mér finnst þetta fínt enn sem komið er."
Einhverjum stuðningsmönnum gæti kanski hafa fundist skrítið af hverju það stóð aðeins skírnarnafnið hans Maxi aftan á treyjunni hans en ekki ættarnafnið Rodriguez eins og tíðkast gjarnan erlendis. Hann kom aðeins inn á það.
"Mér líst ágætlega á Maxi en stuðningsmennirnir mega kalla mig hvað sem þeir vilja. Í Argentínu notum við gjarnan mikið af gælunöfnum. Mitt gælunafn er La Fiera [Skeppnan] og gælunafnið hans Javier er El Jefe [Stjórinn]. Þetta er hefð þar að leikmenn hafi gælunöfn." sagði sóknarmaðurinn knái.
Eftir að hafa fengið hvíld yfir Evrópudeildinni þá er alls ekki ólíklegt að hann snúi aftur inn í leikmannahóp Liverpool og jafnvel í byrjunarliðið sem mætir Manchester City í gífurlega mikilvægum leik á morgun.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan