Verð að standa mig!

Christian er kominn í nýtt land en hann rennir ekki alveg blint í sjóinn. Hann þekkir nefnilega vel til nýja framkvæmdastjóra Liverpool en Roy Hodgson var framkvæmdastjóri F.C. Kaupmannahafnar þegar Christian var á mála þar.
,,Ég vann með honum í tvö ár. Það voru góð ár og ég vona að framhald verði á góðri samvinnu okkar. Vonandi verður hann ánægður með hvað ég get gert. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri um allan heim og býr yfir mikilli reynslu. Ég ber mikla virðingu fyrir honum."
Roy þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að sannfæra Danann um að Liverpool væri vænlegur kostur sem næsti viðkomustaður á ferli þessa sterka miðjumanns.
,,Roy þurfti ekki að segja mér mjög mikið því Liverpool Football Club er þekkt um allan heim. Liverpool er vinsælasta enska liðið í Danmörku."
En hverjir eru helstu styrkleikar frænda okkar? Hann svarar því á þennan hátt.
,,Ég tel að ég hafi góðan leikskilning og góða tækni. Ég myndi segja að ég væri leikmaður sem reynir að leika léttleikandi knattspyrnu en ég er líka óhræddur við að fara í návígi. Ég veit að ég þarf að sanna mig almennilega hérna. Það þýðir ekki annað en að standa sig þegar maður er kominn til félags á borð við Liverpool. Ég vona að ég geti sýnt hjá Liverpool að ég sé góður leikmaður."
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn