| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Maxi á leið til Espanyol?
Maxi Rodriguez gæti verið á förum frá Liverpool, ef marka má fréttir frá Spáni í dag.

Katalónska blaðið El Mundo Deportivo greinir frá því í dag að Liverpool eigi í viðræðum við Espanyol um hugsanleg kaup á Maxi. Í frétt blaðsins er fullyrt að Roy Hodgson hafi tilkynnt Argentínumanninum að hann sé ekki í framtíðarplönum félagsins og því muni félagið reyna að losa sig við hann.
Maxi kom til Liverpool frá Atletico Madrid fyrir hálfu ári síðan og á þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann er ekki ókunnur Espanyol, en hann lék með félaginu í þrjú ár, 2002-2005.
Espanyol mun fyrst og fremst vilja fá Argentínumanninn að láni, en samkvæmt heimildum El Mundo Deportivo hefur Liverpool engan áhuga á slíkum viðskiptum, enda þarf félagið á peningum að halda til að styrkja liðið enn frekar fyrir komandi tímabil.
Samkvæmt heimildum spænska blaðsins eru samningar milli félaganna nánast í höfn, það hefur þó ekki fengist staðfest. Fari svo að Maxi yfirgefi Liverpool er allt útlit fyrir að enginn Argentínumaður verði í herbúðum félagsins á næstu leiktíð, en Emilio Insua er þegar farinn og Javier Mascherano er á förum.

Katalónska blaðið El Mundo Deportivo greinir frá því í dag að Liverpool eigi í viðræðum við Espanyol um hugsanleg kaup á Maxi. Í frétt blaðsins er fullyrt að Roy Hodgson hafi tilkynnt Argentínumanninum að hann sé ekki í framtíðarplönum félagsins og því muni félagið reyna að losa sig við hann.
Maxi kom til Liverpool frá Atletico Madrid fyrir hálfu ári síðan og á þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann er ekki ókunnur Espanyol, en hann lék með félaginu í þrjú ár, 2002-2005.
Espanyol mun fyrst og fremst vilja fá Argentínumanninn að láni, en samkvæmt heimildum El Mundo Deportivo hefur Liverpool engan áhuga á slíkum viðskiptum, enda þarf félagið á peningum að halda til að styrkja liðið enn frekar fyrir komandi tímabil.
Samkvæmt heimildum spænska blaðsins eru samningar milli félaganna nánast í höfn, það hefur þó ekki fengist staðfest. Fari svo að Maxi yfirgefi Liverpool er allt útlit fyrir að enginn Argentínumaður verði í herbúðum félagsins á næstu leiktíð, en Emilio Insua er þegar farinn og Javier Mascherano er á förum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan