| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Hodgson býst við að Poulsen rísi upp
Christian Poulsen verður í byrjunarliði Liverpool gegn West Ham í dag og Roy Hodgson býst við því að hann muni noti tækifærið og þagga niður í gagnrýnisröddunum.
Það er óhætt að segja að Christian Poulsen hafi ekki slegið í gegn hjá stuðningsmönnum Liverpool, enda hefur frammistaða hans í flestum leikjum vakið upp spurningar um það hvers vegna í ósköpunum Hodgson taldi nauðsynlegt að fá hann til liðsins. Áhorfendur á Anfield hafa fagnað innilega þegar honum hefur verið skipt út af og að sama skapi látið óánægju sína í ljós ef honum hefur verið skipt inn á. Það er því nokkuð ljóst að Daninn hefur ekki átt sjö dagana sæla á Anfield.
Poulsen mun fá tækifæri til þess að þagga niður í gagnrýnisröddunum í dag, þegar Liverpool mætir West Ham á Anfield. Lucas Leiva er sem kunnugt er í banni og því fær Poulsen tækifæri í byrjunarliðinu. Roy Hodgson segist sannfærður um að Daninn muni nýta tækifærið vel.
,,Poulsen er góður leikmaður og mjög sterkur andlega. Honum hefur ekki gengið sem skyldi, en hann hefur líka sýnt hvað í honum býr eins og í leikjunum gegn Napoli og Trabzonspor. Honum hefur ekki gengið vel á Anfield og átt of margar feilsendingar þannig að það er eðlilegt að hann sé ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnunum sem stendur."
,,Það er alveg ljóst að frammistaða hans í vetur gefur ekki tilefni til þess að hann sé í byrjunarliðinu. Lucas hefur spilað mjög vel og ég hefði valið hann fram yfir Poulsen ef hann hefði ekki verið í banni. En þar sem Lucas er í banni þá fær Poulsen tækifæri til að sanna sig. Ég vona að hann sýni hvað í honum býr og ég hef í raun fulla trú á því að hann geri það því hann er mjög sterkur karakter, og góður leikmaður. Hann mun reyna að sýna mér að ég eigi framvegis að velja hann í liðið, en ekki Lucas. Það er einmitt það sem ég ætlast til að hann geri."
Nú er að sjá hvort Christian nær sér á strik. Hann vissi vel að miklar kröfur yrðu gerðar til hans í Liverpool eins og fram kom í þessu viðtali sem var tekið við hann þegar hann gekk til liðs við félagið.
Það er óhætt að segja að Christian Poulsen hafi ekki slegið í gegn hjá stuðningsmönnum Liverpool, enda hefur frammistaða hans í flestum leikjum vakið upp spurningar um það hvers vegna í ósköpunum Hodgson taldi nauðsynlegt að fá hann til liðsins. Áhorfendur á Anfield hafa fagnað innilega þegar honum hefur verið skipt út af og að sama skapi látið óánægju sína í ljós ef honum hefur verið skipt inn á. Það er því nokkuð ljóst að Daninn hefur ekki átt sjö dagana sæla á Anfield.
Poulsen mun fá tækifæri til þess að þagga niður í gagnrýnisröddunum í dag, þegar Liverpool mætir West Ham á Anfield. Lucas Leiva er sem kunnugt er í banni og því fær Poulsen tækifæri í byrjunarliðinu. Roy Hodgson segist sannfærður um að Daninn muni nýta tækifærið vel.
,,Poulsen er góður leikmaður og mjög sterkur andlega. Honum hefur ekki gengið sem skyldi, en hann hefur líka sýnt hvað í honum býr eins og í leikjunum gegn Napoli og Trabzonspor. Honum hefur ekki gengið vel á Anfield og átt of margar feilsendingar þannig að það er eðlilegt að hann sé ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnunum sem stendur."
,,Það er alveg ljóst að frammistaða hans í vetur gefur ekki tilefni til þess að hann sé í byrjunarliðinu. Lucas hefur spilað mjög vel og ég hefði valið hann fram yfir Poulsen ef hann hefði ekki verið í banni. En þar sem Lucas er í banni þá fær Poulsen tækifæri til að sanna sig. Ég vona að hann sýni hvað í honum býr og ég hef í raun fulla trú á því að hann geri það því hann er mjög sterkur karakter, og góður leikmaður. Hann mun reyna að sýna mér að ég eigi framvegis að velja hann í liðið, en ekki Lucas. Það er einmitt það sem ég ætlast til að hann geri."
Nú er að sjá hvort Christian nær sér á strik. Hann vissi vel að miklar kröfur yrðu gerðar til hans í Liverpool eins og fram kom í þessu viðtali sem var tekið við hann þegar hann gekk til liðs við félagið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan