| Sf. Gutt
TIL BAKA
Christian Poulsen farinn
Eftir ársdvöl hjá Liverpool er Christian Poulsen farinn á braut. Hann gekk í dag til liðs við franska liðið Evian Thonon Gaillard. Liverpool tók tilboði franska liðsins í gær og í dag var gengið frá lausum endum í sambandi við kaup og kjör. Ekki kom fram á Liverpoolfc.tv hvaða upphæð Liverpool fékk í sinn hlut. Liverpool borgaði Juventus fjórar og hálfa milljón sterlingspunda fyrir Christian í fyrra.
Daninn náði aldrei að festa sig í sessi á Anfield það eina ár sem hann var þar. Roy Hodgson lagði mikla áherslu á að kaupa Christian í fyrra en hann hafði spilað undir stjórn Roy hjá F.C. Kaupmannahöfn. Hann þótti seinna standa sig vel hjá Schalke, Sevilla og Juventus en sú varð ekki raunin hjá Liverpool.
Reyndar má kannski segja að hann hafi verið svolítið hart dæmdur hjá stuðningsmönnum Liverpool. Frekar mætti segja að leikstíll hans hafi ekki hentað í ensku knattspyrnunni en að getuna hafi vantað. En kannski var hann bara búinn með sitt besta þegar hann kom til Liverpool.
Christian lék fyrstu æfingaleiki Liverpool í sumar og skoraði þegar Liverpool vann kínverska liðið Guangdong 4:3. Eftir að leiktíðin hófst komst hann ekki í liðshópinn.
Christian Poulsen lék alls 21 leik með Liverpool. Hann náði ekki að skora löglegt mark en eitt mark var ranglega dæmt af honum í fyrsta leik gegn Trabzonspor. Kannski hefði honum vegnað betur ef markið hefði staðið!
Athygli vakti að Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana valdi Christian ekki í danska landsliðið fyrir komandi landsleiki. Morten sagði að mikið álag væri á Christian vegna óvissu um félagaskipti og því gæti hann ekki einbeitt sér að landsliðsmálum. Sú óvissa er sem sagt að baki.
Við óskum Christaian góðs gengis hjá nýja liðinu og þökkum samveruna.
Daninn náði aldrei að festa sig í sessi á Anfield það eina ár sem hann var þar. Roy Hodgson lagði mikla áherslu á að kaupa Christian í fyrra en hann hafði spilað undir stjórn Roy hjá F.C. Kaupmannahöfn. Hann þótti seinna standa sig vel hjá Schalke, Sevilla og Juventus en sú varð ekki raunin hjá Liverpool.
Reyndar má kannski segja að hann hafi verið svolítið hart dæmdur hjá stuðningsmönnum Liverpool. Frekar mætti segja að leikstíll hans hafi ekki hentað í ensku knattspyrnunni en að getuna hafi vantað. En kannski var hann bara búinn með sitt besta þegar hann kom til Liverpool.
Christian lék fyrstu æfingaleiki Liverpool í sumar og skoraði þegar Liverpool vann kínverska liðið Guangdong 4:3. Eftir að leiktíðin hófst komst hann ekki í liðshópinn.
Christian Poulsen lék alls 21 leik með Liverpool. Hann náði ekki að skora löglegt mark en eitt mark var ranglega dæmt af honum í fyrsta leik gegn Trabzonspor. Kannski hefði honum vegnað betur ef markið hefði staðið!
Athygli vakti að Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana valdi Christian ekki í danska landsliðið fyrir komandi landsleiki. Morten sagði að mikið álag væri á Christian vegna óvissu um félagaskipti og því gæti hann ekki einbeitt sér að landsliðsmálum. Sú óvissa er sem sagt að baki.
Við óskum Christaian góðs gengis hjá nýja liðinu og þökkum samveruna.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan