Christian Poulsen

Fæðingardagur:
28. febrúar 1980
Fæðingarstaður:
Asnæs, Danmörku
Fyrri félög:
Holbæk B&I, FC Kaupmannahöfn, FC Schalke, Sevilla FC, Juventus
Kaupverð:
£ 4500000
Byrjaði / keyptur:
12. ágúst 2010
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Poulsen, sem er þrítugur er kemur frá Juventus og er kaupverðið talið vera um 4.5 milljónir punda.  Hann hóf ferilinn hjá FC Kaupmannahöfn þar sem hann lék undir stjórn Roy Hodgson.  Urður þeir danskir meistarar árið 2001 og það sama ár var Poulsen útnefndur U21 árs leikmaður ársins í Danmörku.  Hann lék svo fyrsta landsleik sinn fyrir A-landsliðið gegn Hollandi síðar á árinu.

Frá Kaupmannahöfn fór hann svo til þýska liðsins Schalke árið 2002 og lék hann með þeim til ársins 2006.  Hann varð þýskur bikarmeistari árið 2005 og var valinn leikmaður ársins í Danmörku tvö ár í röð, 2005 og 2006.  Næsti viðkomustaður Poulsen var á Spáni hjá Sevilla en þangað fór hann á frjálsri sölu.  Hann varð strax sigursæll með liðinu því það ár unnust þrír bikarar.  Fyrst var það Super Cup þar sem 3-0 sigur vannst á Barcelona, liðið varð svo spænskur bikarmeistari og varði titil sinn í Evrópukeppni félagsliða.

Stórlið Juventus keypti sumarið 2008 og var honum ætlað stórt hlutverk hjá liðinu.  Fyrsta tímabil hans stóð hann ekki undir væntingum og allt leit út fyrir að hann yrði seldur síðasta sumar.  Hann lagði hinsvegar hart að sér til að komast í liðið og spilaði stórt hlutverk með því tímabilið 2009-2010..

Tölfræðin fyrir Christian Poulsen

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2010/2011 12 - 0 0 - 0 0 - 0 9 - 0 0 - 0 21 - 0
Samtals 12 - 0 0 - 0 0 - 0 9 - 0 0 - 0 21 - 0

Fréttir, greinar og annað um Christian Poulsen

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil